Hinstu skilaboð ungrar konu sem lést í flutningabílnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2019 22:22 Pham Thi Tra My var 26 ára. Að minnsta kosti sex hinna 39 sem fundust látin í flutningabíl í Essex í Bretlandi í vikunni eru talin vera frá Víetnam. Áður hafði verið greint frá því að fólkið sem lést væri Kínverjar. Hinstu skilaboð víetnamskrar konu innan úr bílnum hafa vakið mikinn óhug eftir að þau voru birt í dag. Lík 31 karlmanns og átta kvenna fundust í gámi flutningabílsins á miðvikudag. Á meðal hinna látnu er að öllum líkindum hin 26 ára Pham Thi Tra My, víetnömsk kona sem ekkert hefur spurst til síðan hún sendi fjölskyldu sinni skilaboð seint á þriðjudagskvöld. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ segir í skilaboðum Tra My, sem Sky-fréttastofan hefur undir höndum og þýddi yfir á ensku. Þá hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir Pham Ngoc Tuan, bróður Tra My, að reiða hafi þurft fram þrjátíu þúsund pund, eða tæpar fimm milljónir íslenskra króna, fyrir að koma systur hans til Bretlands. Þá hafi hann síðast vitað af systur sinni í Belgíu en hún lagði af stað frá heimalandi sínu 3. október síðastliðinn. „Systir mín hvarf 23. október á leið frá Víetnam til Bretlands og við náum ekki sambandi við hana. Okkur grunar að hún gæti verið í þessum gámi. Við biðlum til bresku lögreglunnar að rannsaka málið svo að systir mín komist aftur til fjölskyldu sinnar,“ segir Tuan í samtali við BBC.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá því í kvöld.Þá hefur fréttastofa BBC alls heyrt frá sex víetnömskum fjölskyldum sem telja sig eiga ástvini á meðal fórnarlambanna í bílnum. Alls hafa nú fjórir verið handteknir í tengslum við málið. Norður-írskur ökumaður flutningabílsins var handtekinn strax á miðvikudag og yfirheyrslur yfir honum hafa staðið yfir síðan. Þá voru karlmaður og kona, bæði 38 ára, handtekin í grennd við Liverpool í dag. Þau eru grunuð um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns. Sá fjórði, 48 ára karlmaður frá Norður-Írlandi, var síðdegis í dag handtekinn á Stansted-flugvelli í London vegna gruns um manndráp og samsæri um mansal. Bretland England Víetnam Tengdar fréttir 39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49 Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Karl og kona handtekin vegna fólksins sem lést í gámi Tvennt er grunað um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns sem fundust látnir í gám flutningabíls á miðvikudag. 25. október 2019 12:03 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Að minnsta kosti sex hinna 39 sem fundust látin í flutningabíl í Essex í Bretlandi í vikunni eru talin vera frá Víetnam. Áður hafði verið greint frá því að fólkið sem lést væri Kínverjar. Hinstu skilaboð víetnamskrar konu innan úr bílnum hafa vakið mikinn óhug eftir að þau voru birt í dag. Lík 31 karlmanns og átta kvenna fundust í gámi flutningabílsins á miðvikudag. Á meðal hinna látnu er að öllum líkindum hin 26 ára Pham Thi Tra My, víetnömsk kona sem ekkert hefur spurst til síðan hún sendi fjölskyldu sinni skilaboð seint á þriðjudagskvöld. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ segir í skilaboðum Tra My, sem Sky-fréttastofan hefur undir höndum og þýddi yfir á ensku. Þá hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir Pham Ngoc Tuan, bróður Tra My, að reiða hafi þurft fram þrjátíu þúsund pund, eða tæpar fimm milljónir íslenskra króna, fyrir að koma systur hans til Bretlands. Þá hafi hann síðast vitað af systur sinni í Belgíu en hún lagði af stað frá heimalandi sínu 3. október síðastliðinn. „Systir mín hvarf 23. október á leið frá Víetnam til Bretlands og við náum ekki sambandi við hana. Okkur grunar að hún gæti verið í þessum gámi. Við biðlum til bresku lögreglunnar að rannsaka málið svo að systir mín komist aftur til fjölskyldu sinnar,“ segir Tuan í samtali við BBC.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá því í kvöld.Þá hefur fréttastofa BBC alls heyrt frá sex víetnömskum fjölskyldum sem telja sig eiga ástvini á meðal fórnarlambanna í bílnum. Alls hafa nú fjórir verið handteknir í tengslum við málið. Norður-írskur ökumaður flutningabílsins var handtekinn strax á miðvikudag og yfirheyrslur yfir honum hafa staðið yfir síðan. Þá voru karlmaður og kona, bæði 38 ára, handtekin í grennd við Liverpool í dag. Þau eru grunuð um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns. Sá fjórði, 48 ára karlmaður frá Norður-Írlandi, var síðdegis í dag handtekinn á Stansted-flugvelli í London vegna gruns um manndráp og samsæri um mansal.
Bretland England Víetnam Tengdar fréttir 39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49 Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Karl og kona handtekin vegna fólksins sem lést í gámi Tvennt er grunað um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns sem fundust látnir í gám flutningabíls á miðvikudag. 25. október 2019 12:03 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49
Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06
Karl og kona handtekin vegna fólksins sem lést í gámi Tvennt er grunað um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns sem fundust látnir í gám flutningabíls á miðvikudag. 25. október 2019 12:03