Forstjóri Barnaverndarstofu segir að skerpa þurfi á reglugerð um fóstur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2019 21:27 Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fréttablaðið/Anton Brink Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu er ósátt við lítið vægi réttinda barns þegar kemur að ákvörðun um hæfni fósturforeldra og telur að skerpa þurfi á ákvæðum í reglugerð. Hæstiréttur ógilti í dag ákvörðun Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur. Heiða Björg ræddi niðurstöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Barnaverndarstofa taldi nauðsynlegt að biðja um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar, vegna þess að stofan var svo ósátt við að það kæmi fram í þeirri niðurstöðu að það varðaði ekki hagsmuni barns þegar metið væri hvort einstaklingar væru hæfir fósturforeldrar,“ segir Heiða Björg.Sjá einnig: Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar „Vegna þess að þetta varðar grundvallarréttindi barna, að fá hæfa fósturforeldra þó að það liggi ekki fyrir tiltekið barn í málinu.“Margra ára baráttu Freyju fyrir því að koma til greina sem fósturforeldri lauk fyrir dómstólum í dag með sigri. Freyja fagnar sjálf niðurstöðunni og segir hana sýna að ekki sé í boði að dæma fatlað fólk úr leik eingöngu vegna líkamlegs atgervis. „Niðurstaðan laut að því hvort að lægi fyrir því nægilega góðar upplýsingar að heimilt væri að synja umsókninni áður en að umsækjandi færi á námskeið. Þetta er framkvæmd sem viðhöfð hefur verið á Barnaverndarstofu frá upphafi ef ég man rétt en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að það væri ekki nægileg heimild í reglugerð til þess að gera þetta með þessum hætti.“Freyja Haraldsdóttir.Vísir/VilhelmEðlilegt að þetta verði skoðað Heiða Björg segir að Barnaverndarstofa sé ánægð með þá afstöðu sem Hæstiréttur hafi tekið til þess að málið varði grundvallarréttindi barna og hagsmuni fósturbarna, að það megi líta til þannig sjónarmiða þegar við metum einstaklinga. „Málið er bara komið á borð Barnaverndarstofu aftur og fer þá bara í hefðbundin farveg þar.“ Hún segir að þeim þyki eðlilegt að það verði skoðað hvort skerpa þurfi á ákveðnu ákvæði í reglugerð um fóstur. „Til dæmis ef einstaklingar með langan sakarferil sækja um, eða mikil félagsleg afskipti, mikla sögu um neyslu. Er nauðsynlegt að einstaklingar með þannig fortíð sitji löng og ströng námskeið hjá Barnaverndarstofu ef að það liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar í gögnum málsins þannig að það sé hægt að taka ákvörðun án þess?“ Félagslegar aðstæður og heilbrigði fólks þurfa að hennar mati að vera þannig að fósturbarn geti dafnað þar. „Þetta er mikill gleðidagur og rosalegur léttir,“ sagði Freyja í samtali við fréttastofu í dag.Viðtal við Freyju um niðurstöðu Hæstaréttar úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má finna í spilaranum hér að neðan. Barnavernd Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira
Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu er ósátt við lítið vægi réttinda barns þegar kemur að ákvörðun um hæfni fósturforeldra og telur að skerpa þurfi á ákvæðum í reglugerð. Hæstiréttur ógilti í dag ákvörðun Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur. Heiða Björg ræddi niðurstöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Barnaverndarstofa taldi nauðsynlegt að biðja um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar, vegna þess að stofan var svo ósátt við að það kæmi fram í þeirri niðurstöðu að það varðaði ekki hagsmuni barns þegar metið væri hvort einstaklingar væru hæfir fósturforeldrar,“ segir Heiða Björg.Sjá einnig: Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar „Vegna þess að þetta varðar grundvallarréttindi barna, að fá hæfa fósturforeldra þó að það liggi ekki fyrir tiltekið barn í málinu.“Margra ára baráttu Freyju fyrir því að koma til greina sem fósturforeldri lauk fyrir dómstólum í dag með sigri. Freyja fagnar sjálf niðurstöðunni og segir hana sýna að ekki sé í boði að dæma fatlað fólk úr leik eingöngu vegna líkamlegs atgervis. „Niðurstaðan laut að því hvort að lægi fyrir því nægilega góðar upplýsingar að heimilt væri að synja umsókninni áður en að umsækjandi færi á námskeið. Þetta er framkvæmd sem viðhöfð hefur verið á Barnaverndarstofu frá upphafi ef ég man rétt en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að það væri ekki nægileg heimild í reglugerð til þess að gera þetta með þessum hætti.“Freyja Haraldsdóttir.Vísir/VilhelmEðlilegt að þetta verði skoðað Heiða Björg segir að Barnaverndarstofa sé ánægð með þá afstöðu sem Hæstiréttur hafi tekið til þess að málið varði grundvallarréttindi barna og hagsmuni fósturbarna, að það megi líta til þannig sjónarmiða þegar við metum einstaklinga. „Málið er bara komið á borð Barnaverndarstofu aftur og fer þá bara í hefðbundin farveg þar.“ Hún segir að þeim þyki eðlilegt að það verði skoðað hvort skerpa þurfi á ákveðnu ákvæði í reglugerð um fóstur. „Til dæmis ef einstaklingar með langan sakarferil sækja um, eða mikil félagsleg afskipti, mikla sögu um neyslu. Er nauðsynlegt að einstaklingar með þannig fortíð sitji löng og ströng námskeið hjá Barnaverndarstofu ef að það liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar í gögnum málsins þannig að það sé hægt að taka ákvörðun án þess?“ Félagslegar aðstæður og heilbrigði fólks þurfa að hennar mati að vera þannig að fósturbarn geti dafnað þar. „Þetta er mikill gleðidagur og rosalegur léttir,“ sagði Freyja í samtali við fréttastofu í dag.Viðtal við Freyju um niðurstöðu Hæstaréttar úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má finna í spilaranum hér að neðan.
Barnavernd Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira
Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20
Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30