Fyrir voru húsin Risinn og Dvergurinn en Skessan er fyrsta húsið á svæðinu þar sem knattspyrnuvöllurinn er í fullri stærð.
FH-ingar fögnuðu 90 ára afmæli á dögunum og verður Skessan því opnuð við hátíðlega athöfn á laugardag er félagið fagnar afmæli sínu.
Húsið verður formlega opnað klukkan 16.00.