Bardagi Diaz og Masvidal er í uppnámi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. október 2019 11:00 Það verða margir svekktir ef ekki verður af bardaga Diaz og Masvidal. Bardaginn sem UFC-unnendur báðu um. vísir/getty Nate Diaz gaf það út í gær að hann myndi ekki berjast gegn Jorge Masvidal í New York þann 2. nóvember þar sem lyfjapróf hjá honum hafi komið óeðlilega út. MMA-heimurinn trúir því ekki sem er að gerast. Diaz segir reyndar að þetta sé algjört kjaftæði enda borði hann eingöngu náttúrulega fæðu. Hann gefur í skyn að verið sé að reyna að bregða fyrir sig fæti. Það á að hafa verið hátt magn af ótilgreindu efni í lyfjaprófi Diaz sem ku hafa komið úr skemmdu fæðubótarefni.Your all on steroids not me pic.twitter.com/ykrZmRIoPS — Nathan Diaz (@NateDiaz209) October 24, 2019 Það væri mjög óvænt ef Diaz hefði fallið á lyfjaprófi og meira að segja andstæðingur hans, Masvidal, efast ekki um að Diaz sé hreinn. Hann segir að bardaginn muni fara fram sama hvað lyfjaeftirlitið segi.You not the baddest mofo in the game (i am) but you are one of the cleanest mofo’s @NateDiaz209 I’ll see you nov 2. I know your name is clean. I don’t need @usantidoping to tell me shit! — Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) October 24, 2019 UFC er að skoða málið og nú í morgun var ekki búið að blása bardagann af. USADA lyfjaeftirlitsstofnunin hefur heldur ekki sett Diaz í bann. Það er aftur á móti mjög áhugavert að Diaz segi að hann hafi verið beðinn um að halda niðurstöðu lyfjaprófsins leyndu. Hann vill ekki taka þátt í slíku kjaftæði eins og lesa má hér að ofan. Þetta mál minnir svolítið á mál Neil Magny frá því í maí. Þá fundust agnir af óeðlilegu efni sem líka er talið að hafi komið úr skemmdu fæðubótarefni. Magny var ekki dæmdur í bann. Ef Diaz berst ekki mun UFC samt ætla að koma Masvidal í búrið. Heimildir bandarískra fjölmiðla herma að Leon Edwards hafi verið greitt fyrir að halda sér í formi ef eitthvað kæmi upp á. Svo hefur meistarinn Kamaru Usman boðið sig fram í að berjast ef á þarf að halda. Menn hafa almennt takmarkaða trú á því að hann myndi standa við þau stóru orð. Þeir bjartsýnustu vonast svo til þess að Conor McGregor stígi inn en hann boðaði endurkomu sína í Rússlandi í gær. MMA Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Fleiri fréttir Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sjá meira
Nate Diaz gaf það út í gær að hann myndi ekki berjast gegn Jorge Masvidal í New York þann 2. nóvember þar sem lyfjapróf hjá honum hafi komið óeðlilega út. MMA-heimurinn trúir því ekki sem er að gerast. Diaz segir reyndar að þetta sé algjört kjaftæði enda borði hann eingöngu náttúrulega fæðu. Hann gefur í skyn að verið sé að reyna að bregða fyrir sig fæti. Það á að hafa verið hátt magn af ótilgreindu efni í lyfjaprófi Diaz sem ku hafa komið úr skemmdu fæðubótarefni.Your all on steroids not me pic.twitter.com/ykrZmRIoPS — Nathan Diaz (@NateDiaz209) October 24, 2019 Það væri mjög óvænt ef Diaz hefði fallið á lyfjaprófi og meira að segja andstæðingur hans, Masvidal, efast ekki um að Diaz sé hreinn. Hann segir að bardaginn muni fara fram sama hvað lyfjaeftirlitið segi.You not the baddest mofo in the game (i am) but you are one of the cleanest mofo’s @NateDiaz209 I’ll see you nov 2. I know your name is clean. I don’t need @usantidoping to tell me shit! — Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) October 24, 2019 UFC er að skoða málið og nú í morgun var ekki búið að blása bardagann af. USADA lyfjaeftirlitsstofnunin hefur heldur ekki sett Diaz í bann. Það er aftur á móti mjög áhugavert að Diaz segi að hann hafi verið beðinn um að halda niðurstöðu lyfjaprófsins leyndu. Hann vill ekki taka þátt í slíku kjaftæði eins og lesa má hér að ofan. Þetta mál minnir svolítið á mál Neil Magny frá því í maí. Þá fundust agnir af óeðlilegu efni sem líka er talið að hafi komið úr skemmdu fæðubótarefni. Magny var ekki dæmdur í bann. Ef Diaz berst ekki mun UFC samt ætla að koma Masvidal í búrið. Heimildir bandarískra fjölmiðla herma að Leon Edwards hafi verið greitt fyrir að halda sér í formi ef eitthvað kæmi upp á. Svo hefur meistarinn Kamaru Usman boðið sig fram í að berjast ef á þarf að halda. Menn hafa almennt takmarkaða trú á því að hann myndi standa við þau stóru orð. Þeir bjartsýnustu vonast svo til þess að Conor McGregor stígi inn en hann boðaði endurkomu sína í Rússlandi í gær.
MMA Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Fleiri fréttir Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sjá meira