Körfubolti

Raptors bjó til stærsta meistarahring sögunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Serge Ibaka með hringinn sinn í nótt.
Serge Ibaka með hringinn sinn í nótt. vísir/getty
Það var mikið um dýrðir í Toronto í nótt er NBA-meistarar Toronto Raptors fengu meistarahringana sína og meistarafáninn var hífður á loft í Scotiabank Arena.

Það var engu til sparað við hönnun og framleiðslu hringsins sem félagið segir að sé stærsti meistarahringur í sögu NBA-deildarinnar.

Stóri demanturinn á toppi hringsins er sá stærsti í sögu meistarahringa í amerískum íþróttum. Það eru svo 74 litlir demantar í hringnum. Einn fyrir hvern sigur á síðustu leiktíð.





Í heild er hringurinn 14 karöt af demötnum og meira en 650 demantar í heild sinni. Meira en á nokkrum öðrum hring.

Leikmenn voru að vonum mjög ánægðir með útkomuna.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×