Grunaður um að berja, nauðga og rista kærustu sína á læri Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. október 2019 16:38 Landsréttur staðfesti úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa reynt að drepa kærustu sína með því að berja hana ítrekað, taka hana hálstaki svo hún missti meðvitund og rist hana á hægra læri með veiðihnífi. Árásin átti sér stað 6. og 7. október en hann er sömuleiðis sakaður um að hafa nauðgað konunni. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. nóvember en Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi reiðst mjög þegar konan tilkynnti að hún ætlaði frá honum og veist að henni með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda að kvöldi sjötta október og morgni þess sjöunda. Um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. Hinn grunaði sagði við skýrslutöku lögreglu aldrei hafa lagt hendur á konu. Hann á þó að baki dóm fyrir ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu. Ætlaði að segja kærastanum upp Í greinargerð saksóknara kemur fram að málið sé rannsakað sem meint heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og tilraun til manndráps. Lögregla hafi verið kölluð út að gámunum að morgni 7. október eftir tilkynningu frá konunni. Átti hún erfitt með að tjá sig sökum eymsla í höfði en sagði þó að hinn grunaði, kærasti hennar, hafi barið hana ítrekað og nauðgað. Það hafi hún gert eftir að hún tilkynnti honum að hún ætlaði að hætta með honum. Hún hafi yfirgefið gáminn og leitað skjóls hjá nágranna. Hinn grunaði hafi reiðst, fundið hana, tekið hálstaki með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Hafi hún dregið hana yfir í gáminn sinn þar sem hann hafi rist grunnan skurð með hníf á hægra læri hennar. Því hafi hann séð eftir og þau farið að sofa. Manninum var ekki runnin reiðin morguninn eftir að sögn konunnar. Hann hafi hótað henni lífláti með hnífi og sagst ætla að hengja hana. Hann hafi svo ráðist á hana og barið ítrekað í höfuðið, nauðgað henni og fengið sáðlát við það. Hann hafi þá aftur veist að henni með höggum. Dæmdur fyrir ofbeldi gegn konu Í framhaldinu yfirgaf hann gáminn að sögn konunnar en hótaði henni lífláti ef hún væri ekki enn þar þegar hann sneri aftur. Konan leitaði sér hjálpar hjá öðrum nágranna og hringdi í lögreglu sem mætti á svæðið. Hinn grunaði neitaði alfarið sök við skýrslutöku hjá lögreglunni. Fullyrti maðurinn að hann hafi hvorki beitt konuna kynferðislegu ofbeldi né líkamlegu ofbeldi. Raunar segist hann aldrei á ævi sinni hafa lagt hendur á konur. Samkvæmt sakavottorði mannsins hefur hann átta sinnum verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, þar af fyrir ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal gagna málsins eru upplýsingar frá Fangelsismálastofnun þar sem kemur fram að samkvæmt niðurstöðum á fræðilegu mati sem var unnið af stofnunni voru taldar 61 prósent líkur á að hann mundi brjóta aftur af sér innan árs frá því hann lyki afplánun. Lykilvitni ekki enn gefið skýrslu Nágrannarnir sem aðstoðuðu konuna eftir barsmíðar hins grunaða hafa enn ekki gefið skýrslu í málinu. Annar þeirra var ekki í ástandi til þess þegar lögregla hugðist ræða við hann. Hinn nágranninn er reiður lögreglu. Hann lýsir því þannig að þegar konan hafi leitað til hans vegna árása hins grunaða hafi hann fundið tvær axir og verið tilbúinn að verjast frekari árásum. Lögreglan handtók hins vegar manninn í kjölfar tilkynningar um mann með tvær axir úti á Granda. Brást nágranninn ókvæða við þegar lögreglumenn hugðust ræða við hann við rannsókn málsins. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa reynt að drepa kærustu sína með því að berja hana ítrekað, taka hana hálstaki svo hún missti meðvitund og rist hana á hægra læri með veiðihnífi. Árásin átti sér stað 6. og 7. október en hann er sömuleiðis sakaður um að hafa nauðgað konunni. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. nóvember en Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi reiðst mjög þegar konan tilkynnti að hún ætlaði frá honum og veist að henni með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda að kvöldi sjötta október og morgni þess sjöunda. Um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. Hinn grunaði sagði við skýrslutöku lögreglu aldrei hafa lagt hendur á konu. Hann á þó að baki dóm fyrir ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu. Ætlaði að segja kærastanum upp Í greinargerð saksóknara kemur fram að málið sé rannsakað sem meint heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og tilraun til manndráps. Lögregla hafi verið kölluð út að gámunum að morgni 7. október eftir tilkynningu frá konunni. Átti hún erfitt með að tjá sig sökum eymsla í höfði en sagði þó að hinn grunaði, kærasti hennar, hafi barið hana ítrekað og nauðgað. Það hafi hún gert eftir að hún tilkynnti honum að hún ætlaði að hætta með honum. Hún hafi yfirgefið gáminn og leitað skjóls hjá nágranna. Hinn grunaði hafi reiðst, fundið hana, tekið hálstaki með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Hafi hún dregið hana yfir í gáminn sinn þar sem hann hafi rist grunnan skurð með hníf á hægra læri hennar. Því hafi hann séð eftir og þau farið að sofa. Manninum var ekki runnin reiðin morguninn eftir að sögn konunnar. Hann hafi hótað henni lífláti með hnífi og sagst ætla að hengja hana. Hann hafi svo ráðist á hana og barið ítrekað í höfuðið, nauðgað henni og fengið sáðlát við það. Hann hafi þá aftur veist að henni með höggum. Dæmdur fyrir ofbeldi gegn konu Í framhaldinu yfirgaf hann gáminn að sögn konunnar en hótaði henni lífláti ef hún væri ekki enn þar þegar hann sneri aftur. Konan leitaði sér hjálpar hjá öðrum nágranna og hringdi í lögreglu sem mætti á svæðið. Hinn grunaði neitaði alfarið sök við skýrslutöku hjá lögreglunni. Fullyrti maðurinn að hann hafi hvorki beitt konuna kynferðislegu ofbeldi né líkamlegu ofbeldi. Raunar segist hann aldrei á ævi sinni hafa lagt hendur á konur. Samkvæmt sakavottorði mannsins hefur hann átta sinnum verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, þar af fyrir ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal gagna málsins eru upplýsingar frá Fangelsismálastofnun þar sem kemur fram að samkvæmt niðurstöðum á fræðilegu mati sem var unnið af stofnunni voru taldar 61 prósent líkur á að hann mundi brjóta aftur af sér innan árs frá því hann lyki afplánun. Lykilvitni ekki enn gefið skýrslu Nágrannarnir sem aðstoðuðu konuna eftir barsmíðar hins grunaða hafa enn ekki gefið skýrslu í málinu. Annar þeirra var ekki í ástandi til þess þegar lögregla hugðist ræða við hann. Hinn nágranninn er reiður lögreglu. Hann lýsir því þannig að þegar konan hafi leitað til hans vegna árása hins grunaða hafi hann fundið tvær axir og verið tilbúinn að verjast frekari árásum. Lögreglan handtók hins vegar manninn í kjölfar tilkynningar um mann með tvær axir úti á Granda. Brást nágranninn ókvæða við þegar lögreglumenn hugðust ræða við hann við rannsókn málsins.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30