Heimsklassa ólympísk glíma gegn heimsklassa jiu-jitsu Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. október 2019 10:00 Létt yfir Maia og Askren í vigtuninni. Vísir/Getty Það má með sanni segja að alvöru glímubardagi sé á dagskrá þegar UFC heimsækir Singapúr á laugardaginn. Tveir af bestu glímumönnum UFC, þeir Demian Maia og Ben Askren, mætast þá í aðalbardaganum. Þeir Demian Maia og Ben Askren eru báðir frábærir glímumenn en með ólíka stíla. Demian Maia er einn besti jiu-jitsu maður í sögu MMA og hefur unnið 13 bardaga með uppgjafartaki. Þessi brasilíski bardagamaður er með þá augljósu leikáætlun að taka menn niður og reyna að klára þá með hengingu. Ben Askren skaraði fram úr í ólympískri glímu og vann tvo titla í efstu deild bandarísku háskólaglímunnar. Hann komst svo á Ólympíuleikana 2008 en komst ekki langt og snéri sér að MMA eftir það. Líkt og Maia er Askren með augljósa leikáætlun þar sem hann vill bara taka andstæðinga sína niður. Jorge Masvidal las hann því eins og opna bók í sumar og smellhitti með fljúgandi hné. UFC ferill Askren hefur því ekki byrjað eins vel og vonir stóðu til en nú fær hann andstæðing sem vill glíma við sig. Þar sem báðir eru glímumenn verður virkilega áhugavert að sjá þessa tvo ólíku stíla mætast í búrinu. Askren er tölvuert betri að ná fellum en Maia er betri að klára með uppgjafartaki. Það verður sennilega erfitt fyrir Maia að taka Askren niður. Maia hefur mætt þremur sterkum glímumönnum (Tyron Woodley, Colby Covington og Kamaru Usman) á undanförnum árum og tókst aldrei að ná þeim niður í 49 tilraunum. Það verður því áhugavert að sjá hvernig glíma þeirra þróast ef þetta fer í gólfið og verður spennandi að sjá stöðubaráttur þeirra í gólfinu. Átta af tíu sigrum Maia eftir uppgjafartök í UFC hafa verið eftir „rear naked choke“ hengingu þegar hann nær baki andstæðingsins. Stærsti möguleiki Maia er því þegar hann kemst á bak andstæðingsins. Styrkleikar beggja eru í glímunni og vonandi fer bardaginn fram sem minnst í standandi viðureign. Glíma beggja er svo margfalt betra en boxið hjá þeim að það væri hreinlega synd ef bardaginn færi ekki í gólfið. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Singapúr á laugardaginn. Bardagakvöldið er á besta tíma en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 12:00 á Stöð 2 Sport 2. MMA Tengdar fréttir Askren: Ég myndi fara eins með Gunna og Maia gerði á sínum tíma Vísir fékk hinn skemmtilega Ben Askren í viðtal í O2 Arena í gær þegar hann var nýbúinn að fara á kostum á sviði hallarinnar þar sem áhorfendur máttu spyrja hann spjörunum úr. 16. mars 2019 13:30 Drullar yfir helstu stjörnur UFC Bardagakappinn Ben Askren er á leið yfir í UFC og þó svo hann sé ekki kominn þangað formlega er hann þegar búinn að skapa mikinn usla. 26. október 2018 14:00 Draumur UFC-aðdáenda verður að veruleika Nate Diaz og Jorge Masvidal verða aðalatriðið á UFC 244 í New York. Þar verður barist um hver sé "The baddest motherfucker“ í UFC. Titill sem toppar líklega öll belti. 9. september 2019 22:45 Ósannfærandi sigur Jon Jones og fljótasta rothögg í sögu UFC UFC 239 fór fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið var stórskemmtilegt þar sem sögulegur sigur leit dagsins ljós. 7. júlí 2019 06:14 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Sjá meira
Það má með sanni segja að alvöru glímubardagi sé á dagskrá þegar UFC heimsækir Singapúr á laugardaginn. Tveir af bestu glímumönnum UFC, þeir Demian Maia og Ben Askren, mætast þá í aðalbardaganum. Þeir Demian Maia og Ben Askren eru báðir frábærir glímumenn en með ólíka stíla. Demian Maia er einn besti jiu-jitsu maður í sögu MMA og hefur unnið 13 bardaga með uppgjafartaki. Þessi brasilíski bardagamaður er með þá augljósu leikáætlun að taka menn niður og reyna að klára þá með hengingu. Ben Askren skaraði fram úr í ólympískri glímu og vann tvo titla í efstu deild bandarísku háskólaglímunnar. Hann komst svo á Ólympíuleikana 2008 en komst ekki langt og snéri sér að MMA eftir það. Líkt og Maia er Askren með augljósa leikáætlun þar sem hann vill bara taka andstæðinga sína niður. Jorge Masvidal las hann því eins og opna bók í sumar og smellhitti með fljúgandi hné. UFC ferill Askren hefur því ekki byrjað eins vel og vonir stóðu til en nú fær hann andstæðing sem vill glíma við sig. Þar sem báðir eru glímumenn verður virkilega áhugavert að sjá þessa tvo ólíku stíla mætast í búrinu. Askren er tölvuert betri að ná fellum en Maia er betri að klára með uppgjafartaki. Það verður sennilega erfitt fyrir Maia að taka Askren niður. Maia hefur mætt þremur sterkum glímumönnum (Tyron Woodley, Colby Covington og Kamaru Usman) á undanförnum árum og tókst aldrei að ná þeim niður í 49 tilraunum. Það verður því áhugavert að sjá hvernig glíma þeirra þróast ef þetta fer í gólfið og verður spennandi að sjá stöðubaráttur þeirra í gólfinu. Átta af tíu sigrum Maia eftir uppgjafartök í UFC hafa verið eftir „rear naked choke“ hengingu þegar hann nær baki andstæðingsins. Stærsti möguleiki Maia er því þegar hann kemst á bak andstæðingsins. Styrkleikar beggja eru í glímunni og vonandi fer bardaginn fram sem minnst í standandi viðureign. Glíma beggja er svo margfalt betra en boxið hjá þeim að það væri hreinlega synd ef bardaginn færi ekki í gólfið. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Singapúr á laugardaginn. Bardagakvöldið er á besta tíma en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 12:00 á Stöð 2 Sport 2.
MMA Tengdar fréttir Askren: Ég myndi fara eins með Gunna og Maia gerði á sínum tíma Vísir fékk hinn skemmtilega Ben Askren í viðtal í O2 Arena í gær þegar hann var nýbúinn að fara á kostum á sviði hallarinnar þar sem áhorfendur máttu spyrja hann spjörunum úr. 16. mars 2019 13:30 Drullar yfir helstu stjörnur UFC Bardagakappinn Ben Askren er á leið yfir í UFC og þó svo hann sé ekki kominn þangað formlega er hann þegar búinn að skapa mikinn usla. 26. október 2018 14:00 Draumur UFC-aðdáenda verður að veruleika Nate Diaz og Jorge Masvidal verða aðalatriðið á UFC 244 í New York. Þar verður barist um hver sé "The baddest motherfucker“ í UFC. Titill sem toppar líklega öll belti. 9. september 2019 22:45 Ósannfærandi sigur Jon Jones og fljótasta rothögg í sögu UFC UFC 239 fór fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið var stórskemmtilegt þar sem sögulegur sigur leit dagsins ljós. 7. júlí 2019 06:14 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Sjá meira
Askren: Ég myndi fara eins með Gunna og Maia gerði á sínum tíma Vísir fékk hinn skemmtilega Ben Askren í viðtal í O2 Arena í gær þegar hann var nýbúinn að fara á kostum á sviði hallarinnar þar sem áhorfendur máttu spyrja hann spjörunum úr. 16. mars 2019 13:30
Drullar yfir helstu stjörnur UFC Bardagakappinn Ben Askren er á leið yfir í UFC og þó svo hann sé ekki kominn þangað formlega er hann þegar búinn að skapa mikinn usla. 26. október 2018 14:00
Draumur UFC-aðdáenda verður að veruleika Nate Diaz og Jorge Masvidal verða aðalatriðið á UFC 244 í New York. Þar verður barist um hver sé "The baddest motherfucker“ í UFC. Titill sem toppar líklega öll belti. 9. september 2019 22:45
Ósannfærandi sigur Jon Jones og fljótasta rothögg í sögu UFC UFC 239 fór fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið var stórskemmtilegt þar sem sögulegur sigur leit dagsins ljós. 7. júlí 2019 06:14