Segja eitt en gera annað Edda Hermannsdóttir skrifar 21. október 2019 09:00 Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. Börn mótmæla úti á götum um allan heim og fræða foreldra sína dyggilega um flokkun á rusli á meðan stefnt er að kolefnishlutlausu Íslandi fyrir árið 2040. Því við vitum afleiðingarnar; meira plast en fiskar í sjónum, yfirborð sjávar hækkar og þurr svæði verða enn þurrari. En þetta vitum við. Þegar einstaklingar geta haft mikil áhrif þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess þegar fyrirtæki taka sig til og breyta sinni hegðun. Í dag þurfa umhverfismál líkt og jafnréttismál að vera málefni sem eru rædd eins og hver önnur viðskipti inni á borði framkvæmdastjórnar. Þegar fyrirtæki markaðssetja sig eða eiga í samskiptum við viðskiptavini þarf líka að huga að þessum málum svo þetta verði ekki spariorð í samfélagsskýrslum. Við hjá Íslandsbanka þurftum að fara í gegnum þessa naflaskoðun líkt og öll önnur fyrirtæki og erum byrjuð á þeirri vegferð. En við sáum strax mótsögnina í því sem við vorum að tala um. Kolefnisjöfnum starfsemina en segjum ungum krökkum að setja peninginn sinn í þennan fína plastbauk sem við fljúgum alla leið til Íslands frá Kína. Tölum um jafnrétti af miklum eldmóð en auglýsum bankann hjá fjölmiðlum þar sem fáar sem engar konur fá tækifæri til að komast á dagskrá. Tölum um jafnt kynjahlutfall en kaupum þjónustu af fyrirtækjum eingöngu skipuðum karlmönnum. Pappamál í stað plasts í útibúum en gefum litlum krökkum dót úr plasti eða fyllum fang þeirra af dóti sem þau missa áhugann á um leið og heim er komið enda fáir jafn meðvitaðir um umhverfið og þau. Skrifum um sóun en prentum út skýrslur og fyllum fundarborð af plastpennum og bréfsefni sem fer beint í ruslið. En þetta er breytt og það skiptir máli. Stórt fyrirtæki sem hreyfir sig í þessa átt er svo sannarlega öflugt og jákvætt hreyfiafl. Það verður ekki talað um sjálfbærni á tyllidögum, þetta verður rætt á hverjum degi við hverja ákvörðun og það má spyrja allra óþægilegu spurninganna. Við kveðjum því plastbaukinn og kynnum pappabaukinn. Við gefum ekki börnum plastvörur fyrir að spara heldur aukum við skemmtilega upplifun, við forðumst að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylla herbergið aðeins af karlmönnum, við prentum ekki skýrslur og við kveðjum auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla. Við verðum seint fullkomin en við erum að reyna, fyrir framtíðina. Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Hermannsdóttir Íslenskir bankar Loftslagsmál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. Börn mótmæla úti á götum um allan heim og fræða foreldra sína dyggilega um flokkun á rusli á meðan stefnt er að kolefnishlutlausu Íslandi fyrir árið 2040. Því við vitum afleiðingarnar; meira plast en fiskar í sjónum, yfirborð sjávar hækkar og þurr svæði verða enn þurrari. En þetta vitum við. Þegar einstaklingar geta haft mikil áhrif þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess þegar fyrirtæki taka sig til og breyta sinni hegðun. Í dag þurfa umhverfismál líkt og jafnréttismál að vera málefni sem eru rædd eins og hver önnur viðskipti inni á borði framkvæmdastjórnar. Þegar fyrirtæki markaðssetja sig eða eiga í samskiptum við viðskiptavini þarf líka að huga að þessum málum svo þetta verði ekki spariorð í samfélagsskýrslum. Við hjá Íslandsbanka þurftum að fara í gegnum þessa naflaskoðun líkt og öll önnur fyrirtæki og erum byrjuð á þeirri vegferð. En við sáum strax mótsögnina í því sem við vorum að tala um. Kolefnisjöfnum starfsemina en segjum ungum krökkum að setja peninginn sinn í þennan fína plastbauk sem við fljúgum alla leið til Íslands frá Kína. Tölum um jafnrétti af miklum eldmóð en auglýsum bankann hjá fjölmiðlum þar sem fáar sem engar konur fá tækifæri til að komast á dagskrá. Tölum um jafnt kynjahlutfall en kaupum þjónustu af fyrirtækjum eingöngu skipuðum karlmönnum. Pappamál í stað plasts í útibúum en gefum litlum krökkum dót úr plasti eða fyllum fang þeirra af dóti sem þau missa áhugann á um leið og heim er komið enda fáir jafn meðvitaðir um umhverfið og þau. Skrifum um sóun en prentum út skýrslur og fyllum fundarborð af plastpennum og bréfsefni sem fer beint í ruslið. En þetta er breytt og það skiptir máli. Stórt fyrirtæki sem hreyfir sig í þessa átt er svo sannarlega öflugt og jákvætt hreyfiafl. Það verður ekki talað um sjálfbærni á tyllidögum, þetta verður rætt á hverjum degi við hverja ákvörðun og það má spyrja allra óþægilegu spurninganna. Við kveðjum því plastbaukinn og kynnum pappabaukinn. Við gefum ekki börnum plastvörur fyrir að spara heldur aukum við skemmtilega upplifun, við forðumst að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylla herbergið aðeins af karlmönnum, við prentum ekki skýrslur og við kveðjum auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla. Við verðum seint fullkomin en við erum að reyna, fyrir framtíðina. Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar