Í beinni í kvöld: Evrópumeistarar Liverpool og ósigraðir Íslandsmeistarar Vals í körfu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2019 06:00 Klopp og Evrópumeistarar Liverpool verða í eldlínunni í kvöld. Vísir/Getty Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld er Meistaradeildin er á dagskrá en hægt verður að sitja í sófanum frá rétt fyrir fimm í dag til tíu í kvöld. Við byrjum daginn í Hollandi klukkan 16:45 en þá mæta Frank Lampard og lærisveinar hans heimamönnum í Ajax í H-riðli í Meistaradeild Evrópu. Ajax hafa unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum og því ljóst að Chelsea á hörku leik fyrir höndum. Meistaradeildarmessan hefst svo klukkan 18:15 en þar munum við fara yfir alla leiki dagsins í deild þeirra bestu. Klukkan 18:50 hefjast svo beinar útsendingar á fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Við sýnum báða leiki E-riðils í beinni en í Belgíu mætast Genk og Liverpool. Evrópumeistararnir þurfa sárlega á sigri að halda eftir að hafa tapað fyrir Napoli í fyrstu umferð. Ítalska liðið heimsækir svo Austurríki þar sem það mætir Salzburg. Erling Braut Haaland, norska ungstirnið sem Manchester United er á höttunum eftir, stefnir eflaust á að skora í sínum þriðja Meistaradeildarleik í röð. Við sýnum einnig báða leiki F-riðils beint. Í Mílanó á Ítalíu eru Borussia Dortmund í heimsókn og þurfa heimamenn í Inter Milan á öllum stigunum að halda svo að Dortmund stingi þá ekki af. Reikna má með öruggum Barcelona sigri í Prag þar sem þeir heimsækja Slavia Prag, sem er líkt og Inter með eitt stig. Öll mörk kvöldsins verða svo í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Ef fótbolti er ekki fyrir ykkur þá sýnum við leik Vals og Keflavíkur í Dominos deild kvenna klukkan 19:05. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið alla sína þrjá leiki til þessa á meðan Keflavík hefur unnið tvo og tapað einum. Um nóttina er svo nóg um að vera í golfinu en við sýnum frá Zozo Meistaramótinu, sem er hluti af PGA mótaröðinni, og BMW meistaramótinu, sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Að venju má finna allar upplýsingar um beinar útsendingar Stöð 2 Sport hér.Beinar útsendingar í dag16:45 Ajax-Chelsea (Sport 2) 18:15 Meistaradeildarmessan (Sport) 18:50 Genk-Liverpool (Sport 2) 18:50 Salzburg-Napoli (Sport 3) 18:50 Inter-Dortmund (Sport 4) 18:50 Slavia Prag-Barcelona (Sport 5) 19:05 Valur-Keflavík (Sport 6) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Sport) 02:00 The Zozo Championship (Golf) 03:00 LPGA Tour 2019 (Sport 4) Dominos-deild kvenna Golf Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Sjá meira
Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld er Meistaradeildin er á dagskrá en hægt verður að sitja í sófanum frá rétt fyrir fimm í dag til tíu í kvöld. Við byrjum daginn í Hollandi klukkan 16:45 en þá mæta Frank Lampard og lærisveinar hans heimamönnum í Ajax í H-riðli í Meistaradeild Evrópu. Ajax hafa unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum og því ljóst að Chelsea á hörku leik fyrir höndum. Meistaradeildarmessan hefst svo klukkan 18:15 en þar munum við fara yfir alla leiki dagsins í deild þeirra bestu. Klukkan 18:50 hefjast svo beinar útsendingar á fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Við sýnum báða leiki E-riðils í beinni en í Belgíu mætast Genk og Liverpool. Evrópumeistararnir þurfa sárlega á sigri að halda eftir að hafa tapað fyrir Napoli í fyrstu umferð. Ítalska liðið heimsækir svo Austurríki þar sem það mætir Salzburg. Erling Braut Haaland, norska ungstirnið sem Manchester United er á höttunum eftir, stefnir eflaust á að skora í sínum þriðja Meistaradeildarleik í röð. Við sýnum einnig báða leiki F-riðils beint. Í Mílanó á Ítalíu eru Borussia Dortmund í heimsókn og þurfa heimamenn í Inter Milan á öllum stigunum að halda svo að Dortmund stingi þá ekki af. Reikna má með öruggum Barcelona sigri í Prag þar sem þeir heimsækja Slavia Prag, sem er líkt og Inter með eitt stig. Öll mörk kvöldsins verða svo í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Ef fótbolti er ekki fyrir ykkur þá sýnum við leik Vals og Keflavíkur í Dominos deild kvenna klukkan 19:05. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið alla sína þrjá leiki til þessa á meðan Keflavík hefur unnið tvo og tapað einum. Um nóttina er svo nóg um að vera í golfinu en við sýnum frá Zozo Meistaramótinu, sem er hluti af PGA mótaröðinni, og BMW meistaramótinu, sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Að venju má finna allar upplýsingar um beinar útsendingar Stöð 2 Sport hér.Beinar útsendingar í dag16:45 Ajax-Chelsea (Sport 2) 18:15 Meistaradeildarmessan (Sport) 18:50 Genk-Liverpool (Sport 2) 18:50 Salzburg-Napoli (Sport 3) 18:50 Inter-Dortmund (Sport 4) 18:50 Slavia Prag-Barcelona (Sport 5) 19:05 Valur-Keflavík (Sport 6) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Sport) 02:00 The Zozo Championship (Golf) 03:00 LPGA Tour 2019 (Sport 4)
Dominos-deild kvenna Golf Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Sjá meira