Húsbóndavaldið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. október 2019 07:15 Það voru vonbrigði að lesa yfirlýsingu menntamálaráðherra í vikunni þar sem tilkynnt var um að skipað hefði verið í nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Fyrri nefnd varð óstarfhæf eftir að Blaðamannafélag Íslands dró fulltrúa sinn úr nefndinni sökum vanhæfis hennar og bundnar voru miklar vonir við að ráðherra myndi loks láta verða af því að leggja nefndina niður. Fjölmiðlanefnd hefur frá stofnun átt sér afar lítinn tilvistargrundvöll, enda er fullkomlega óeðlilegt að opinber nefnd hafi það hlutverk að leggja stein í götu fjölmiðla og þannig þrengja að ritstjórnarlegu mati þeirra. Í stað þess að reyna að berjast fyrir tilvist sinni hefur nefndin farið í vitagagnslausar og furðulegar vegferðir til þess að sekta fjölmiðla, sem þegar berjast í bökkum. Í nýrri nefnd sitja þrír lögfræðingar og heimspekingur. Fæstir hafa reynslu af fjölmiðlum. Það verður að teljast í hæsta máta óeðlilegt að fá reynslulaust fólk til þess að skipa öðrum fyrir verkum, líkt og lögfræðingarnir, heimspekingurinn eða blaðamenn yrðu aldrei fengnir til þess að hafa afskipti af starfi pípara eða annarra sérhæfðra stétta. Blaðamannafélag Íslands hefur ítrekað bent á þessa staðreynd, og félagið raunar líkt afskiptum stjórnvalda við stefnu pólska flokksins Lög og réttur, sem hyggst setja „sérstakar reglur um blaðamenn“ og mun þannig hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun í landinu. Fyrrnefndur ráðherra fjölmiðlamála lofaði bót og betrun eftir gagnrýni félagsins, en umbæturnar urðu þó ekki meiri en svo að ráðherra hélt óþörfu starfi nefndarinnar til streitu og skipaði fjóra fjölmiðlanefndarmenn í stað fimm, þar sem engin tilnefning barst frá Blaðamannafélagi Íslands. Ráðherra þarf að átta sig á því að nefnd sem hefur engan skilning á eðli fjölmiðla getur ekki sinnt ráðgefandi hlutverki sínu. Dæmi um vanhæfi nefndarinnar var þegar Ríkisútvarpið ákvað að greiða milljónir í bætur í stað þess að draga fréttir, sem sagðar voru rangar, til baka eða biðjast afsökunar á þeim. Það hefði verið kjörið tækifæri til þess að bregðast við en í stað þess úrskurðar nefndin í gríð og erg um fréttir sem skrifaðar eru upp úr færslum á Facebook. Það er þess vegna vandséð hvort tilgangur nefndarinnar, sem á að vera efling fjölmiðlalæsis og fjölbreytni, hafi skilað árangri, eða hvort hún hafi aðeins vegið að ritstjórnarfrelsi í landinu. Ráðherra þarf að átta sig á því að ríkið hefur ekki og má ekki hafa húsbóndavald yfir blaðamönnum. Þeir sem telja á sér brotið geta leitað til siðanefndar BÍ eða dómstóla og það fyrirkomulag hefur gengið prýðilega undanfarna áratugi. Ráðherra þarf að standa við yfirlýsingar sínar um endurskoðun fjölmiðlalaga og á sama tíma treysta því að blaðamennska sé unnin af heilum hug. Gott fyrsta skref væri að leggja nefndina niður og þannig spara skattgreiðendum aurinn. Útgönguleiðin gæti verið sú að nefndin uppfyllir ekki lög um fjölmiðla sem kveða á um fimm nefndarmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sunna Karen Sigurþórsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru vonbrigði að lesa yfirlýsingu menntamálaráðherra í vikunni þar sem tilkynnt var um að skipað hefði verið í nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Fyrri nefnd varð óstarfhæf eftir að Blaðamannafélag Íslands dró fulltrúa sinn úr nefndinni sökum vanhæfis hennar og bundnar voru miklar vonir við að ráðherra myndi loks láta verða af því að leggja nefndina niður. Fjölmiðlanefnd hefur frá stofnun átt sér afar lítinn tilvistargrundvöll, enda er fullkomlega óeðlilegt að opinber nefnd hafi það hlutverk að leggja stein í götu fjölmiðla og þannig þrengja að ritstjórnarlegu mati þeirra. Í stað þess að reyna að berjast fyrir tilvist sinni hefur nefndin farið í vitagagnslausar og furðulegar vegferðir til þess að sekta fjölmiðla, sem þegar berjast í bökkum. Í nýrri nefnd sitja þrír lögfræðingar og heimspekingur. Fæstir hafa reynslu af fjölmiðlum. Það verður að teljast í hæsta máta óeðlilegt að fá reynslulaust fólk til þess að skipa öðrum fyrir verkum, líkt og lögfræðingarnir, heimspekingurinn eða blaðamenn yrðu aldrei fengnir til þess að hafa afskipti af starfi pípara eða annarra sérhæfðra stétta. Blaðamannafélag Íslands hefur ítrekað bent á þessa staðreynd, og félagið raunar líkt afskiptum stjórnvalda við stefnu pólska flokksins Lög og réttur, sem hyggst setja „sérstakar reglur um blaðamenn“ og mun þannig hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun í landinu. Fyrrnefndur ráðherra fjölmiðlamála lofaði bót og betrun eftir gagnrýni félagsins, en umbæturnar urðu þó ekki meiri en svo að ráðherra hélt óþörfu starfi nefndarinnar til streitu og skipaði fjóra fjölmiðlanefndarmenn í stað fimm, þar sem engin tilnefning barst frá Blaðamannafélagi Íslands. Ráðherra þarf að átta sig á því að nefnd sem hefur engan skilning á eðli fjölmiðla getur ekki sinnt ráðgefandi hlutverki sínu. Dæmi um vanhæfi nefndarinnar var þegar Ríkisútvarpið ákvað að greiða milljónir í bætur í stað þess að draga fréttir, sem sagðar voru rangar, til baka eða biðjast afsökunar á þeim. Það hefði verið kjörið tækifæri til þess að bregðast við en í stað þess úrskurðar nefndin í gríð og erg um fréttir sem skrifaðar eru upp úr færslum á Facebook. Það er þess vegna vandséð hvort tilgangur nefndarinnar, sem á að vera efling fjölmiðlalæsis og fjölbreytni, hafi skilað árangri, eða hvort hún hafi aðeins vegið að ritstjórnarfrelsi í landinu. Ráðherra þarf að átta sig á því að ríkið hefur ekki og má ekki hafa húsbóndavald yfir blaðamönnum. Þeir sem telja á sér brotið geta leitað til siðanefndar BÍ eða dómstóla og það fyrirkomulag hefur gengið prýðilega undanfarna áratugi. Ráðherra þarf að standa við yfirlýsingar sínar um endurskoðun fjölmiðlalaga og á sama tíma treysta því að blaðamennska sé unnin af heilum hug. Gott fyrsta skref væri að leggja nefndina niður og þannig spara skattgreiðendum aurinn. Útgönguleiðin gæti verið sú að nefndin uppfyllir ekki lög um fjölmiðla sem kveða á um fimm nefndarmenn.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun