Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2019 20:00 Launabætur ríkisins til Landspítalans eru vanáætlaðar um allt að milljarð á ári að sögn forstjórans. Hann segir að aðhaldsaðgerðir spítalans eigi að skila um tveimur og hálfum milljarði í sparnað á næsta ári. Þá verður fólki fækkað í einhverjum tilvikum í gegnum starfsmannaveltu. Halli á rekstri Landspítalans á síðasta ári var um einn komma fjórir milljarða króna. Þá er ríflega sjötíu prósent af kostnaði spítalans til kominn vegna launakostnaðar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans segir að það skorti umtalsvert fjármagn í launabætur frá ríkinu. „Við sjáum það þegar ýmsir kjarasamningar eru teknir saman að það fjármagn sem uppá vantar til að standa straum að launakostnaði er nálægt milljarði á ári,“ segir Páll. Páll segir að kjarasamningurinn sem gerður var við lækna árið 2015 vegi þarna þyngst. Hann á von á því að það komi fljótlega í ljós hvort spítalinn fái þetta fjármagn. „Það kemur í ljós í síðasta lagi þegar fjárlög verða samþykkt,“ segir Páll. Hann kynnti viðamiklar aðhaldsaðgerðir á spítalanum fyrir helgi og segir að meðal þess sem verði skorið niður verði svokallað Hekluverkefni sem ráðist var í til að halda í fólk í vaktavinnu. Kostnaðurinn nemi hundruðum milljóna á ári. Það þurfi hins vegar að finna nýja lausn. „Þetta þarf að fjármagna og við teljum brýnt að skoða hvernig það er hægt,“ segir Páll. Þá verður launakostnaður lækkaður á spítalanum. „Þegar að yfir sjötíu prósent af kostnaði spítalans er launakostnaður þá verðum við líka að skoða vaktafyrirkomulag, hvernig vinnan er skipulögð og nota starfsmannaveltu í einhverjum tilfellum til að fækka fólki,“ segir hann. Páll segir að þrátt fyrir þennan vanda sé spítalinn vel rekinn. Í skýrslu sem gerð var fyrir stjórnvöld árið 2016 kom fram að spítalinn er mun betur rekinn en sambærilegir spítalar í Svíþjóð, þar munar allt að helming,“ segir Páll. Landspítalinn Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira
Launabætur ríkisins til Landspítalans eru vanáætlaðar um allt að milljarð á ári að sögn forstjórans. Hann segir að aðhaldsaðgerðir spítalans eigi að skila um tveimur og hálfum milljarði í sparnað á næsta ári. Þá verður fólki fækkað í einhverjum tilvikum í gegnum starfsmannaveltu. Halli á rekstri Landspítalans á síðasta ári var um einn komma fjórir milljarða króna. Þá er ríflega sjötíu prósent af kostnaði spítalans til kominn vegna launakostnaðar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans segir að það skorti umtalsvert fjármagn í launabætur frá ríkinu. „Við sjáum það þegar ýmsir kjarasamningar eru teknir saman að það fjármagn sem uppá vantar til að standa straum að launakostnaði er nálægt milljarði á ári,“ segir Páll. Páll segir að kjarasamningurinn sem gerður var við lækna árið 2015 vegi þarna þyngst. Hann á von á því að það komi fljótlega í ljós hvort spítalinn fái þetta fjármagn. „Það kemur í ljós í síðasta lagi þegar fjárlög verða samþykkt,“ segir Páll. Hann kynnti viðamiklar aðhaldsaðgerðir á spítalanum fyrir helgi og segir að meðal þess sem verði skorið niður verði svokallað Hekluverkefni sem ráðist var í til að halda í fólk í vaktavinnu. Kostnaðurinn nemi hundruðum milljóna á ári. Það þurfi hins vegar að finna nýja lausn. „Þetta þarf að fjármagna og við teljum brýnt að skoða hvernig það er hægt,“ segir Páll. Þá verður launakostnaður lækkaður á spítalanum. „Þegar að yfir sjötíu prósent af kostnaði spítalans er launakostnaður þá verðum við líka að skoða vaktafyrirkomulag, hvernig vinnan er skipulögð og nota starfsmannaveltu í einhverjum tilfellum til að fækka fólki,“ segir hann. Páll segir að þrátt fyrir þennan vanda sé spítalinn vel rekinn. Í skýrslu sem gerð var fyrir stjórnvöld árið 2016 kom fram að spítalinn er mun betur rekinn en sambærilegir spítalar í Svíþjóð, þar munar allt að helming,“ segir Páll.
Landspítalinn Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira