Aukin umsvif Rússa í Afríkuríkjum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. október 2019 06:00 Pútín Rússlandsforseti tók á móti leiðtogum Afríkuríkja í Sochi. Nordicphotos/Getty Áhrif Rússa í Afríku hafa aukist mikið á undanförnum árum en ekki verið jafn mikið til umræðu og aukin umsvif Kínverja í álfunni. Birtist þetta fyrst og fremst í viðskiptasamningum um vopn, kjarnorku, olíu og námagröft. Aukning vopnasölu Rússa til Afríkuríkja hófst eftir að Krímskagi var innlimaður í Rússland frá Úkraínu árið 2014. Þá settu Vesturveldin ýmsar viðskiptaþvinganir á Rússa og Pútín leitaði á ný mið. Alls hefur hann gert 16 samninga um hernaðaruppbyggingu við Afríkuríki síðan þá og í dag selja Rússar Afríkuríkjum vopn fyrir um 1.800 milljarða króna. Stærstur hluti, eða um 850 milljarðar, fer til Alsír. Egyptaland er annar stórkaupandi á hergögnum, sérstaklega orrustuþotum, og mörg önnur lönd Norður-Afríku hafa samið við Rússa um gögn til að berjast við íslamistahópa. Rússar hafa einnig eigin málaliðasveitir starfandi í mörgum ríkjum.Egyptaland er einnig stórkaupandi þegar kemur að kjarnorku. Árið 2017 sömdu Egyptar við Rosatom, kjarnorkufyrirtæki rússneska ríkisins, um uppbyggingu þriggja kljúfa í El Dabaa, vestan við höfuðborgina Kaíró. Áætlað er að það verkefni kosti tæplega 4.000 milljarða króna. Átta önnur lönd, flest í austurhluta álfunnar, hafa einnig samið við Rosatom síðan 2016. Ríkar námur Afríku er helst að finna í suður- og miðhluta álfunnar. Í gegnum tengsl sín við ríkisstjórnir og stuðning á ýmsum sviðum hafa Rússar gert hagstæða viðskiptasamninga um málma. Þessi auknu ítök hafa einnig áhrif á pólitíska sviðinu, nefnilega utanríkisstefnu viðkomandi ríkja. Fyrir þessu eru vissulega fordæmi því á árum kalda stríðsins voru Sovétríkin gríðarlega áhrifamikil í Afríku. Pútín fundar með leiðtogum Afríkuríkja á ráðstefnu í borginni Sotsjí við Svartahaf. Á setningunni í gær reyndi Pútín að gera lítið úr vopnaviðskiptunum. „Í dag flytjum við matvæli fyrir 25 milljarða dollara (3.000 milljarða króna), sem er helmingi meira en við flytjum þangað af vopnum. Á næstu fjórum eða fimm árum tel ég að við náum að tvöfalda það magn,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Áhrif Rússa í Afríku hafa aukist mikið á undanförnum árum en ekki verið jafn mikið til umræðu og aukin umsvif Kínverja í álfunni. Birtist þetta fyrst og fremst í viðskiptasamningum um vopn, kjarnorku, olíu og námagröft. Aukning vopnasölu Rússa til Afríkuríkja hófst eftir að Krímskagi var innlimaður í Rússland frá Úkraínu árið 2014. Þá settu Vesturveldin ýmsar viðskiptaþvinganir á Rússa og Pútín leitaði á ný mið. Alls hefur hann gert 16 samninga um hernaðaruppbyggingu við Afríkuríki síðan þá og í dag selja Rússar Afríkuríkjum vopn fyrir um 1.800 milljarða króna. Stærstur hluti, eða um 850 milljarðar, fer til Alsír. Egyptaland er annar stórkaupandi á hergögnum, sérstaklega orrustuþotum, og mörg önnur lönd Norður-Afríku hafa samið við Rússa um gögn til að berjast við íslamistahópa. Rússar hafa einnig eigin málaliðasveitir starfandi í mörgum ríkjum.Egyptaland er einnig stórkaupandi þegar kemur að kjarnorku. Árið 2017 sömdu Egyptar við Rosatom, kjarnorkufyrirtæki rússneska ríkisins, um uppbyggingu þriggja kljúfa í El Dabaa, vestan við höfuðborgina Kaíró. Áætlað er að það verkefni kosti tæplega 4.000 milljarða króna. Átta önnur lönd, flest í austurhluta álfunnar, hafa einnig samið við Rosatom síðan 2016. Ríkar námur Afríku er helst að finna í suður- og miðhluta álfunnar. Í gegnum tengsl sín við ríkisstjórnir og stuðning á ýmsum sviðum hafa Rússar gert hagstæða viðskiptasamninga um málma. Þessi auknu ítök hafa einnig áhrif á pólitíska sviðinu, nefnilega utanríkisstefnu viðkomandi ríkja. Fyrir þessu eru vissulega fordæmi því á árum kalda stríðsins voru Sovétríkin gríðarlega áhrifamikil í Afríku. Pútín fundar með leiðtogum Afríkuríkja á ráðstefnu í borginni Sotsjí við Svartahaf. Á setningunni í gær reyndi Pútín að gera lítið úr vopnaviðskiptunum. „Í dag flytjum við matvæli fyrir 25 milljarða dollara (3.000 milljarða króna), sem er helmingi meira en við flytjum þangað af vopnum. Á næstu fjórum eða fimm árum tel ég að við náum að tvöfalda það magn,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira