Telja sig hafa fundið japanskt flugmóðurskip á fimm kílómetra dýpi Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2019 23:40 Rob Kraft, yfirmaður neðansjávarleita Vulcan Inc. skoðar sónarmynd af botni Kyrrahafsins. AP/Caleb Jones Rannsakendur fyrirtækisins Vulcan Inc. telja sig hafa fundið annað af fjórum flugmóðurskipum Japana sem Bandaríkjamenn sökktu í orrustunni við Midway í seinni heimsstyrjöldinni. Orrustan þykir vendipunktur í stríði ríkjanna. Rúmri viku eftir að rannsakendurnir á skipinu Petrel fundu flak flugmóðurskipsins Kaga segjast þeir hafa fundið annað hvort Akagi eða Soryu. Með því að notast við fjarstýrðan kafbát með sónar fannst flakið á fimm og hálfs kílómetra dýpi í Kyrrahafinu. Nánar tiltekið rúmlega tvö þúsund kílómetra norðvestur af Hawai-eyjum. Næsta skref er að senda annan kafbát með nákvæmari sónar og þannig verður hægt að greina flakið betur og staðfesta um hvort flugmóðurskipið sé að ræða. Sú sjóferð mun taka um átta klukkustundir. Þar til í síðustu viku hafði einungis eitt af þeim sjö skipum sem sukku í orrustunni um Midway í júní 1942 fundist. Japanar misstu fimm skip, þar af fjögur flugmóðurskip, og Bandaríkjamenn tvö. Rúmlega tvö þúsund Japanir og 300 Bandaríkjamenn létu lífið. Kaga fannst í síðustu viku á tæplega fimm kílómetra dýpi. Sónarmyndir sýna að skipið sökk á miklum hraða og er stærðarinnar gígur í kringum skipið á hafsbotni, eins og stór sprenging hafi átt sér stað. Stefni skipsins er grafið djúpt í hafsbotninn en það þykir þó heillegt. Áhöfn Petrel vonast til þess að finna öll skipin sem sukku og safna gögnum um þau. Auðjöfurinn Paul Allen, sem stofnaði Microsoft með Bill Gates, hóf leitarverkefnið. Áhöfn Petrel hefur um árabil unnið með sjóher Bandaríkjanna og öðrum ríkjum að því að finna og skrásetja sokkin skip og hingað til hafa þau fundið rúmlega 30.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar um fund Kaga.Hér má sjá sónarmyndir sem teknar voru í dag. Að endingu má sjá myndband sem áhöfn Petrel gerði um fund Kaga. Fornminjar Japan Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Rannsakendur fyrirtækisins Vulcan Inc. telja sig hafa fundið annað af fjórum flugmóðurskipum Japana sem Bandaríkjamenn sökktu í orrustunni við Midway í seinni heimsstyrjöldinni. Orrustan þykir vendipunktur í stríði ríkjanna. Rúmri viku eftir að rannsakendurnir á skipinu Petrel fundu flak flugmóðurskipsins Kaga segjast þeir hafa fundið annað hvort Akagi eða Soryu. Með því að notast við fjarstýrðan kafbát með sónar fannst flakið á fimm og hálfs kílómetra dýpi í Kyrrahafinu. Nánar tiltekið rúmlega tvö þúsund kílómetra norðvestur af Hawai-eyjum. Næsta skref er að senda annan kafbát með nákvæmari sónar og þannig verður hægt að greina flakið betur og staðfesta um hvort flugmóðurskipið sé að ræða. Sú sjóferð mun taka um átta klukkustundir. Þar til í síðustu viku hafði einungis eitt af þeim sjö skipum sem sukku í orrustunni um Midway í júní 1942 fundist. Japanar misstu fimm skip, þar af fjögur flugmóðurskip, og Bandaríkjamenn tvö. Rúmlega tvö þúsund Japanir og 300 Bandaríkjamenn létu lífið. Kaga fannst í síðustu viku á tæplega fimm kílómetra dýpi. Sónarmyndir sýna að skipið sökk á miklum hraða og er stærðarinnar gígur í kringum skipið á hafsbotni, eins og stór sprenging hafi átt sér stað. Stefni skipsins er grafið djúpt í hafsbotninn en það þykir þó heillegt. Áhöfn Petrel vonast til þess að finna öll skipin sem sukku og safna gögnum um þau. Auðjöfurinn Paul Allen, sem stofnaði Microsoft með Bill Gates, hóf leitarverkefnið. Áhöfn Petrel hefur um árabil unnið með sjóher Bandaríkjanna og öðrum ríkjum að því að finna og skrásetja sokkin skip og hingað til hafa þau fundið rúmlega 30.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar um fund Kaga.Hér má sjá sónarmyndir sem teknar voru í dag. Að endingu má sjá myndband sem áhöfn Petrel gerði um fund Kaga.
Fornminjar Japan Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira