Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2019 21:45 Tim Morrison hefur verið yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Hvíta hússins. Hann sagði af sér í dag og kom fyrir þingnefndir sem rannsaka möguleg embættisbrot Trump forseta. AP/Scott Applewhite Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna staðfesti vitnisburð annarra embættismanna um að Donald Trump forseti hafi reynt að nota embætti sitt til að knýja pólitískan greiða út úr úkraínskum stjórnvöldum. Í vitnisburði fyrir Bandaríkjaþingi í dag sagðist ráðgjafinn þó ekki telja að það hefði verið ólöglegt. Tim Morrison, sem sagði af sér sem yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráðinu í dag, kom fyrir þrjár nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka sameiginlega hvort Trump hafi framið embættisbrot í samskiptum sínum við Úkraínu. Vitnaleiðslur hafa fram að þessu farið fram á bak við luktar dyr en fulltrúadeildin samþykkti í dag reglur fyrir rannsóknina, þar á meðal að halda opnar vitnaleiðslur. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar kvartaði formlega undan því að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu með því að krefja Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótherja Trump í kosningum á næsta ári, og stoðlausri samsæriskenningu um tölvupóstþjón demókrata sem Rússar brutust inn í. Lýsing uppljóstrarans hefur í aðalatriðum verið staðfest í framburði nokkurra núverandi og fyrrverandi embættismanna ríkisstjórnar Trump. Uppljóstrarinn sagði að starfsmenn Hvíta húsið hefðu einnig misbeitt tölvukerfi sem er ætlað fyrir háleynilegar upplýsingar til að takmarka aðgang að eftirriti símtalsins og koma í veg fyrir að efni þess spyrðist út. Í minnisblaði um símtalið sem Hvíta húsið birti sjálft kom fram að Trump gekk ítrekað á Zelenskíj um að rannsaka Biden og samsæriskenninguna.William Taylor er starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu. Hann sagði þingnefndunum í síðustu viku að honum hafi skilist að Trump væri að beita embætti sínu til að fá úkraínsk stjórnvöld til að hjálpa möguleikum sínum á endurkjöri í kosnignum á næsta ári.AP/Andrew HarnikHafði ekki sérstakar áhyggjur af símtalinuWashington Post segir að Morrison hafi staðfest framburð Williams Taylor, hæst setta sendifulltrúa Bandaríkjanna í Úkraínu, um að hann hefði gert Taylor viðvart um að Trump og samverkamenn hans héldu eftir hernaðaraðstoð og fundi í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir þar til þau samþykktu að rannsaka Biden og samsæriskenninguna. Þrátt fyrir það sagðist Morrison ekki telja að þær kröfur Trump forseta væru endilega óviðeigandi eða ólöglegar heldur frekar að þær skaðað þverpólitíska samstöðu bandarískra þingmanna um stuðning við Úkraínu, lykilbandslagsríki Bandaríkjanna í Austur-Evrópu. AP-fréttastofan, sem hefur afrit af skriflegri yfirlýsingu Morrison til þingnefndanna undir höndum, segir að Morrison hafi þannig ekki haft sérstakar áhyggjur vegna símtals Trump við Zelenskíj. „Ég vil vera skýr um að ég hafði ekki áhyggjur af því að nokkuð ólöglegt hefði verið rætt,“ sagði í yfirlýsingu hans. Trump stöðvaði afgreiðslu tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoðar til Úkraínu í júlí, skömmu fyrir símtal hans og Zelenskíj. Þá gerðu nokkrir samverkamenn hans, þar á meðal Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður forsetans, og Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna við Evrópusambandinu, stjórnvöldum í Kænugarði ljóst að Trump fundaði ekki með Zelenskíj nema hann lýsti því yfir opinberlega að til stæði að rannsaka Biden og samsæriskenninguna. Annar starfsmaður þjóðaröryggisráðsins, Alexander Vindman, undirofursti, sagði þingnefndunum í vikunni að honum hafi blöskrað svo samskipti Trump við Úkraínu í sumar, þar á meðal símtalið við Zelenskíj, að hann hafi gert lögfræðingi Hvíta hússins viðvart í tvígang. Morrison sagði þingnefndunum einnig í dag að hann hefði deilt með Taylor áhyggjum sínum af samtali Trump og Sondland í september. Í því hafi Trump ítrekað að hann sæktist ekki eftir „kaupum kaups“ en að Zelenskíj yrði að tilkynna opinberlega um rannsóknirnar.Gordon Sondland, auðugur hótelkeðjueigandi og fjárhagslegur bakhjarl framboðs Trump, var handvalinn af forsetanum til að sjá um samskipti við stjórnvöld í Kænugarði þrátt fyrir að hann sé sendiherra gagnvart Evrópusambandinu sem Úkraína er ekki hluti af.AP/Virginia MayoHélt að þrýstingurinn væri einleikur SondlandNew York Times fullyrðir að í vitnisburði sínum hafi Morrison greint frá því að Sondland hafi sagt ráðgjafa Úkraínuforseta í september að hernaðaraðstoðin til Úkraínu yrði ekki afgreidd fyrir en Zelenskíj lofaði að hefja rannsóknirnar sem Trump krafðist. Morrison sagði að þar til hann ræddi við Sondland í byrjun september hafi hvorki hann né Taylor haft ástæðu til að telja að hernaðaraðstoðin væri skilyrt við opinbera yfirlýsingu Úkraínumanna um rannsókn á Biden. „Jafnvel þá vonaði ég að áætlun Sondland sendiherra væri aðeins hans eigin og að aðrir leiðtogar ríkisstjórnarinnar og þingsins sem skildu mikilvægi Úkraínu fyrir þjóðaröryggi okkar myndu ekki taka hana til greina,“ sagði Morrison. Helsta vörn Trump og bandamanna hans fram að þessu falist í að hann hafi ekki sóst eftir nokkurs konar „kaupum kaups“ [lat. Quid pro quo] við Úkraínu. Uppljóstranir embættismanna um að hann hafi reynt að nota hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld um að fara að vilja hans þykja grafa verulega undan þeirri málsvörn. Þingnefndirnar hafa boðað John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisáðgjafa Trump, til vitnisburðar. Lögmaður hans sagði hann ekki ætla að koma sjálfviljugan og gáfu nefndirnar í kjölfarið út stefnu þess efnis. Dómari á eftir að taka afstöðu til þess hvort Bolton og annað vitni sem þingnefndirnar stefndu þurfa að verða við þeim. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna staðfesti vitnisburð annarra embættismanna um að Donald Trump forseti hafi reynt að nota embætti sitt til að knýja pólitískan greiða út úr úkraínskum stjórnvöldum. Í vitnisburði fyrir Bandaríkjaþingi í dag sagðist ráðgjafinn þó ekki telja að það hefði verið ólöglegt. Tim Morrison, sem sagði af sér sem yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráðinu í dag, kom fyrir þrjár nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka sameiginlega hvort Trump hafi framið embættisbrot í samskiptum sínum við Úkraínu. Vitnaleiðslur hafa fram að þessu farið fram á bak við luktar dyr en fulltrúadeildin samþykkti í dag reglur fyrir rannsóknina, þar á meðal að halda opnar vitnaleiðslur. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar kvartaði formlega undan því að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu með því að krefja Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótherja Trump í kosningum á næsta ári, og stoðlausri samsæriskenningu um tölvupóstþjón demókrata sem Rússar brutust inn í. Lýsing uppljóstrarans hefur í aðalatriðum verið staðfest í framburði nokkurra núverandi og fyrrverandi embættismanna ríkisstjórnar Trump. Uppljóstrarinn sagði að starfsmenn Hvíta húsið hefðu einnig misbeitt tölvukerfi sem er ætlað fyrir háleynilegar upplýsingar til að takmarka aðgang að eftirriti símtalsins og koma í veg fyrir að efni þess spyrðist út. Í minnisblaði um símtalið sem Hvíta húsið birti sjálft kom fram að Trump gekk ítrekað á Zelenskíj um að rannsaka Biden og samsæriskenninguna.William Taylor er starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu. Hann sagði þingnefndunum í síðustu viku að honum hafi skilist að Trump væri að beita embætti sínu til að fá úkraínsk stjórnvöld til að hjálpa möguleikum sínum á endurkjöri í kosnignum á næsta ári.AP/Andrew HarnikHafði ekki sérstakar áhyggjur af símtalinuWashington Post segir að Morrison hafi staðfest framburð Williams Taylor, hæst setta sendifulltrúa Bandaríkjanna í Úkraínu, um að hann hefði gert Taylor viðvart um að Trump og samverkamenn hans héldu eftir hernaðaraðstoð og fundi í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir þar til þau samþykktu að rannsaka Biden og samsæriskenninguna. Þrátt fyrir það sagðist Morrison ekki telja að þær kröfur Trump forseta væru endilega óviðeigandi eða ólöglegar heldur frekar að þær skaðað þverpólitíska samstöðu bandarískra þingmanna um stuðning við Úkraínu, lykilbandslagsríki Bandaríkjanna í Austur-Evrópu. AP-fréttastofan, sem hefur afrit af skriflegri yfirlýsingu Morrison til þingnefndanna undir höndum, segir að Morrison hafi þannig ekki haft sérstakar áhyggjur vegna símtals Trump við Zelenskíj. „Ég vil vera skýr um að ég hafði ekki áhyggjur af því að nokkuð ólöglegt hefði verið rætt,“ sagði í yfirlýsingu hans. Trump stöðvaði afgreiðslu tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoðar til Úkraínu í júlí, skömmu fyrir símtal hans og Zelenskíj. Þá gerðu nokkrir samverkamenn hans, þar á meðal Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður forsetans, og Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna við Evrópusambandinu, stjórnvöldum í Kænugarði ljóst að Trump fundaði ekki með Zelenskíj nema hann lýsti því yfir opinberlega að til stæði að rannsaka Biden og samsæriskenninguna. Annar starfsmaður þjóðaröryggisráðsins, Alexander Vindman, undirofursti, sagði þingnefndunum í vikunni að honum hafi blöskrað svo samskipti Trump við Úkraínu í sumar, þar á meðal símtalið við Zelenskíj, að hann hafi gert lögfræðingi Hvíta hússins viðvart í tvígang. Morrison sagði þingnefndunum einnig í dag að hann hefði deilt með Taylor áhyggjum sínum af samtali Trump og Sondland í september. Í því hafi Trump ítrekað að hann sæktist ekki eftir „kaupum kaups“ en að Zelenskíj yrði að tilkynna opinberlega um rannsóknirnar.Gordon Sondland, auðugur hótelkeðjueigandi og fjárhagslegur bakhjarl framboðs Trump, var handvalinn af forsetanum til að sjá um samskipti við stjórnvöld í Kænugarði þrátt fyrir að hann sé sendiherra gagnvart Evrópusambandinu sem Úkraína er ekki hluti af.AP/Virginia MayoHélt að þrýstingurinn væri einleikur SondlandNew York Times fullyrðir að í vitnisburði sínum hafi Morrison greint frá því að Sondland hafi sagt ráðgjafa Úkraínuforseta í september að hernaðaraðstoðin til Úkraínu yrði ekki afgreidd fyrir en Zelenskíj lofaði að hefja rannsóknirnar sem Trump krafðist. Morrison sagði að þar til hann ræddi við Sondland í byrjun september hafi hvorki hann né Taylor haft ástæðu til að telja að hernaðaraðstoðin væri skilyrt við opinbera yfirlýsingu Úkraínumanna um rannsókn á Biden. „Jafnvel þá vonaði ég að áætlun Sondland sendiherra væri aðeins hans eigin og að aðrir leiðtogar ríkisstjórnarinnar og þingsins sem skildu mikilvægi Úkraínu fyrir þjóðaröryggi okkar myndu ekki taka hana til greina,“ sagði Morrison. Helsta vörn Trump og bandamanna hans fram að þessu falist í að hann hafi ekki sóst eftir nokkurs konar „kaupum kaups“ [lat. Quid pro quo] við Úkraínu. Uppljóstranir embættismanna um að hann hafi reynt að nota hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld um að fara að vilja hans þykja grafa verulega undan þeirri málsvörn. Þingnefndirnar hafa boðað John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisáðgjafa Trump, til vitnisburðar. Lögmaður hans sagði hann ekki ætla að koma sjálfviljugan og gáfu nefndirnar í kjölfarið út stefnu þess efnis. Dómari á eftir að taka afstöðu til þess hvort Bolton og annað vitni sem þingnefndirnar stefndu þurfa að verða við þeim.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04
Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37
Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45
Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48
Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15
Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29