Innlent

Sagði „heimskautaref“ hafa hlaupið í veg fyrir bílinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skyggni var afar slæmt á vettvangi.
Skyggni var afar slæmt á vettvangi. Mynd/lögregla
Lögreglu á Norðurlandi vestra var tilkynnt um að bifreið ferðamanna hefði hafnað utan vegar á þjóðveginum um Langadal í kvöld. Hvorki urðu meiðsl á ökumanni né farþegum við óhappið. Lögregla segir ökumanninn hafa gefið þá skýringu að „arctic fox“, eða heimskautarefur, hefði hlaupið í veg fyrir bílinn og ökumanninum því fipast aksturinn.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að bifreiðin, sem var lítið skemmd, hafi verið dregin upp á veginn með dráttarbifreið og gátu ferðalangarnir því haldið áfram för sinni. Á meðfylgjandi mynd sem lögregla birtir með tilkynningu sést að skyggni var afar slæmt á vettvangi.

Veður hefur verið með versta móti í umdæmi lögreglu á Vesturlandi í dag. Í tilkynningu kemur fram að þar hafi verið blindhríð og mikill skafrenningur. Sem betur fer hafi þó ekki orðið alvarleg umferðaróhöpp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×