NPA-aðstoðin orðin hindrun Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2019 06:00 Það var þétt setið við aðalmeðferð í Hæstarétti í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. Lögmaður Freyju, Sigurður Örn Hilmarsson, var í málflutningi sínum mjög gagnrýninn á að vegna þess að Freyja njóti NPA-aðstoðar þá muni hún ekki sinna barninu sjálf. Hann sagði að í lögum um NPA væri sérstaklega fjallað um þetta og hvernig aðstoðin miði að því að aðstoða fólk við foreldrahlutverk. Gert sé ráð fyrir því að NPA sé notuð svo fólk geti uppfyllt skyldur sínar sem uppalendur. Þannig sé aðstoðin tryggð í lögum, en á sama tíma útiloki hún Freyju frá fósturhlutverkinu. Að segja að hún geti ekki gert eitthvað sjálf, þegar hún nýtur slíkrar aðstoðar, sé dæmi um óbeina mismunun. Hann velti því einnig fram hvað það sé nákvæmlega sem Barnaverndarstofa meini þegar talað er um að Freyja geri eitthvað sjálf. Hún hafi verið með NPA í 12 ár, hún hafi lokið tveimur háskólagráðum, setið á þingi og sinnt fjölbreyttum störfum. „Gerði hún þetta ekki sjálf? Og ef ekki, hver þá?“ spurði Sigurður í málflutningi sínum í Hæstarétti.Stuðningsfólk Freyju Haraldsdóttur fjölmennti í sal Hæstaréttar Íslands í gærmorgun fréttablaðið/Anton BrinkHann sagði orðalag um að hún geri ekki hlutina sjálf ekki heppilegt því þá væri áhersla færð á að yfir heimili hennar væri einhver stofnanabragur. NPA hafi verið lögfest svo fatlaðir einstaklingar gætu búið sjálfstætt og sagði Sigurður það því einkennilegt að stjórnvaldið stæði í dómsmáli þar sem því er haldið fram að fatlað fólk sem býr við slíka aðstoð búi við stofnanabrag. „Í grunninn eru þetta viðhorf sem hefði mátt gera ráð fyrir fyrir 30 árum, en virðast koma fram hér og þar í andstöðu við nútímaviðhorf til þessara mála, sem og lagasetningar um notendastýrða persónulega aðstoð. Sem á að tryggja fólki sjálfstætt líf, sjálfstæða búsetu, gera því kleift að taka þátt í samfélaginu og komast yfir þær hindranir sem fylgja fötluninni. En allt er þetta túlkað gegn þeim og gegn Freyju, þannig að aðstoðin sem er ætlað að yfirvinna fötlunina er orðin að hindrun,“ segir Sigurður í samtali við Fréttablaðið. Sigurður segir málið eitt skýrasta dæmið úr stjórnsýslunni þar sem fatlað fólk mætir fordómum. „Í tilfelli Freyju leiddu fordómarnir til þess að hún fékk ekki tækifæri til að vera metin á eigin verðleikum lögum samkvæmt á matsnámskeiðinu,“ segir Sigurður. Hann segir að kjarni málsins snúist um rétt Freyju til sömu málsmeðferðar og aðrir og að hún fái þannig að sitja námskeiðið og vera metin, en að ekki verði litið fram hjá því að ástæðan fyrir því að hún fékk ekki að sitja námskeiðið sé mismunun sem sé byggð á fordómum um hvað hún geti og geti ekki gert. Barnavernd Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Dómsmál Félagsmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. Lögmaður Freyju, Sigurður Örn Hilmarsson, var í málflutningi sínum mjög gagnrýninn á að vegna þess að Freyja njóti NPA-aðstoðar þá muni hún ekki sinna barninu sjálf. Hann sagði að í lögum um NPA væri sérstaklega fjallað um þetta og hvernig aðstoðin miði að því að aðstoða fólk við foreldrahlutverk. Gert sé ráð fyrir því að NPA sé notuð svo fólk geti uppfyllt skyldur sínar sem uppalendur. Þannig sé aðstoðin tryggð í lögum, en á sama tíma útiloki hún Freyju frá fósturhlutverkinu. Að segja að hún geti ekki gert eitthvað sjálf, þegar hún nýtur slíkrar aðstoðar, sé dæmi um óbeina mismunun. Hann velti því einnig fram hvað það sé nákvæmlega sem Barnaverndarstofa meini þegar talað er um að Freyja geri eitthvað sjálf. Hún hafi verið með NPA í 12 ár, hún hafi lokið tveimur háskólagráðum, setið á þingi og sinnt fjölbreyttum störfum. „Gerði hún þetta ekki sjálf? Og ef ekki, hver þá?“ spurði Sigurður í málflutningi sínum í Hæstarétti.Stuðningsfólk Freyju Haraldsdóttur fjölmennti í sal Hæstaréttar Íslands í gærmorgun fréttablaðið/Anton BrinkHann sagði orðalag um að hún geri ekki hlutina sjálf ekki heppilegt því þá væri áhersla færð á að yfir heimili hennar væri einhver stofnanabragur. NPA hafi verið lögfest svo fatlaðir einstaklingar gætu búið sjálfstætt og sagði Sigurður það því einkennilegt að stjórnvaldið stæði í dómsmáli þar sem því er haldið fram að fatlað fólk sem býr við slíka aðstoð búi við stofnanabrag. „Í grunninn eru þetta viðhorf sem hefði mátt gera ráð fyrir fyrir 30 árum, en virðast koma fram hér og þar í andstöðu við nútímaviðhorf til þessara mála, sem og lagasetningar um notendastýrða persónulega aðstoð. Sem á að tryggja fólki sjálfstætt líf, sjálfstæða búsetu, gera því kleift að taka þátt í samfélaginu og komast yfir þær hindranir sem fylgja fötluninni. En allt er þetta túlkað gegn þeim og gegn Freyju, þannig að aðstoðin sem er ætlað að yfirvinna fötlunina er orðin að hindrun,“ segir Sigurður í samtali við Fréttablaðið. Sigurður segir málið eitt skýrasta dæmið úr stjórnsýslunni þar sem fatlað fólk mætir fordómum. „Í tilfelli Freyju leiddu fordómarnir til þess að hún fékk ekki tækifæri til að vera metin á eigin verðleikum lögum samkvæmt á matsnámskeiðinu,“ segir Sigurður. Hann segir að kjarni málsins snúist um rétt Freyju til sömu málsmeðferðar og aðrir og að hún fái þannig að sitja námskeiðið og vera metin, en að ekki verði litið fram hjá því að ástæðan fyrir því að hún fékk ekki að sitja námskeiðið sé mismunun sem sé byggð á fordómum um hvað hún geti og geti ekki gert.
Barnavernd Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Dómsmál Félagsmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?