„Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2019 11:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. Þá segir hann að vera Íslands á gráa listanum hafi til þessa haft óveruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf en kappkosta verði að koma Íslandi af listanum. Hann auk dómsmálaráðherra ætla að gefa út skýrslu um stöðuna. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Nefndarmenn og ráðherrar voru sammála um að það væri bagalegt að Ísland sé á listanum og að ríkið geti beðið álitshnekki sökum þessa.Sjá einnig: Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista„Það var töluvert mikil óvissa um það hverjar afleiðingarnar gætu orðið og við lögðum í talsverða vinnu við að greina það á öllum sviðum og höfum síðan fylgst með því. Það er óhætt að segja að afleiðingarnar hafa verið afskaplega takmarkaðar fram til þessa en það skiptir samt sem áður miklu máli að tryggja að við förum af listanum sem allra fyrst,” segir Bjarni.Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra ræða veru Íslands á gráum lista á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmÞá setur hann spurningamerki við hvernig ákvarðanatöku um grálistun er háttað á vettvangi FATF. „Verklagsreglurnar á þessum vettvangi sem að snúa að því að það þurfi fulla samstöðu allra til þess að annars vegar komast að niðurstöðu í þessu ráðgjafaráði sem að leggur til grálistun og síðan þarf fulla samstöðu í sjálfu ráðinu til þess að vinda ofan af slíkri tillögu,” segir Bjarni. „Þetta er nú dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt vegna þess að það er samkomulag um að það sé ekki talað um það hvernig einstök ríki á vettvangnum ráðstafa sínu atkvæði," segir Bjarni Dómsmálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við öllum þeim atriðum sem eftir standa. „Við fjármálaráðherra ætlum að vinna skýrslu um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi, við viljum að þau séu í lagi og við teljum að við höfum lagt í mikla vinnu í að svo sé,” segir Áslaug Arna. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. Þá segir hann að vera Íslands á gráa listanum hafi til þessa haft óveruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf en kappkosta verði að koma Íslandi af listanum. Hann auk dómsmálaráðherra ætla að gefa út skýrslu um stöðuna. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Nefndarmenn og ráðherrar voru sammála um að það væri bagalegt að Ísland sé á listanum og að ríkið geti beðið álitshnekki sökum þessa.Sjá einnig: Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista„Það var töluvert mikil óvissa um það hverjar afleiðingarnar gætu orðið og við lögðum í talsverða vinnu við að greina það á öllum sviðum og höfum síðan fylgst með því. Það er óhætt að segja að afleiðingarnar hafa verið afskaplega takmarkaðar fram til þessa en það skiptir samt sem áður miklu máli að tryggja að við förum af listanum sem allra fyrst,” segir Bjarni.Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra ræða veru Íslands á gráum lista á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmÞá setur hann spurningamerki við hvernig ákvarðanatöku um grálistun er háttað á vettvangi FATF. „Verklagsreglurnar á þessum vettvangi sem að snúa að því að það þurfi fulla samstöðu allra til þess að annars vegar komast að niðurstöðu í þessu ráðgjafaráði sem að leggur til grálistun og síðan þarf fulla samstöðu í sjálfu ráðinu til þess að vinda ofan af slíkri tillögu,” segir Bjarni. „Þetta er nú dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt vegna þess að það er samkomulag um að það sé ekki talað um það hvernig einstök ríki á vettvangnum ráðstafa sínu atkvæði," segir Bjarni Dómsmálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við öllum þeim atriðum sem eftir standa. „Við fjármálaráðherra ætlum að vinna skýrslu um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi, við viljum að þau séu í lagi og við teljum að við höfum lagt í mikla vinnu í að svo sé,” segir Áslaug Arna.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira