Lárus telur að fyrirliði ÍR sé á leið í langt leikbann Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. október 2019 21:00 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs. ÞórTV/ thorsport.is Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var hundfúll eftir að hafa séð sína menn tapa með tíu stiga mun fyrir ÍR í 4.umferð Dominos deildar karla í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Lárus telur að ljótt atvik sem gerðist seint í þriðja leikhluta hafi farið með leikinn fyrir Þórsara. „Við byrjuðum vel en svo skaut Evan (Singletary) þeim inn í leikinn í öðrum leikhluta. Hann skoraði 25 stig í fyrri hálfleik. Svo voru ÍR-ingar með fólskubragð sem fer með leikinn fyrir okkur. Það var greinilegt að Daði var ekki nálægt frákastinu,“ segir Lárus. Þarna ræðir Lárus um Daða Berg Grétarsson, sem er fyrirliði ÍR, en honum var vikið úr húsi fyrir að ráðast á Mantas Virbalas, miðherja Þórs, eftir að sá síðarnefndi tók frákast. Hins vegar var Mantas sömuleiðis sendur úr húsi fyrir viðbrögð sín við árás Daða. „Hann byrjar á að fella Mantas og svo sparkar Daði í Mantas þegar hann liggur. Auðvitað bregðast menn við. Við hefðum unnið þennan leik ef Mantas hefði klárað leikinn,“ segir Lárus. Mantas Virbalas er lykilmaður í leik Þórs á meðan Daði er í aukahlutverki í liði ÍR og vill Lárus meina að þetta hafi verið þaulskipulögð áætlun hjá Daða. Lárus ræddi lengi við dómaratríóið eftir leik og segir þá hafa verið sammála því en þeir hafi engu að síður þurft að refsa Mantas fyrir að bregðast ókvæða við. „Þetta var úthugsað hjá Daða og ég reikna með að hann fái langt bann. Dómararnir voru sammála því að þetta hafi líklega verið útreiknað hjá Daða en þeir þurftu að bregðast við útaf því að Mantas fór í Daða eftir atvikið. Mér finnst að dómararnir hefðu átt að vera fljótari að skerast í leikinn og stoppa þetta. Þeir áttu að bregðast við þegar þeir sjá Daða ráðast á Mantas en þetta gerist auðvitað á einni sekúndu,“ segir Lárus. Lárus hafði ekki náð að ræða við Mantas þegar hann ræddi við blaðamann í leikslok. „Honum var náttúrulega vikið út úr húsi svo ég náði ekkert að tala við hann. Þegar einhver fellir þig, sparkar í þig liggjandi og hótar svo að kýla þig. Hvað gerir þú? Eðlilega reynir hann bara að verja sig. Þetta er fólskuleg áras,“ sagði Lárus. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. 75-85 ÍR | Þórsarar enn án sigurs ÍR-ingar unnu annan sigur sinn í röð í Dominos deild karla þegar þeir lögðu Þórsara að velli norðan heiða í kvöld. 25. október 2019 21:45 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var hundfúll eftir að hafa séð sína menn tapa með tíu stiga mun fyrir ÍR í 4.umferð Dominos deildar karla í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Lárus telur að ljótt atvik sem gerðist seint í þriðja leikhluta hafi farið með leikinn fyrir Þórsara. „Við byrjuðum vel en svo skaut Evan (Singletary) þeim inn í leikinn í öðrum leikhluta. Hann skoraði 25 stig í fyrri hálfleik. Svo voru ÍR-ingar með fólskubragð sem fer með leikinn fyrir okkur. Það var greinilegt að Daði var ekki nálægt frákastinu,“ segir Lárus. Þarna ræðir Lárus um Daða Berg Grétarsson, sem er fyrirliði ÍR, en honum var vikið úr húsi fyrir að ráðast á Mantas Virbalas, miðherja Þórs, eftir að sá síðarnefndi tók frákast. Hins vegar var Mantas sömuleiðis sendur úr húsi fyrir viðbrögð sín við árás Daða. „Hann byrjar á að fella Mantas og svo sparkar Daði í Mantas þegar hann liggur. Auðvitað bregðast menn við. Við hefðum unnið þennan leik ef Mantas hefði klárað leikinn,“ segir Lárus. Mantas Virbalas er lykilmaður í leik Þórs á meðan Daði er í aukahlutverki í liði ÍR og vill Lárus meina að þetta hafi verið þaulskipulögð áætlun hjá Daða. Lárus ræddi lengi við dómaratríóið eftir leik og segir þá hafa verið sammála því en þeir hafi engu að síður þurft að refsa Mantas fyrir að bregðast ókvæða við. „Þetta var úthugsað hjá Daða og ég reikna með að hann fái langt bann. Dómararnir voru sammála því að þetta hafi líklega verið útreiknað hjá Daða en þeir þurftu að bregðast við útaf því að Mantas fór í Daða eftir atvikið. Mér finnst að dómararnir hefðu átt að vera fljótari að skerast í leikinn og stoppa þetta. Þeir áttu að bregðast við þegar þeir sjá Daða ráðast á Mantas en þetta gerist auðvitað á einni sekúndu,“ segir Lárus. Lárus hafði ekki náð að ræða við Mantas þegar hann ræddi við blaðamann í leikslok. „Honum var náttúrulega vikið út úr húsi svo ég náði ekkert að tala við hann. Þegar einhver fellir þig, sparkar í þig liggjandi og hótar svo að kýla þig. Hvað gerir þú? Eðlilega reynir hann bara að verja sig. Þetta er fólskuleg áras,“ sagði Lárus.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. 75-85 ÍR | Þórsarar enn án sigurs ÍR-ingar unnu annan sigur sinn í röð í Dominos deild karla þegar þeir lögðu Þórsara að velli norðan heiða í kvöld. 25. október 2019 21:45 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Leik lokið: Þór Ak. 75-85 ÍR | Þórsarar enn án sigurs ÍR-ingar unnu annan sigur sinn í röð í Dominos deild karla þegar þeir lögðu Þórsara að velli norðan heiða í kvöld. 25. október 2019 21:45