Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2019 13:14 Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður.Stundin greindi frá því í vikunni að útgerðarfélagið Samherji hefði afskrifað meira en helming af kröfum sínum á hendur eignarhaldsfélagi Eyþórs vegna hlutabréfaviðskipta í Morgunblaðinu árið 2017. Í Stundinni var því haldið fram að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt eða muni greiða fyrir þau. „Jájá, það er greitt fyrir hann. Hann er bara í félagi. Þau viðskipti eru búin. Þetta er þannig að félagið sem ég er með hefur líka fært niður hlutinn. Það er alveg klárt að þessi taprekstur sem hefur verið í gangi, hann hefur verið mikill og þess vegna er mjög umdeilanlegt hvers virði þessi hlutur er. Þú þekkir það með fjölmiðla, þeir náttúrulega berjast í bökkum og maður vissi að þetta er áhætta, það er bara þannig,“ sagði Eyþór í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Eyþór hafði litlar áhyggjur af hlutnum þegar hann var spurður nánar út í þetta á Sprengisandi. „Þetta verður bara í lagi.“ Eyþór ítrekaði að frá því hann hefði farið í stjórnmál hefði hann ákvað að draga sig úr rekstri fyrirtækja. Þar á meðal hefði hann dregið úr hluti sínum í Morgunblaðinu og hefði engin afskipti af rekstri eða stjórn. Samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var samþykktur nýverið. Eyþór hefur lýst yfir andstöðu sinni gagnvart honum. Hefur hann miklar efasemdir gagnvart útfærðum veggjöldum og hver muni bera ábyrgð á framúrkeyrslu á verkefnum, ríkið eða sveitarfélögin. Eyþór var spurður hvort hann gæti leyft sér að fara gegn sáttmálanum sem væri að hluta runnin undan rifjum formanns Sjálfstæðisflokksins sem situr í ríkisstjórn. „Hann gengur frá samkomulaginu en svo er það samgönguráðherrans að koma með tillögu, og samgöngunefndar og ég treysti þeim að gera eins vel og þau geta en ég er að gefa þeim brýningu.“ Fjölmiðlar Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður.Stundin greindi frá því í vikunni að útgerðarfélagið Samherji hefði afskrifað meira en helming af kröfum sínum á hendur eignarhaldsfélagi Eyþórs vegna hlutabréfaviðskipta í Morgunblaðinu árið 2017. Í Stundinni var því haldið fram að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt eða muni greiða fyrir þau. „Jájá, það er greitt fyrir hann. Hann er bara í félagi. Þau viðskipti eru búin. Þetta er þannig að félagið sem ég er með hefur líka fært niður hlutinn. Það er alveg klárt að þessi taprekstur sem hefur verið í gangi, hann hefur verið mikill og þess vegna er mjög umdeilanlegt hvers virði þessi hlutur er. Þú þekkir það með fjölmiðla, þeir náttúrulega berjast í bökkum og maður vissi að þetta er áhætta, það er bara þannig,“ sagði Eyþór í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Eyþór hafði litlar áhyggjur af hlutnum þegar hann var spurður nánar út í þetta á Sprengisandi. „Þetta verður bara í lagi.“ Eyþór ítrekaði að frá því hann hefði farið í stjórnmál hefði hann ákvað að draga sig úr rekstri fyrirtækja. Þar á meðal hefði hann dregið úr hluti sínum í Morgunblaðinu og hefði engin afskipti af rekstri eða stjórn. Samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var samþykktur nýverið. Eyþór hefur lýst yfir andstöðu sinni gagnvart honum. Hefur hann miklar efasemdir gagnvart útfærðum veggjöldum og hver muni bera ábyrgð á framúrkeyrslu á verkefnum, ríkið eða sveitarfélögin. Eyþór var spurður hvort hann gæti leyft sér að fara gegn sáttmálanum sem væri að hluta runnin undan rifjum formanns Sjálfstæðisflokksins sem situr í ríkisstjórn. „Hann gengur frá samkomulaginu en svo er það samgönguráðherrans að koma með tillögu, og samgöngunefndar og ég treysti þeim að gera eins vel og þau geta en ég er að gefa þeim brýningu.“
Fjölmiðlar Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira