Samstarf Íslands við ESB í loftslagsmálum fært inn í EES-samninginn Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 14:22 Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands, fer með formennsku í sameiginlegu EES-nefndinni. Við hlið hans stiru Hege Marie Hoff, varaframkvæmdastjóri EFTA. EFTA Sameiginlega EES-nefndin samþykkti að fella samkomulag Íslands og Evrópusambandsins um sameiginlegt losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu inn í EES-samninginn í dag. Með samkomulaginu nær samstarfið í loftslagsmálum til fleiri losunaruppspretta en áður. Íslensk stjórnvöld tilkynntu árið 2015 að þau ætluðu að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun fyrir árið 2030 miðað við losun árið 1990 gagnvart Parísarsamkomulaginu sem var undirritað það ár. Í fyrra var tilkynnt að hlutdeild Íslands í sameiginlega markmiðinu yrði 29% samdráttur í losun árið 2030 borið saman við árið 2005 fyrir utan evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS) sem Íslands hefur átt aðild að frá árinu 2008. Stefna ríkisstjórnar Íslands er engu að síður 40% samdráttur í losun.Samþykkt sameiginlegu EES-nefndarinnar í dag felur í sér að samkomulag Íslands og Noregs við Evrópusambandið um sameiginlega loftslagsmarkmiðið verður fellt inn í EES-samninginn. Samevrópska samstarfið nái ekki lengur aðeins til viðskiptakerfisins fyrir iðnað heldur einnig til losunar frá landbúnaði, samgöngum, úrgangi og byggingum auk kolefnisbindingar með landnotkun og skógnýtingu. Með ákvörðun EES-nefndarinnar, sem er háð samþykki Alþingis, skuldbindur Ísland sig til bindandi árlegra markmiða um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem fellur utan ETS-viðskiptakerfisins frá 2021 til 2030. Þá þurfa íslensk stjórnvöld að tryggja að losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógnýtingu verði jöfnuð út með kolefnisbindingu. Evrópusambandið Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Sameiginlega EES-nefndin samþykkti að fella samkomulag Íslands og Evrópusambandsins um sameiginlegt losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu inn í EES-samninginn í dag. Með samkomulaginu nær samstarfið í loftslagsmálum til fleiri losunaruppspretta en áður. Íslensk stjórnvöld tilkynntu árið 2015 að þau ætluðu að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun fyrir árið 2030 miðað við losun árið 1990 gagnvart Parísarsamkomulaginu sem var undirritað það ár. Í fyrra var tilkynnt að hlutdeild Íslands í sameiginlega markmiðinu yrði 29% samdráttur í losun árið 2030 borið saman við árið 2005 fyrir utan evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS) sem Íslands hefur átt aðild að frá árinu 2008. Stefna ríkisstjórnar Íslands er engu að síður 40% samdráttur í losun.Samþykkt sameiginlegu EES-nefndarinnar í dag felur í sér að samkomulag Íslands og Noregs við Evrópusambandið um sameiginlega loftslagsmarkmiðið verður fellt inn í EES-samninginn. Samevrópska samstarfið nái ekki lengur aðeins til viðskiptakerfisins fyrir iðnað heldur einnig til losunar frá landbúnaði, samgöngum, úrgangi og byggingum auk kolefnisbindingar með landnotkun og skógnýtingu. Með ákvörðun EES-nefndarinnar, sem er háð samþykki Alþingis, skuldbindur Ísland sig til bindandi árlegra markmiða um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem fellur utan ETS-viðskiptakerfisins frá 2021 til 2030. Þá þurfa íslensk stjórnvöld að tryggja að losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógnýtingu verði jöfnuð út með kolefnisbindingu.
Evrópusambandið Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira