Tólf fyrrverandi skjólstæðingar Vogs hafa látist á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2019 22:00 Tólf af fyrrum skjólstæðingum Vogs, á aldrinum 20-29 ára, hafa látist á árinu. Læknir á Vogi segir af ólöglegum vímuefnum sé hópurinn oftast háður örvandi efnum en einnig séu dæmi um fíkn í sterk verkjalyf. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa tólf manns úr sjúklingahópi SÁÁ á aldrinum 20-29 ára látist. „Það þýðir ekki endilega að þeir hafi verið nýbúnir að vera hjá okkur á þessu ári eða síðasta. Þetta þýðir einfaldlega að þeir hafa einhvern tímann komið til okkar vegna fíknisjúkdóms og útskrifast og hafa þá látist núna á árinu,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirFólkið geti hafa látist af öðrum osökum. „En maður leiðir að því líkum að oft eru þessi dauðsföll í tengslum við fíknisjúkdóminn.“ Árið 2017 voru dauðsföll á aldrinum 20-39 ára úr gagnagrunni SÁÁ 50 af 125 dauðsföllum Íslendinga, eða 40 prósent. Sama ár voru fimmtíu prósent ótímabærra dauðsfalla í aldurshópnum 20-24 ára sjúklingar SÁÁ. „Við sjáum það þegar við kíkjum á okkar gagnagrunn og tölur um látna að við virðumst eiga töluverðan hluta þeirra sem látast í þessum aldurshópum.“ Hildur segir að yngstu skjólstæðingarnir séu oftast háðir örvandi efnum en gríðarleg fjölgun hefur orðið á síðustu árum á innlögnum vegna fíknar í örvandi efni. „Yngsti aldurshópurinn okkar, það er eiginlega algengast að hann sé að koma og verða háður örvandi efnum. En við sjáum auðvitað að unga fólkið gefur stundum upp að hafa verið að nota sterkari verkjalyf og við höfum auðvitað áhyggjur af því.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Tólf af fyrrum skjólstæðingum Vogs, á aldrinum 20-29 ára, hafa látist á árinu. Læknir á Vogi segir af ólöglegum vímuefnum sé hópurinn oftast háður örvandi efnum en einnig séu dæmi um fíkn í sterk verkjalyf. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa tólf manns úr sjúklingahópi SÁÁ á aldrinum 20-29 ára látist. „Það þýðir ekki endilega að þeir hafi verið nýbúnir að vera hjá okkur á þessu ári eða síðasta. Þetta þýðir einfaldlega að þeir hafa einhvern tímann komið til okkar vegna fíknisjúkdóms og útskrifast og hafa þá látist núna á árinu,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirFólkið geti hafa látist af öðrum osökum. „En maður leiðir að því líkum að oft eru þessi dauðsföll í tengslum við fíknisjúkdóminn.“ Árið 2017 voru dauðsföll á aldrinum 20-39 ára úr gagnagrunni SÁÁ 50 af 125 dauðsföllum Íslendinga, eða 40 prósent. Sama ár voru fimmtíu prósent ótímabærra dauðsfalla í aldurshópnum 20-24 ára sjúklingar SÁÁ. „Við sjáum það þegar við kíkjum á okkar gagnagrunn og tölur um látna að við virðumst eiga töluverðan hluta þeirra sem látast í þessum aldurshópum.“ Hildur segir að yngstu skjólstæðingarnir séu oftast háðir örvandi efnum en gríðarleg fjölgun hefur orðið á síðustu árum á innlögnum vegna fíknar í örvandi efni. „Yngsti aldurshópurinn okkar, það er eiginlega algengast að hann sé að koma og verða háður örvandi efnum. En við sjáum auðvitað að unga fólkið gefur stundum upp að hafa verið að nota sterkari verkjalyf og við höfum auðvitað áhyggjur af því.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira