Loo segist hafa farið að öllum reglum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. október 2019 20:30 Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village sem rekur ferðaþjónustu á jörðinni Leyni 2 í Rangárþingi ytra fyrir malasíska fjárfesta segir að hjólhýsi sem höfðu verið tengd við fráveitu í óleyfi á svæðinu hafi verið fjarlægð. „Það voru gildrur og svo gátum við fjarlægt úrganginn. Þetta var ný leið til þess að hreinsa þessa kassa sem söfnuðu í sig. Nú erum við aftur farin að gera þetta á hefðbundin hátt,“ segir Loo.Loo með starfsleyfið.Fyrirtækið hefur leigt út hjólhýsi á svæðinu síðan í maí og er að reisa heilsárstjöld eða byggingar á jörðunum Leyni 2 og þrjú. Framkvæmdastjórinn segist hafa öll leyfi fyrir starfseminni og bendir á leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. „Hér stendur að við megum leggja hjólhýsum þarna,“ segir Loo og sýnir fréttamanni starfsleyfi.Og leigja hjólhýsi út? „Já.“ Sigrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands skrifar undir starfsleyfið. Hún sagði í samtali við fréttastofu að leyfið væri aðeins fyrir hefðbundnu tjaldstæði en væri ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Loo hefði verið gert það ljóst fyrir tíu dögum. Hann segist vera í góðri trú og sé með marga ráðgjafa eins og lögfræðistofuna Lex, Price Waterhous Coopers og verkfræðisstofuna Eflu sér til liðsinnis.Telurðu þig hafa fylgt öllum reglum hérna á Íslandi? „Já.“ Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í dag. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village sem rekur ferðaþjónustu á jörðinni Leyni 2 í Rangárþingi ytra fyrir malasíska fjárfesta segir að hjólhýsi sem höfðu verið tengd við fráveitu í óleyfi á svæðinu hafi verið fjarlægð. „Það voru gildrur og svo gátum við fjarlægt úrganginn. Þetta var ný leið til þess að hreinsa þessa kassa sem söfnuðu í sig. Nú erum við aftur farin að gera þetta á hefðbundin hátt,“ segir Loo.Loo með starfsleyfið.Fyrirtækið hefur leigt út hjólhýsi á svæðinu síðan í maí og er að reisa heilsárstjöld eða byggingar á jörðunum Leyni 2 og þrjú. Framkvæmdastjórinn segist hafa öll leyfi fyrir starfseminni og bendir á leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. „Hér stendur að við megum leggja hjólhýsum þarna,“ segir Loo og sýnir fréttamanni starfsleyfi.Og leigja hjólhýsi út? „Já.“ Sigrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands skrifar undir starfsleyfið. Hún sagði í samtali við fréttastofu að leyfið væri aðeins fyrir hefðbundnu tjaldstæði en væri ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Loo hefði verið gert það ljóst fyrir tíu dögum. Hann segist vera í góðri trú og sé með marga ráðgjafa eins og lögfræðistofuna Lex, Price Waterhous Coopers og verkfræðisstofuna Eflu sér til liðsinnis.Telurðu þig hafa fylgt öllum reglum hérna á Íslandi? „Já.“ Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í dag.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00
Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59
Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15