Ekki á hverjum degi sem sagnfræðingur fær að vera viðstaddur krýningarathöfn Japanskeisara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2019 12:44 Íslensku forsetahjónin munu færa Japanskeisara heillaóskir frá íslensku þjóðinni þegar þau sækja hátíðarkvöldverð, Naruhito til heiðurs. Í morgun fór fram krýningarhátíð Naruhito Japanskeisara. Íslensku forsetahjónin, ásamt minnst hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogum, voru viðstödd athöfnina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það hafi verið forvitnilegt fyrir sig, ekki síst sem sagnfræðing, að fá að vera viðstaddur sögulegt augnablik þegar Naruhito tók við að föður sínum Akihito. „Þetta gerist auðvitað ekki á hverjum degi þannig að athöfnin var mjög virðuleg og söguleg, skulum við segja. Naruhito, tekur við af Akihito föður sínum sem lifir enn í hárri elli en sagði af sér keisaratign í apríl. Keisarinn þar á undan, var afi núverandi keisara, Hirohito sem var keisari Japana lungann úr 20. öldinni þannig að þetta var virkilega söguleg stund og virðuleg, en látlaus um leið,“ segir Guðni sem staddur er í Tokyo. Viðstaddir krýningarhátíðina voru minnst hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogar, ýmist þjóðhöfðingjar eða fulltrúar landa sinna. „Það er nú kvöld hér í Japan. Nú tekur við kvöldverður þar sem við Elísa konan mín, náum að heilsa upp á Japanskeisara og keisaraynju og færa þeim heillaóskir okkar og íslensku þjóðarinnar.“ Guðni segir að ýmis sóknarfæri séu fyrir hendi í eflingu viðskipta landanna tveggja. Íslensk stjórnvöld hafi lengi unnið að því að glæða áhuga Japana á fríverslunarsamningi. „Það má hugsa ýmislegt hér í heimi viðskiptanna. Japanar hafa mikinn áhuga á íslenskri menningu, okkar bókmenntaarfi og ýmsum tengingum við Íslands, svo ekki sé minnst á ferðamennsku. Það er gott að geta lagt sitt af mörkum til tryggja og efla enn frekar samskipti ríkjanna.“ Forseti Íslands Japan Tengdar fréttir Guðni og Eliza á leið til Japan vegna krýningar Naruhito tekur við embættinu af föður sínum Akihito sem hefur afsalað sér krúninni. 17. október 2019 10:45 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í morgun fór fram krýningarhátíð Naruhito Japanskeisara. Íslensku forsetahjónin, ásamt minnst hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogum, voru viðstödd athöfnina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það hafi verið forvitnilegt fyrir sig, ekki síst sem sagnfræðing, að fá að vera viðstaddur sögulegt augnablik þegar Naruhito tók við að föður sínum Akihito. „Þetta gerist auðvitað ekki á hverjum degi þannig að athöfnin var mjög virðuleg og söguleg, skulum við segja. Naruhito, tekur við af Akihito föður sínum sem lifir enn í hárri elli en sagði af sér keisaratign í apríl. Keisarinn þar á undan, var afi núverandi keisara, Hirohito sem var keisari Japana lungann úr 20. öldinni þannig að þetta var virkilega söguleg stund og virðuleg, en látlaus um leið,“ segir Guðni sem staddur er í Tokyo. Viðstaddir krýningarhátíðina voru minnst hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogar, ýmist þjóðhöfðingjar eða fulltrúar landa sinna. „Það er nú kvöld hér í Japan. Nú tekur við kvöldverður þar sem við Elísa konan mín, náum að heilsa upp á Japanskeisara og keisaraynju og færa þeim heillaóskir okkar og íslensku þjóðarinnar.“ Guðni segir að ýmis sóknarfæri séu fyrir hendi í eflingu viðskipta landanna tveggja. Íslensk stjórnvöld hafi lengi unnið að því að glæða áhuga Japana á fríverslunarsamningi. „Það má hugsa ýmislegt hér í heimi viðskiptanna. Japanar hafa mikinn áhuga á íslenskri menningu, okkar bókmenntaarfi og ýmsum tengingum við Íslands, svo ekki sé minnst á ferðamennsku. Það er gott að geta lagt sitt af mörkum til tryggja og efla enn frekar samskipti ríkjanna.“
Forseti Íslands Japan Tengdar fréttir Guðni og Eliza á leið til Japan vegna krýningar Naruhito tekur við embættinu af föður sínum Akihito sem hefur afsalað sér krúninni. 17. október 2019 10:45 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Guðni og Eliza á leið til Japan vegna krýningar Naruhito tekur við embættinu af föður sínum Akihito sem hefur afsalað sér krúninni. 17. október 2019 10:45