Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2019 16:55 Vladimir Putin (t.v.) og Recep Tayyip Erdogan (t.h.) munu funda í Sochi í vikunni. getty/Mikhail Svetlov Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. Greint er frá þessu á vef fréttastofu Reuters. „Engir hermenn á okkar vegum eru í borginni,“ sagði Kino Gabriel, talsmaður SDF, í tilkynningu. Fyrr í dag sögðu hersveitir Tyrkja, sem hafa tekið stjórn á nærri öllum bænum í síðustu viku, að kúrdíska YPG hersveitin væri enn í stórum hluta bæjarins. Þá var greint frá því að Tyrkir og Rússar muni ræða hvernig best sé að „fjarlægja“ kúrdísku YPG sveitirnar frá bæjunum Manbij og Kobani í norðurhluta Sýrlands. Þetta munu þeir ræða á fundi sem haldinn verður í Sochi í næstu viku. Þetta sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands á sunnudag. Tyrkland stöðvaði hernaðaraðgerðir sínar í norðausturhluta Sýrlands eftir að Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, samþykkti á fimmtudag, eftir að hafa rætt við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, að leggja niður vopn í fimm daga til að gefa YPG mönnum færi á að yfirgefa „öryggissvæðið“ svokallaða sem Tyrkir vilja hafa á landamærunum.Kúrdískir „hryðjuverkamenn“ verða fjarlægðir af landamærunum Vopnahléinu var komið á með milligöngu Bandaríkjanna en fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að allir 1.000 hermenn Bandaríkjahers sem staðsettir voru í norðurhluta Sýrlands, myndu snúa aftur til Bandaríkjanna. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu og í Washington og segja margir ákvörðunina vera svik við kúrdíska bandamenn þeirra sem hafa í áraraðir verið í fylkingarbrjósti, ásamt Bandaríkjunum, í baráttunni gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki. Cavusoglu sagði í viðtali við Kanal 87 á sunnudag að það væri gríðarlega mikilvægt að Erdogan og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í vikunni. „Við munum ræða hvernig hryðjuverkahópurinn YPG verður fjarlægður frá landamærum okkar, sérstaklega frá Manbij og Kobani, í samstarfi við Rússa,“ sagði Cavusoglu. „Við trúum því að við getum náð samkomulagi við þá og unnið saman í framtíðinni, eins og við höfum gert áður.“ Átök Kúrda og Tyrkja Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. Greint er frá þessu á vef fréttastofu Reuters. „Engir hermenn á okkar vegum eru í borginni,“ sagði Kino Gabriel, talsmaður SDF, í tilkynningu. Fyrr í dag sögðu hersveitir Tyrkja, sem hafa tekið stjórn á nærri öllum bænum í síðustu viku, að kúrdíska YPG hersveitin væri enn í stórum hluta bæjarins. Þá var greint frá því að Tyrkir og Rússar muni ræða hvernig best sé að „fjarlægja“ kúrdísku YPG sveitirnar frá bæjunum Manbij og Kobani í norðurhluta Sýrlands. Þetta munu þeir ræða á fundi sem haldinn verður í Sochi í næstu viku. Þetta sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands á sunnudag. Tyrkland stöðvaði hernaðaraðgerðir sínar í norðausturhluta Sýrlands eftir að Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, samþykkti á fimmtudag, eftir að hafa rætt við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, að leggja niður vopn í fimm daga til að gefa YPG mönnum færi á að yfirgefa „öryggissvæðið“ svokallaða sem Tyrkir vilja hafa á landamærunum.Kúrdískir „hryðjuverkamenn“ verða fjarlægðir af landamærunum Vopnahléinu var komið á með milligöngu Bandaríkjanna en fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að allir 1.000 hermenn Bandaríkjahers sem staðsettir voru í norðurhluta Sýrlands, myndu snúa aftur til Bandaríkjanna. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu og í Washington og segja margir ákvörðunina vera svik við kúrdíska bandamenn þeirra sem hafa í áraraðir verið í fylkingarbrjósti, ásamt Bandaríkjunum, í baráttunni gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki. Cavusoglu sagði í viðtali við Kanal 87 á sunnudag að það væri gríðarlega mikilvægt að Erdogan og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í vikunni. „Við munum ræða hvernig hryðjuverkahópurinn YPG verður fjarlægður frá landamærum okkar, sérstaklega frá Manbij og Kobani, í samstarfi við Rússa,“ sagði Cavusoglu. „Við trúum því að við getum náð samkomulagi við þá og unnið saman í framtíðinni, eins og við höfum gert áður.“
Átök Kúrda og Tyrkja Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09
Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21
Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00