NPA-aðstoðin orðin hindrun Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2019 06:00 Það var þétt setið við aðalmeðferð í Hæstarétti í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. Lögmaður Freyju, Sigurður Örn Hilmarsson, var í málflutningi sínum mjög gagnrýninn á að vegna þess að Freyja njóti NPA-aðstoðar þá muni hún ekki sinna barninu sjálf. Hann sagði að í lögum um NPA væri sérstaklega fjallað um þetta og hvernig aðstoðin miði að því að aðstoða fólk við foreldrahlutverk. Gert sé ráð fyrir því að NPA sé notuð svo fólk geti uppfyllt skyldur sínar sem uppalendur. Þannig sé aðstoðin tryggð í lögum, en á sama tíma útiloki hún Freyju frá fósturhlutverkinu. Að segja að hún geti ekki gert eitthvað sjálf, þegar hún nýtur slíkrar aðstoðar, sé dæmi um óbeina mismunun. Hann velti því einnig fram hvað það sé nákvæmlega sem Barnaverndarstofa meini þegar talað er um að Freyja geri eitthvað sjálf. Hún hafi verið með NPA í 12 ár, hún hafi lokið tveimur háskólagráðum, setið á þingi og sinnt fjölbreyttum störfum. „Gerði hún þetta ekki sjálf? Og ef ekki, hver þá?“ spurði Sigurður í málflutningi sínum í Hæstarétti.Stuðningsfólk Freyju Haraldsdóttur fjölmennti í sal Hæstaréttar Íslands í gærmorgun fréttablaðið/Anton BrinkHann sagði orðalag um að hún geri ekki hlutina sjálf ekki heppilegt því þá væri áhersla færð á að yfir heimili hennar væri einhver stofnanabragur. NPA hafi verið lögfest svo fatlaðir einstaklingar gætu búið sjálfstætt og sagði Sigurður það því einkennilegt að stjórnvaldið stæði í dómsmáli þar sem því er haldið fram að fatlað fólk sem býr við slíka aðstoð búi við stofnanabrag. „Í grunninn eru þetta viðhorf sem hefði mátt gera ráð fyrir fyrir 30 árum, en virðast koma fram hér og þar í andstöðu við nútímaviðhorf til þessara mála, sem og lagasetningar um notendastýrða persónulega aðstoð. Sem á að tryggja fólki sjálfstætt líf, sjálfstæða búsetu, gera því kleift að taka þátt í samfélaginu og komast yfir þær hindranir sem fylgja fötluninni. En allt er þetta túlkað gegn þeim og gegn Freyju, þannig að aðstoðin sem er ætlað að yfirvinna fötlunina er orðin að hindrun,“ segir Sigurður í samtali við Fréttablaðið. Sigurður segir málið eitt skýrasta dæmið úr stjórnsýslunni þar sem fatlað fólk mætir fordómum. „Í tilfelli Freyju leiddu fordómarnir til þess að hún fékk ekki tækifæri til að vera metin á eigin verðleikum lögum samkvæmt á matsnámskeiðinu,“ segir Sigurður. Hann segir að kjarni málsins snúist um rétt Freyju til sömu málsmeðferðar og aðrir og að hún fái þannig að sitja námskeiðið og vera metin, en að ekki verði litið fram hjá því að ástæðan fyrir því að hún fékk ekki að sitja námskeiðið sé mismunun sem sé byggð á fordómum um hvað hún geti og geti ekki gert. Barnavernd Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Dómsmál Félagsmál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. Lögmaður Freyju, Sigurður Örn Hilmarsson, var í málflutningi sínum mjög gagnrýninn á að vegna þess að Freyja njóti NPA-aðstoðar þá muni hún ekki sinna barninu sjálf. Hann sagði að í lögum um NPA væri sérstaklega fjallað um þetta og hvernig aðstoðin miði að því að aðstoða fólk við foreldrahlutverk. Gert sé ráð fyrir því að NPA sé notuð svo fólk geti uppfyllt skyldur sínar sem uppalendur. Þannig sé aðstoðin tryggð í lögum, en á sama tíma útiloki hún Freyju frá fósturhlutverkinu. Að segja að hún geti ekki gert eitthvað sjálf, þegar hún nýtur slíkrar aðstoðar, sé dæmi um óbeina mismunun. Hann velti því einnig fram hvað það sé nákvæmlega sem Barnaverndarstofa meini þegar talað er um að Freyja geri eitthvað sjálf. Hún hafi verið með NPA í 12 ár, hún hafi lokið tveimur háskólagráðum, setið á þingi og sinnt fjölbreyttum störfum. „Gerði hún þetta ekki sjálf? Og ef ekki, hver þá?“ spurði Sigurður í málflutningi sínum í Hæstarétti.Stuðningsfólk Freyju Haraldsdóttur fjölmennti í sal Hæstaréttar Íslands í gærmorgun fréttablaðið/Anton BrinkHann sagði orðalag um að hún geri ekki hlutina sjálf ekki heppilegt því þá væri áhersla færð á að yfir heimili hennar væri einhver stofnanabragur. NPA hafi verið lögfest svo fatlaðir einstaklingar gætu búið sjálfstætt og sagði Sigurður það því einkennilegt að stjórnvaldið stæði í dómsmáli þar sem því er haldið fram að fatlað fólk sem býr við slíka aðstoð búi við stofnanabrag. „Í grunninn eru þetta viðhorf sem hefði mátt gera ráð fyrir fyrir 30 árum, en virðast koma fram hér og þar í andstöðu við nútímaviðhorf til þessara mála, sem og lagasetningar um notendastýrða persónulega aðstoð. Sem á að tryggja fólki sjálfstætt líf, sjálfstæða búsetu, gera því kleift að taka þátt í samfélaginu og komast yfir þær hindranir sem fylgja fötluninni. En allt er þetta túlkað gegn þeim og gegn Freyju, þannig að aðstoðin sem er ætlað að yfirvinna fötlunina er orðin að hindrun,“ segir Sigurður í samtali við Fréttablaðið. Sigurður segir málið eitt skýrasta dæmið úr stjórnsýslunni þar sem fatlað fólk mætir fordómum. „Í tilfelli Freyju leiddu fordómarnir til þess að hún fékk ekki tækifæri til að vera metin á eigin verðleikum lögum samkvæmt á matsnámskeiðinu,“ segir Sigurður. Hann segir að kjarni málsins snúist um rétt Freyju til sömu málsmeðferðar og aðrir og að hún fái þannig að sitja námskeiðið og vera metin, en að ekki verði litið fram hjá því að ástæðan fyrir því að hún fékk ekki að sitja námskeiðið sé mismunun sem sé byggð á fordómum um hvað hún geti og geti ekki gert.
Barnavernd Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Dómsmál Félagsmál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira