Vörumerkið þitt, hvernig líður því? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 31. október 2019 12:00 Ertu með virka stefnu fyrir vörumerkið og allt sem það felur í sér? Vörumerki þróast, þroskast og breytast með tíð og tíma, líkt og markaðurinn. Við vitum að vörumerki (í allri sinni flóknu og fjölbreyttu mynd) geta verið ein af verðmætari eignum fyrirtækja. Það skiptir því miklu máli að sinna því. Það tekur tíma og markvissa markaðsvinnu að byggja upp verðmæt vörumerki. Afraksturinn er dýrmæt eign sem ber að meðhöndla sem slíka. Nauðsynleg byrjun er að vera með á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur. Það er jafnframt lykilatriði að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúin(n) í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess. Þaðan byggist svo samband vörumerkis og viðskiptavinar. Eitt af því sem fyrirtæki geta gert er að byggja inn í sína stefnumótun og allt markaðsstarf aðferðir sem huga að vörumerki fyrirtækisins, sem oft eru fleiri en ein. Vörumerki byggjast upp á löngum tíma. Með markaðs- og sölustarfi bætist við merkið og það öðlast sess í hugum neytenda. Eitt af verkefnunum við uppbyggingu og viðhald vörumerkja er innleiðing á marglaga stefnum og strategíum. Þetta ræðst allt af því hvar merkið er statt á sinni líftímakúrfu. Stundum þarf aðeins að viðhalda og styrkja, stundum þarf að rýna og breyta.Hefur vörumerkið sömu merkingu í huga starfsmanna fyrirtækisins, stjórnenda þess og markhópsins?Eru skilaboð fyrirtækisins í takt við það sem vörumerkið stendur fyrir í hugum neytenda? Þar getur einnig verið munur á skynjun, starfi fyrirtækið bæði á einstaklings og fyrirtækjamarkaði.Þetta var gert fyrir nokkrum árum, er ekki allt enn í gildi? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina vörumerki sitt frá öðrum og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum.Stendur vörumerkið fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir sínum séreinkennum með samkeppninni?Reynir vörumerkið að vera allt í öllu; stundum létt og vinalegt en á öðrum stundum formlegt og kalt?Er munur á því hvaða tónn er notaður eftir því hvar fyrirtækið á samskipti við markaðinn, t.d. á samfélagsmiðlum annars vegar og í þjónustuverum hins vegar? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljós fyrir öll samskipti við markaðinn. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Það er enginn vafi á því að mörg íslensk vörumerki eiga hér ónýtt tækifæri og geta eflst með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Almennilega, og allstaðar! Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað.Skiptir þetta máli? Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Grunnurinn að öllu samtali, hönnun og kemur við sögu alls staðar. Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins. Það gerist meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem markhópurinn skilgreinir sem mikilvæga og/eða verðmæta. Það er auðveldara fyrir alla sem að vörumerkinu koma að stefna í sömu átt ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur, hvaða gildi standa að baki og hver markmiðin eru. Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir, ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir fyrirtækið þitt mestu máli? Þú þarft ekki að reyna að vera allt fyrir alla og enda í þeirri algengu gryfju að missa stjónar á strategíunni þinni, hvert verið er að stefna og hvaða markmiðum á að ná.Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ertu með virka stefnu fyrir vörumerkið og allt sem það felur í sér? Vörumerki þróast, þroskast og breytast með tíð og tíma, líkt og markaðurinn. Við vitum að vörumerki (í allri sinni flóknu og fjölbreyttu mynd) geta verið ein af verðmætari eignum fyrirtækja. Það skiptir því miklu máli að sinna því. Það tekur tíma og markvissa markaðsvinnu að byggja upp verðmæt vörumerki. Afraksturinn er dýrmæt eign sem ber að meðhöndla sem slíka. Nauðsynleg byrjun er að vera með á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur. Það er jafnframt lykilatriði að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúin(n) í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess. Þaðan byggist svo samband vörumerkis og viðskiptavinar. Eitt af því sem fyrirtæki geta gert er að byggja inn í sína stefnumótun og allt markaðsstarf aðferðir sem huga að vörumerki fyrirtækisins, sem oft eru fleiri en ein. Vörumerki byggjast upp á löngum tíma. Með markaðs- og sölustarfi bætist við merkið og það öðlast sess í hugum neytenda. Eitt af verkefnunum við uppbyggingu og viðhald vörumerkja er innleiðing á marglaga stefnum og strategíum. Þetta ræðst allt af því hvar merkið er statt á sinni líftímakúrfu. Stundum þarf aðeins að viðhalda og styrkja, stundum þarf að rýna og breyta.Hefur vörumerkið sömu merkingu í huga starfsmanna fyrirtækisins, stjórnenda þess og markhópsins?Eru skilaboð fyrirtækisins í takt við það sem vörumerkið stendur fyrir í hugum neytenda? Þar getur einnig verið munur á skynjun, starfi fyrirtækið bæði á einstaklings og fyrirtækjamarkaði.Þetta var gert fyrir nokkrum árum, er ekki allt enn í gildi? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina vörumerki sitt frá öðrum og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum.Stendur vörumerkið fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir sínum séreinkennum með samkeppninni?Reynir vörumerkið að vera allt í öllu; stundum létt og vinalegt en á öðrum stundum formlegt og kalt?Er munur á því hvaða tónn er notaður eftir því hvar fyrirtækið á samskipti við markaðinn, t.d. á samfélagsmiðlum annars vegar og í þjónustuverum hins vegar? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljós fyrir öll samskipti við markaðinn. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Það er enginn vafi á því að mörg íslensk vörumerki eiga hér ónýtt tækifæri og geta eflst með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Almennilega, og allstaðar! Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað.Skiptir þetta máli? Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Grunnurinn að öllu samtali, hönnun og kemur við sögu alls staðar. Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins. Það gerist meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem markhópurinn skilgreinir sem mikilvæga og/eða verðmæta. Það er auðveldara fyrir alla sem að vörumerkinu koma að stefna í sömu átt ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur, hvaða gildi standa að baki og hver markmiðin eru. Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir, ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir fyrirtækið þitt mestu máli? Þú þarft ekki að reyna að vera allt fyrir alla og enda í þeirri algengu gryfju að missa stjónar á strategíunni þinni, hvert verið er að stefna og hvaða markmiðum á að ná.Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun