Ætla nú að senda fleiri hermenn og jafnvel skriðdreka til Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2019 15:19 Esper ræddi við blaðamenn í höfuðstöðvum NATO í Brussel í dag. AP/Virginia Mayo Bandaríkin ætla að skilja fleiri hermenn en áður hefur komið fram eftir í Sýrlandi með því markmiði að velja ríkar olíulindir gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Þetta kom fram í máli Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, nú í dag. Þar að auki verða fleiri hermenn sendir á svæðið auk skriðdreka og annarra brynvarðra farartækja. Esper vildi ekki segja hve marga hermenn væri um að ræða. Ummæli varnarmálaráðherrans eru til marks um óvissa stefnu Bandaríkjanna í Sýrlandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að allir hermenn í Sýrlandi, um þúsund talsins, yrðu kallaðir heim. Svo sagði hann að um 200 yrðu eftir í landinu. Esper sagði svo að hermennirnir sem færu frá Sýrlandi myndu ekki koma aftur til Bandaríkjanna heldur vera í Írak og halda þar áfram að berjast gegn ISIS. Yfirvöld Írak segja það þó hins vegar ekki koma til greina. Trump tísti svo í dag og sagði hermennina sem um ræðir vera að fara „á aðra staði“ og væru þeir á „LEIÐINNI HEIM!“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann einnig í umræddum tístum að búið væri að tryggja öryggi olíunnar.Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan Pentagon, höfuðstöðva herafla Bandaríkjanna, segja að Bandaríkin vilji tryggja að vígamenn Íslamska ríkisins komi höndunum ekki yfir olíulindir á svæðinu og geti nýtt tekjur frá þeim til að byggja samtökin upp á nýjan leik.Forsvarsmenn hersins hafa að undanförnu þrýst á Trump og embættismenn og vilja hafa viðveru í Sýrlandi því þrátt fyrir að kalífadæmi ISIS hafi verið sigrað er áætlað að tugir þúsunda í Sýrlandi og Írak tilheyri enn samtökunum. Þeir segja umræddar olíulindir mikilvægar vegna þessa. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Bandaríkin ætla að skilja fleiri hermenn en áður hefur komið fram eftir í Sýrlandi með því markmiði að velja ríkar olíulindir gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Þetta kom fram í máli Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, nú í dag. Þar að auki verða fleiri hermenn sendir á svæðið auk skriðdreka og annarra brynvarðra farartækja. Esper vildi ekki segja hve marga hermenn væri um að ræða. Ummæli varnarmálaráðherrans eru til marks um óvissa stefnu Bandaríkjanna í Sýrlandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að allir hermenn í Sýrlandi, um þúsund talsins, yrðu kallaðir heim. Svo sagði hann að um 200 yrðu eftir í landinu. Esper sagði svo að hermennirnir sem færu frá Sýrlandi myndu ekki koma aftur til Bandaríkjanna heldur vera í Írak og halda þar áfram að berjast gegn ISIS. Yfirvöld Írak segja það þó hins vegar ekki koma til greina. Trump tísti svo í dag og sagði hermennina sem um ræðir vera að fara „á aðra staði“ og væru þeir á „LEIÐINNI HEIM!“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann einnig í umræddum tístum að búið væri að tryggja öryggi olíunnar.Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan Pentagon, höfuðstöðva herafla Bandaríkjanna, segja að Bandaríkin vilji tryggja að vígamenn Íslamska ríkisins komi höndunum ekki yfir olíulindir á svæðinu og geti nýtt tekjur frá þeim til að byggja samtökin upp á nýjan leik.Forsvarsmenn hersins hafa að undanförnu þrýst á Trump og embættismenn og vilja hafa viðveru í Sýrlandi því þrátt fyrir að kalífadæmi ISIS hafi verið sigrað er áætlað að tugir þúsunda í Sýrlandi og Írak tilheyri enn samtökunum. Þeir segja umræddar olíulindir mikilvægar vegna þessa.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira