Ungur maður grunaður um tilraun til manndráps laus úr haldi Jakob Bjarnar og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 25. október 2019 16:27 Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps hefur nú verið látinn laus úr haldi. Fórnarlambið var á þeim tíma kærasta hans. Vísir greindi frá málinu á mánudaginn fyrr í þessari viku en þá var sagt af því að maðurinn væri í einangrun. Málið var rannsakað sem tilraun til manndráps. Unnsteinn Elvarsson, verjandi mannsins, staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu; að maðurinn sé nú laus úr haldi. „Í mínum huga var enginn forsenda fyrir því að halda manninum. Í fyrstu var þetta byggt á rannsóknarhagsmunum sem eru ekki lengur til staðar. Enda er búið að yfirheyra alla sem í hlut eiga að mínu mati,“ segir Unnsteinn. Hann bendir á að grundvöllur gæsluvarðhalds hafi verið rannsóknarhagsmunir í fyrstu, þá almannahagsmunir en þeim hagsmunum sé ekki til að dreifa lengur.Uppfært klukkan 19:55: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið snemma á sjöunda tímanum:Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna yfir karlmanni um tvítugt vegna alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík um síðustu helgi. Maðurinn er því laus úr haldi, en úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar.Áður hafði lögreglan tekið ákvörðun um að karlmanninum yrði gert að sæta sex mánaða nálgunarbanni gagnvart brotaþola.Maðurinn var handtekinn á vettvangi miðsvæðis í borginni um síðustu helgi og í kjölfarið úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en það rann út í dag. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps hefur nú verið látinn laus úr haldi. Fórnarlambið var á þeim tíma kærasta hans. Vísir greindi frá málinu á mánudaginn fyrr í þessari viku en þá var sagt af því að maðurinn væri í einangrun. Málið var rannsakað sem tilraun til manndráps. Unnsteinn Elvarsson, verjandi mannsins, staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu; að maðurinn sé nú laus úr haldi. „Í mínum huga var enginn forsenda fyrir því að halda manninum. Í fyrstu var þetta byggt á rannsóknarhagsmunum sem eru ekki lengur til staðar. Enda er búið að yfirheyra alla sem í hlut eiga að mínu mati,“ segir Unnsteinn. Hann bendir á að grundvöllur gæsluvarðhalds hafi verið rannsóknarhagsmunir í fyrstu, þá almannahagsmunir en þeim hagsmunum sé ekki til að dreifa lengur.Uppfært klukkan 19:55: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið snemma á sjöunda tímanum:Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna yfir karlmanni um tvítugt vegna alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík um síðustu helgi. Maðurinn er því laus úr haldi, en úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar.Áður hafði lögreglan tekið ákvörðun um að karlmanninum yrði gert að sæta sex mánaða nálgunarbanni gagnvart brotaþola.Maðurinn var handtekinn á vettvangi miðsvæðis í borginni um síðustu helgi og í kjölfarið úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en það rann út í dag.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09