Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2019 12:29 Björk Vilhelmsdóttir er nú stödd á Vesturbakkanum. Af Facebook-síðu Bjarkar Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segir ofbeldi hernaðaryfirvalda á Vesturbakkanum aldrei verið meira en nú í þau fimm ár sem hún hefur farið þangað til sjálfboðastarfa. Hún var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Björk og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið á Vesturbakkanum undanfarnar vikur í sjálfboðavinnu fyrir Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Í morgun fóru þær með tveimur frönskum konum úr samtökunum til að aðstoða palestínska bræður sem eru ólífubændur til að tína ólífur í hæð í Burin sunnan við Nablus á Vesturbakkanum. „Þá kom allt í einu herinn og sagði okkur að við yrðum að fara. Við sögðum bara já við því og löbbuðum meðþeim niður. Þeir vildu fá vegabréfin okkar en við létum þau ekki af hendi því við viljum geta átt möguleika á að koma hingað aftur. Þá sögðu þeir að við værum bara handteknar,“ segir Björk. Björk, Tinna og frönsku konurnar tvær höfðu verið á lögreglustöð í landtökubyggðinni í Ariel í um tvær klukkustundir þegar við ræddum við hana skömmu fyrir hádegi og höfðu enn ekki verið yfirheyrðar. Björk segir að ísraelskir landtökumenn hafi verið að færa sig upp á skaftið á svæðinu og tekið til sín æ meira land á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á þeim slóðum sem Björk og konurnar voru á í morgun. „Herlögreglan sagði að þetta væri hernaðarlega lokað svæði. Það sé búið að skilgreina þetta svæði sem hernaðarlega lokað. En við vissum það ekki. Það eina sem við vissum var að bóndinn hafði einmitt leyfi til að tína í dag,“ segir Björk.Mynd/Sigþrúður GuðmundsdóttirLandtökumenn ráðast líka á landa sína Björk segir að landtökumenn hafi brennt mikið af ólífutrjám palestínskra bænda og ráðist á þá og einnig á ísraelska friðarsinna sem hafi verið í verndarviðveru á landi Palestínumanna eins og Björk og félagar hennar. „Og brenndu þarna í síðustu viku um þúsund tré. Ég var einmitt vitni að þeim mikla bruna og réðust að alþjóðlegum sjálfboðaliðum og bændum og líka ísraelskum rabbína.“ Björk hefur verið á þessu svæði undanfarin fimm haust segir ofbeldið af hendi hernaðaryfirvalda aldrei hafa verið eins mikið og nú og stöðugt reynt að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda vegna ásóknar ólöglegs landtökufólks í meira land. „Og þeim er svo gjörsamlega sama um bæði lífsviðurværi fólksins hérna og líka um líf fólksins. Því við komumst að því þegar við vorum þrjár íslenskar konur sem urðum vitni aðþessum mikla bruna. Þeim var gjörsamlega alveg sama þótt þarna væri fullt af fólki að tína ólífur mjög nærri þar sem þeir kveiktu eldana,“ segir Björk Vilhelmsdóttir.Mynd/sigþrúður GuðmundsdóttirSveinn Rúnar Hauksson, eiginmaður Bjarkar, greindi frá því upp úr hádegi að Björk og Tinna hefðu verið látnar lausar.Hann ræddi málið í Harmageddon á X-inu í morgun. Íslendingar erlendis Palestína Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segir ofbeldi hernaðaryfirvalda á Vesturbakkanum aldrei verið meira en nú í þau fimm ár sem hún hefur farið þangað til sjálfboðastarfa. Hún var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Björk og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið á Vesturbakkanum undanfarnar vikur í sjálfboðavinnu fyrir Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Í morgun fóru þær með tveimur frönskum konum úr samtökunum til að aðstoða palestínska bræður sem eru ólífubændur til að tína ólífur í hæð í Burin sunnan við Nablus á Vesturbakkanum. „Þá kom allt í einu herinn og sagði okkur að við yrðum að fara. Við sögðum bara já við því og löbbuðum meðþeim niður. Þeir vildu fá vegabréfin okkar en við létum þau ekki af hendi því við viljum geta átt möguleika á að koma hingað aftur. Þá sögðu þeir að við værum bara handteknar,“ segir Björk. Björk, Tinna og frönsku konurnar tvær höfðu verið á lögreglustöð í landtökubyggðinni í Ariel í um tvær klukkustundir þegar við ræddum við hana skömmu fyrir hádegi og höfðu enn ekki verið yfirheyrðar. Björk segir að ísraelskir landtökumenn hafi verið að færa sig upp á skaftið á svæðinu og tekið til sín æ meira land á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á þeim slóðum sem Björk og konurnar voru á í morgun. „Herlögreglan sagði að þetta væri hernaðarlega lokað svæði. Það sé búið að skilgreina þetta svæði sem hernaðarlega lokað. En við vissum það ekki. Það eina sem við vissum var að bóndinn hafði einmitt leyfi til að tína í dag,“ segir Björk.Mynd/Sigþrúður GuðmundsdóttirLandtökumenn ráðast líka á landa sína Björk segir að landtökumenn hafi brennt mikið af ólífutrjám palestínskra bænda og ráðist á þá og einnig á ísraelska friðarsinna sem hafi verið í verndarviðveru á landi Palestínumanna eins og Björk og félagar hennar. „Og brenndu þarna í síðustu viku um þúsund tré. Ég var einmitt vitni að þeim mikla bruna og réðust að alþjóðlegum sjálfboðaliðum og bændum og líka ísraelskum rabbína.“ Björk hefur verið á þessu svæði undanfarin fimm haust segir ofbeldið af hendi hernaðaryfirvalda aldrei hafa verið eins mikið og nú og stöðugt reynt að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda vegna ásóknar ólöglegs landtökufólks í meira land. „Og þeim er svo gjörsamlega sama um bæði lífsviðurværi fólksins hérna og líka um líf fólksins. Því við komumst að því þegar við vorum þrjár íslenskar konur sem urðum vitni aðþessum mikla bruna. Þeim var gjörsamlega alveg sama þótt þarna væri fullt af fólki að tína ólífur mjög nærri þar sem þeir kveiktu eldana,“ segir Björk Vilhelmsdóttir.Mynd/sigþrúður GuðmundsdóttirSveinn Rúnar Hauksson, eiginmaður Bjarkar, greindi frá því upp úr hádegi að Björk og Tinna hefðu verið látnar lausar.Hann ræddi málið í Harmageddon á X-inu í morgun.
Íslendingar erlendis Palestína Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira