Hvenær náum við jafnrétti á vinnumarkaði? Drífa Snædal og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 24. október 2019 11:45 Til hamingju með daginn! Á þessum degi fyrir 44 árum lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Samstaða kvenna skilaði mikilvægum breytingum í átt að jafnrétti. En þrátt fyrir að samfélagið hafi breyst verulega á nærri hálfri öld er enn stór hópur kvenna sem býr við launakjör sem duga engan veginn til framfærslu, óásættanlegt starfsumhverfi, vanvirðingu á framlagi þeirra og of langa vinnuviku. Í dag viljum við beina kastljósinu að stöðu þeirra kvenna sem veita þjónustu eða annast aðra einstaklinga í vinnunni og heima. Þær sinna mikilvægum störfum sem snerta okkur öll, börnin okkar, foreldra, ættingja og vini. Konur sem samfélagið gæti ekki verið án og störf sem myndu setja samfélagið á hliðina ef þær legðu niður störf. Þetta eru til dæmis lægst launuðu störfin í okkar samfélagi, konur sem vinna við umönnun barna í leikskólum, grunnskólum og á frístundaheimilum. Álag er almennt meira og vinnuskilyrði verri á vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta. Þar fyrir utan treystir um þriðjungur kvenna á vinnumarkaði sér ekki til að vera í fullu starfi, einkum vegna ábyrgðar á umönnun barna og fjölskyldumeðlima eða vegna þess að störfin eru svo erfið. Í samanburði við önnur Evrópulönd eru aðstandendur á Íslandi undir mestu álagi allra vegna umönnunar óvinnufærra ættingja, öryrkja eða aldraðra. Það skyldi því engan undra að konur 50 ára og eldri eru stærsti hópurinn þegar fjölgun örorkulífeyrisþega er skoðuð. Það skilar samfélagi þar sem konur lifa að meðaltali 66 heilbrigð ár en meðalævilengdin er 84 ár. Karlar fá að jafnaði 71,5 heilbrigð ár en lifa að meðaltali 81 ár. Konur og karlar stóðu nærri jafnfætis hvað heilbrigði varðar fyrir efnahagshrunið en í kjölfar þess byrjaði að halla undan fæti. Tvímælalaust hafa niðurskurðaraðgerðir í velferðarkerfinu aukið álag bæði í vinnunni og heima. Lágu launin hafa ekki eingöngu áhrif á konur þegar þær eru á vinnumarkaði heldur út ævina enda réttindi þeirra í lífeyrissjóðum lægri. Nærri hálfri öld eftir fyrsta kvennaverkfallið er framlag kvenna til samfélagsins ekki að fullu metið að verðleikum. Kynskiptur vinnumarkaður er enn helsta ástæða kynbundins launamunar á Íslandi en þar hefur skakkt verðmætamat á vinnuframlagi kvenna mestu áhrifin. Skipulag vinnumarkaðar og samfélagsins skilar neikvæðum áhrifum á fjárhag, heilsu og líðan kvenna. Þvert á það sem margir telja þá kemur jafnrétti ekki af sjálfu sér heldur þarf að berjast fyrir því. Það er kominn tími til að stjórnvöld og atvinnurekendur grípi til aðgerða til að stuðla að raunverulegu jafnrétti. T.d. með því að létta umönnunarbyrði kvenna vegna barna og ættingja og með því að beina stuðningi þangað sem hans er mest þörf. Útrýma þarf fátækt með því að hækka lægstu laun verulega og gera þá kröfu að konur geti lifað af grunnlaunum sínum. Við verðum að tryggja starfsumhverfi sem eyðileggur konur ekki fyrir aldur fram og stytta vinnuvikuna hjá öllu launafólki. Þannig byggjum við réttlátara og betra samfélag! Drífa Snædal er forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Jafnréttismál Sonja Ýr Þorbergsdóttir Vinnumarkaður Kvennaverkfall Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn! Á þessum degi fyrir 44 árum lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Samstaða kvenna skilaði mikilvægum breytingum í átt að jafnrétti. En þrátt fyrir að samfélagið hafi breyst verulega á nærri hálfri öld er enn stór hópur kvenna sem býr við launakjör sem duga engan veginn til framfærslu, óásættanlegt starfsumhverfi, vanvirðingu á framlagi þeirra og of langa vinnuviku. Í dag viljum við beina kastljósinu að stöðu þeirra kvenna sem veita þjónustu eða annast aðra einstaklinga í vinnunni og heima. Þær sinna mikilvægum störfum sem snerta okkur öll, börnin okkar, foreldra, ættingja og vini. Konur sem samfélagið gæti ekki verið án og störf sem myndu setja samfélagið á hliðina ef þær legðu niður störf. Þetta eru til dæmis lægst launuðu störfin í okkar samfélagi, konur sem vinna við umönnun barna í leikskólum, grunnskólum og á frístundaheimilum. Álag er almennt meira og vinnuskilyrði verri á vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta. Þar fyrir utan treystir um þriðjungur kvenna á vinnumarkaði sér ekki til að vera í fullu starfi, einkum vegna ábyrgðar á umönnun barna og fjölskyldumeðlima eða vegna þess að störfin eru svo erfið. Í samanburði við önnur Evrópulönd eru aðstandendur á Íslandi undir mestu álagi allra vegna umönnunar óvinnufærra ættingja, öryrkja eða aldraðra. Það skyldi því engan undra að konur 50 ára og eldri eru stærsti hópurinn þegar fjölgun örorkulífeyrisþega er skoðuð. Það skilar samfélagi þar sem konur lifa að meðaltali 66 heilbrigð ár en meðalævilengdin er 84 ár. Karlar fá að jafnaði 71,5 heilbrigð ár en lifa að meðaltali 81 ár. Konur og karlar stóðu nærri jafnfætis hvað heilbrigði varðar fyrir efnahagshrunið en í kjölfar þess byrjaði að halla undan fæti. Tvímælalaust hafa niðurskurðaraðgerðir í velferðarkerfinu aukið álag bæði í vinnunni og heima. Lágu launin hafa ekki eingöngu áhrif á konur þegar þær eru á vinnumarkaði heldur út ævina enda réttindi þeirra í lífeyrissjóðum lægri. Nærri hálfri öld eftir fyrsta kvennaverkfallið er framlag kvenna til samfélagsins ekki að fullu metið að verðleikum. Kynskiptur vinnumarkaður er enn helsta ástæða kynbundins launamunar á Íslandi en þar hefur skakkt verðmætamat á vinnuframlagi kvenna mestu áhrifin. Skipulag vinnumarkaðar og samfélagsins skilar neikvæðum áhrifum á fjárhag, heilsu og líðan kvenna. Þvert á það sem margir telja þá kemur jafnrétti ekki af sjálfu sér heldur þarf að berjast fyrir því. Það er kominn tími til að stjórnvöld og atvinnurekendur grípi til aðgerða til að stuðla að raunverulegu jafnrétti. T.d. með því að létta umönnunarbyrði kvenna vegna barna og ættingja og með því að beina stuðningi þangað sem hans er mest þörf. Útrýma þarf fátækt með því að hækka lægstu laun verulega og gera þá kröfu að konur geti lifað af grunnlaunum sínum. Við verðum að tryggja starfsumhverfi sem eyðileggur konur ekki fyrir aldur fram og stytta vinnuvikuna hjá öllu launafólki. Þannig byggjum við réttlátara og betra samfélag! Drífa Snædal er forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun