Daníel Guðni: Vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi Smári Jökull Jónsson skrifar 25. október 2019 20:52 Daníel Guðni messar yfir sínum mönnum vísir/daníel Daníel Guðna Guðmundssyni þjálfara Grindavíkur var létt eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld enda fyrsti sigurleikur Grindvíkinga í Dominos-deildinni staðreynd. „Ég er virkilega stoltur af strákunum, þeir lögðu sig gríðarlega vel fram og gerðu það sem við þjálfararnir báðum þá um, sem var að spila vörn. Það gerðu þeir og gerðu það vel,“ sagði Daníel Guðni eftir leik en Njarðvík skoraði aðeins 26 stig í fyrri hálfleik í dag. „Ég var rosalega ánægður með þetta og vildi eiginlega bæta í eftir hlé en stundum þróast leikir svona. Þeir fara í svæðisvörn og við lendum í smá vandræðum í byrjun en síðan skaut Óli (Ólafur Ólafsson) það í kaf,“ bætti Daníel við en Ólafur setti niður sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þrátt fyrir sigurinn var sóknarleikur Grindvíkinga ekki alveg upp á sitt besta og liðið tapaði mikið af boltum. „Við vorum með 7 tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er lélegt. Þeir þröngva okkur út úr hlutum og við tökum óskynsamlegar ákvarðanir. Heilt yfir er ég sáttur með að fá fyrstu tvö stigin í vetur.“ „Við erum búnir að stilla okkur mikið betur saman. Við höfum verið að keyra á varnarleikinn á æfingum og menn eru að gera hluti sem þeir hafa kannski ekki verið að gera áður og það tekur bara sinn tíma. Við vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi og eigum eftir að bæta okkur eftir því sem á líður tímabilið.“ Erlendu leikmennirnir tveir, Jamal Olasawere og Valdas Vasylius, voru að leika sína fyrstu heimaleiki í kvöld og koma með aukna hæð í Grindavíkurliðið, eitthvað sem þeir þurftu sárlega á að halda. „Valdas er að komast í taktinn og á von á því að hann verði bara betri. Hann er þannig leikmaður að hann verður í því hlutverki að koma með reynsluna, koma með skilning á leiknum og svona. Þó svo að hann hafi ekki skorað eða frákastað mikið í kvöld er svo margt sem hann getur gert fyrir okkur varnarlega. Ég er ánægður með framlag leikmanna hér í kvöld, alla sem einn.“ Dominos-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Daníel Guðna Guðmundssyni þjálfara Grindavíkur var létt eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld enda fyrsti sigurleikur Grindvíkinga í Dominos-deildinni staðreynd. „Ég er virkilega stoltur af strákunum, þeir lögðu sig gríðarlega vel fram og gerðu það sem við þjálfararnir báðum þá um, sem var að spila vörn. Það gerðu þeir og gerðu það vel,“ sagði Daníel Guðni eftir leik en Njarðvík skoraði aðeins 26 stig í fyrri hálfleik í dag. „Ég var rosalega ánægður með þetta og vildi eiginlega bæta í eftir hlé en stundum þróast leikir svona. Þeir fara í svæðisvörn og við lendum í smá vandræðum í byrjun en síðan skaut Óli (Ólafur Ólafsson) það í kaf,“ bætti Daníel við en Ólafur setti niður sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þrátt fyrir sigurinn var sóknarleikur Grindvíkinga ekki alveg upp á sitt besta og liðið tapaði mikið af boltum. „Við vorum með 7 tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er lélegt. Þeir þröngva okkur út úr hlutum og við tökum óskynsamlegar ákvarðanir. Heilt yfir er ég sáttur með að fá fyrstu tvö stigin í vetur.“ „Við erum búnir að stilla okkur mikið betur saman. Við höfum verið að keyra á varnarleikinn á æfingum og menn eru að gera hluti sem þeir hafa kannski ekki verið að gera áður og það tekur bara sinn tíma. Við vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi og eigum eftir að bæta okkur eftir því sem á líður tímabilið.“ Erlendu leikmennirnir tveir, Jamal Olasawere og Valdas Vasylius, voru að leika sína fyrstu heimaleiki í kvöld og koma með aukna hæð í Grindavíkurliðið, eitthvað sem þeir þurftu sárlega á að halda. „Valdas er að komast í taktinn og á von á því að hann verði bara betri. Hann er þannig leikmaður að hann verður í því hlutverki að koma með reynsluna, koma með skilning á leiknum og svona. Þó svo að hann hafi ekki skorað eða frákastað mikið í kvöld er svo margt sem hann getur gert fyrir okkur varnarlega. Ég er ánægður með framlag leikmanna hér í kvöld, alla sem einn.“
Dominos-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira