Sem kunnugt ervar Ísland sett á gráa listannfyrir helgi þar sem FATF lítur svo á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, munu sitja fyrir svörum nefndarmanna á fundinum.
Greint hefur verið frá því að fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráa listanum hafi borist FATF of seint. Stjórnvöld hafa veriðharðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekist að komaí veg fyrir að Ísland yrði sett á gráa listann. Dómsmálaráðherrahefur sagt að unnið verði að því aðkoma Íslandi af listanum sem fyrst.
Horfa má á útsendingu frá fundinum hér að neðan.