Háar fjárhæðir árlega frá ríkinu vegna ORRA Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. október 2019 06:00 Bjarni Benediktsson sagði í umræðum á Alþingi fyrr í mánuðinum að tilefni væri til að skoða framkvæmdina um kerfið. Rætt hefði verið um málið í ráðuneytinu en engar tillögur að lausn lægju fyrir. Fréttablaðið/ERNIR Kostnaður ríkisins við ORRA, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, var tæpur tveir og hálfur milljarður á árunum 2009 til 2018. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Upprunalegur þróunarkostnaður við hugbúnaðinn var einn og hálfur milljarður sem féll til á árunum 2001 til 2005. Kerfið sem þróað var fyrir ríkið er í eigu fyrirtækisins Oracle og eftir atvikum Advania. Kostnaður ríkisins við kerfið er því ekki undir fjórum milljörðum á þeim tæpu tveim áratugum sem liðnir eru frá því þróun þess hófst upp úr aldamótum. Í svari við fyrirspurn frá síðasta þingi kemur fram að á árinu 2018 var viðhaldskostnaður við kerfið 275 milljónir, en ný útgáfa þess var innleidd á árinu sem kostaði rúmar 163 milljónir. Rekstrarkostnaður vegna kerfisins kostaði tæpar 400 milljónir í fyrra.„Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild sem héldi eignarhaldi á hugbúnaðinum í opinberri eigu,“ segir Björn Leví. Óábyrgt sé að ríkið eyði svona fjárhæðum í hugbúnað án þess að eiga leyfið á honum. Eignarhald ríkisins á hugbúnaði þurfi jafnvel ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða þróunarvinnu út. Hugbúnaðarkerfið og eignarhald þess var rætt í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í mánuðinum og sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við það tækifæri að hætta væri á því að ríkið festist í viðskiptum við þá aðila sem taka að sér að þróa hugbúnað og séu eigendur hans. „Í því felst þá að það getur orðið óyfirstíganlegt að hætta þeim viðskiptum og leita eitthvert annað,“ sagði Bjarni. Fyrirspyrjandinn í það skipti, Helgi Hrafn Gunnarsson, rifjaði upp að á síðasta kjörtímabili hefðu komið fram efasemdir hjá þingmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um kosti þess að ríkið væri að fjármagna sérsmíðaðan hugbúnað sem endi síðan ekki í eignarhaldi ríkisins.Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttablaðið/ERNIR Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild„Því miður hefur mér í gegnum árin sýnst þetta vera ákveðin venja, að opinberar stofnanir þurfa sérlausnir, jafnvel sérsniðnar að sínum þörfum, ráða eitthvert hugbúnaðarfyrirtæki sem er eflaust fínt og frábært, eins og Advania, til að búa til þá lausn en svo á framleiðandinn enn þá vöruna og ríkið er fast í viðjum þess fyrirtækis það sem eftir er ef ekki á að byrja upp á nýtt,“ sagði Helgi Hrafn. Hann vísaði til álits stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 2014 þess efnis að endurskoða þyfti eignarhaldið á kerfinu, með það fyrir augum að ríkið geti nýtt það fyrir allar stofnanir sínar án þess að þurfa að kaupa aðgang að því fyrir hverja og eina ríkisstofnun. Bjarni sagði málið hafa verið rætt í fjármálaráðuneytinu og málið væri mikilvægt. Tillaga að lausn til framtíðar hefði hins vegar ekki verið mótuð. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Kostnaður ríkisins við ORRA, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, var tæpur tveir og hálfur milljarður á árunum 2009 til 2018. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Upprunalegur þróunarkostnaður við hugbúnaðinn var einn og hálfur milljarður sem féll til á árunum 2001 til 2005. Kerfið sem þróað var fyrir ríkið er í eigu fyrirtækisins Oracle og eftir atvikum Advania. Kostnaður ríkisins við kerfið er því ekki undir fjórum milljörðum á þeim tæpu tveim áratugum sem liðnir eru frá því þróun þess hófst upp úr aldamótum. Í svari við fyrirspurn frá síðasta þingi kemur fram að á árinu 2018 var viðhaldskostnaður við kerfið 275 milljónir, en ný útgáfa þess var innleidd á árinu sem kostaði rúmar 163 milljónir. Rekstrarkostnaður vegna kerfisins kostaði tæpar 400 milljónir í fyrra.„Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild sem héldi eignarhaldi á hugbúnaðinum í opinberri eigu,“ segir Björn Leví. Óábyrgt sé að ríkið eyði svona fjárhæðum í hugbúnað án þess að eiga leyfið á honum. Eignarhald ríkisins á hugbúnaði þurfi jafnvel ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða þróunarvinnu út. Hugbúnaðarkerfið og eignarhald þess var rætt í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í mánuðinum og sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við það tækifæri að hætta væri á því að ríkið festist í viðskiptum við þá aðila sem taka að sér að þróa hugbúnað og séu eigendur hans. „Í því felst þá að það getur orðið óyfirstíganlegt að hætta þeim viðskiptum og leita eitthvert annað,“ sagði Bjarni. Fyrirspyrjandinn í það skipti, Helgi Hrafn Gunnarsson, rifjaði upp að á síðasta kjörtímabili hefðu komið fram efasemdir hjá þingmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um kosti þess að ríkið væri að fjármagna sérsmíðaðan hugbúnað sem endi síðan ekki í eignarhaldi ríkisins.Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttablaðið/ERNIR Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild„Því miður hefur mér í gegnum árin sýnst þetta vera ákveðin venja, að opinberar stofnanir þurfa sérlausnir, jafnvel sérsniðnar að sínum þörfum, ráða eitthvert hugbúnaðarfyrirtæki sem er eflaust fínt og frábært, eins og Advania, til að búa til þá lausn en svo á framleiðandinn enn þá vöruna og ríkið er fast í viðjum þess fyrirtækis það sem eftir er ef ekki á að byrja upp á nýtt,“ sagði Helgi Hrafn. Hann vísaði til álits stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 2014 þess efnis að endurskoða þyfti eignarhaldið á kerfinu, með það fyrir augum að ríkið geti nýtt það fyrir allar stofnanir sínar án þess að þurfa að kaupa aðgang að því fyrir hverja og eina ríkisstofnun. Bjarni sagði málið hafa verið rætt í fjármálaráðuneytinu og málið væri mikilvægt. Tillaga að lausn til framtíðar hefði hins vegar ekki verið mótuð.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira