Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2019 19:13 Guðmundur var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. vísir/vilhelm „Þetta var frábær leikur. Það verður að segjast eins og er, fyrir utan fyrstu 5-6 mínúturnar þegar við vorum ekki í takti og klikkuðum á færum. Annars var þetta frábærlega spilaður leikur hjá okkur, í vörn og sókn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Svíþjóð, 26-27, í kvöld. Íslenska liðið byrjaði illa, sérstaklega í sókninni, en vann sig svo inn í leikinn. Íslendingar reyndust svo sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu sigri. Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur Íslendinga með fimm mörk. Alls komust níu leikmenn Íslands á blað í leiknum. Sóknin vel útfærð„Vörnin var alveg stórkostleg. Við héldum þeim í 26 mörkum á þeirra heimavelli sem er mjög gott. Við vorum með nýja menn eins og Svein [Jóhannsson] og þeir Ýmir [Örn Gíslason] voru að spila sinn fyrsta leik saman í vörninni. Það var margt jákvætt við þetta. Sóknin var vel útfærð. Við spiluðum ekki mörg leikkerfi en notuðum þau sem virkuðu aftur,“ sagði Guðmundur. „Í seinni hálfleik komum við svo með nýja hluti sem færðu okkur mjög góðar stöður í sókninni. Svo fengum við mörk úr hraðaupphlaupum.“ Íslenska liðið var manni færri í tólf mínútur í leiknum. Guðmundur kvaðst sáttur með hvernig Íslendingar leystu það. „Við spiluðum vörnina í undirtölunni mjög vel og unnum boltann nokkrum sinnum. Það var mjög sterkt hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Ánægður með nýju menninaÁðurnefndur Sveinn Jóhannsson, leikmaður Århus í Danmörku, lék sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann var í stóru hlutverki í miðri vörn Íslands. Guðmundur hrósaði honum sem og öðrum leikmönnum sem fengu eldskírn sína í kvöld. „Hann var mjög góður. Viggó [Kristjánsson] og Haukur [Þrastarson] komu líka vel inn í þetta. Það er erfitt að taka menn út en fyrst og síðast var þetta sigur liðsheildarinnar,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst þó sérstaklega ánægður með Kára Kristján Kristjánsson sem lék sinn fyrsta landsleik í um tvö ár. Eyjamaðurinn stóð fyrir sínu á línunni, skoraði fjögur mörk og reyndist varnarmönnum Svía erfiður. Kári var frábær„Það er ekkert launungarmál að ég var mjög ánægður með hann. Hann var frábær á línunni. Þeir áttu erfitt með hann. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland og Svíþjóð mætast aftur á sunnudaginn. Guðmundur segir að þeir leikmenn sem léku lítið í kvöld fái fleiri mínútur í seinni leiknum. „Stefnan var að nota alla leikmennina í þessum tveimur leikjum og við munum standa við það. Aðrir leikmenn, sem spiluðu ekki mikið í dag, koma til að fá tækifæri á sunnudaginn,“ sagði Guðmundur að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Sjá meira
„Þetta var frábær leikur. Það verður að segjast eins og er, fyrir utan fyrstu 5-6 mínúturnar þegar við vorum ekki í takti og klikkuðum á færum. Annars var þetta frábærlega spilaður leikur hjá okkur, í vörn og sókn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Svíþjóð, 26-27, í kvöld. Íslenska liðið byrjaði illa, sérstaklega í sókninni, en vann sig svo inn í leikinn. Íslendingar reyndust svo sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu sigri. Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur Íslendinga með fimm mörk. Alls komust níu leikmenn Íslands á blað í leiknum. Sóknin vel útfærð„Vörnin var alveg stórkostleg. Við héldum þeim í 26 mörkum á þeirra heimavelli sem er mjög gott. Við vorum með nýja menn eins og Svein [Jóhannsson] og þeir Ýmir [Örn Gíslason] voru að spila sinn fyrsta leik saman í vörninni. Það var margt jákvætt við þetta. Sóknin var vel útfærð. Við spiluðum ekki mörg leikkerfi en notuðum þau sem virkuðu aftur,“ sagði Guðmundur. „Í seinni hálfleik komum við svo með nýja hluti sem færðu okkur mjög góðar stöður í sókninni. Svo fengum við mörk úr hraðaupphlaupum.“ Íslenska liðið var manni færri í tólf mínútur í leiknum. Guðmundur kvaðst sáttur með hvernig Íslendingar leystu það. „Við spiluðum vörnina í undirtölunni mjög vel og unnum boltann nokkrum sinnum. Það var mjög sterkt hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Ánægður með nýju menninaÁðurnefndur Sveinn Jóhannsson, leikmaður Århus í Danmörku, lék sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann var í stóru hlutverki í miðri vörn Íslands. Guðmundur hrósaði honum sem og öðrum leikmönnum sem fengu eldskírn sína í kvöld. „Hann var mjög góður. Viggó [Kristjánsson] og Haukur [Þrastarson] komu líka vel inn í þetta. Það er erfitt að taka menn út en fyrst og síðast var þetta sigur liðsheildarinnar,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst þó sérstaklega ánægður með Kára Kristján Kristjánsson sem lék sinn fyrsta landsleik í um tvö ár. Eyjamaðurinn stóð fyrir sínu á línunni, skoraði fjögur mörk og reyndist varnarmönnum Svía erfiður. Kári var frábær„Það er ekkert launungarmál að ég var mjög ánægður með hann. Hann var frábær á línunni. Þeir áttu erfitt með hann. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland og Svíþjóð mætast aftur á sunnudaginn. Guðmundur segir að þeir leikmenn sem léku lítið í kvöld fái fleiri mínútur í seinni leiknum. „Stefnan var að nota alla leikmennina í þessum tveimur leikjum og við munum standa við það. Aðrir leikmenn, sem spiluðu ekki mikið í dag, koma til að fá tækifæri á sunnudaginn,“ sagði Guðmundur að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Sjá meira
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45