Erlent

Konan hand­tekin í Osló

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla skaut margoft að manninum á meðan á eftirförinni stóð.
Lögregla skaut margoft að manninum á meðan á eftirförinni stóð. EPA
Lögregla í Osló hefur handtekið konuna sem lýst var eftir í tengslum við að vopnaður maður tók sjúkrabíl ófrjálsri hendi og ók á vegfarendur fyrr í dag.

Frá þessu greindi lögregla í Noregi nú síðdegis. Sjúkrabílnum var ekið á barnavagn þar sem í voru sjö mánaða tvíburar, sem virðast hafa sloppið með minniháttar meiðsl. Sömuleiðis munaði minnstu að bílnum var ekið á eldri hjón sem voru á gangi.

Norskir fjölmiðlar segja að ökumaðurinn hafi velt bílnum sínum við Rosenhoff í norðausturhluta Oslóar. Hann stakk þá af og miðaði skotvopni á vegfarendur. Vildi lögregla meina að kona hafi verið í bílnum með manninum.

Sjúkrabíl var ekið á vettvang slyssins og æxluðust mál þannig að vopnaði maðurinn tók sjúkrabílinn ófrjálsri hendi og ók greiðlega á brott. Lögregla fylgdi sjúkrabílnum eftir, en sjúkrabílnum var þá ekið á barnavagninn nærri Sandaker Center, auk þess að minnstu munaði að honum var ekið á eldri hjónin.

Lögregla skaut margoft að manninum á meðan á eftirförinni stóð. Þeim tókst að ná manninum við Krebs Gate í Torshov-hverfinu þar sem einnig var lagt hald á tvö skotvopn. Í kjölfarið var lýst eftir konunni, en lögregla taldi öruggt að hún hafi verið með manninum í bílnum sem valt. Hún hefur nú verið handtekin.

Hin handteknu hafa bæði komið við sögu lögreglu áður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×