Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. október 2019 18:39 Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn á flugvellinum eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Mennirnir, sem fæddir eru árið 1992 og 1991, voru handteknir um miðja síðustu viku eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af einum þeirra sem leiddi til þess að efnin fundust. „Þetta mál kemur upp 23. október síðastliðinn. Lögreglumenn í almennu umferðareftirliti höfðu hér afskipti af borgara sem leiddi til þess að það var lagt hald á töluvert magn fíkniefna,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn, ásamt tveimur öðrum, voru þá úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald grunaðir um að hafa smyglað efnunum til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða nokkra lítra af amfetamínbasa og rúmlega tvö kíló af kókaíni. „Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og því miður getum við ekki gefið út frekari upplýsingar hvað það varðar,“ segir Jón Halldór.Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft en úr einum lítra er hægt að fá hátt í tólf kíló af amfetamíndufti í þeim styrkleika sem selt er á götunni. Áreiðanlegar heimildir fréttastofu herma að einn mannanna, sem fæddur er árið 1992, sé starfsmaður Airport Associates, og hefur starfað þar í nokkuð mörg ár. Hinir tveir eru fyrrverandi starfsmenn sama fyrirtækis. Þá herma heimildir fréttastofu að lögreglan hafi farið í húsleit í húskynnum fyrirtækisins vegna málsins. Jón Halldór segist ekki geta tjáð sig um tengsl mannanna við flugvöllinn. Rannsókn málsins sé í fullum gangi. „Ég myndi segja að þessi rannsókn væri vel á veg komin en á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Halldór. Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. 16. október 2019 19:30 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn á flugvellinum eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Mennirnir, sem fæddir eru árið 1992 og 1991, voru handteknir um miðja síðustu viku eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af einum þeirra sem leiddi til þess að efnin fundust. „Þetta mál kemur upp 23. október síðastliðinn. Lögreglumenn í almennu umferðareftirliti höfðu hér afskipti af borgara sem leiddi til þess að það var lagt hald á töluvert magn fíkniefna,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn, ásamt tveimur öðrum, voru þá úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald grunaðir um að hafa smyglað efnunum til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða nokkra lítra af amfetamínbasa og rúmlega tvö kíló af kókaíni. „Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og því miður getum við ekki gefið út frekari upplýsingar hvað það varðar,“ segir Jón Halldór.Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft en úr einum lítra er hægt að fá hátt í tólf kíló af amfetamíndufti í þeim styrkleika sem selt er á götunni. Áreiðanlegar heimildir fréttastofu herma að einn mannanna, sem fæddur er árið 1992, sé starfsmaður Airport Associates, og hefur starfað þar í nokkuð mörg ár. Hinir tveir eru fyrrverandi starfsmenn sama fyrirtækis. Þá herma heimildir fréttastofu að lögreglan hafi farið í húsleit í húskynnum fyrirtækisins vegna málsins. Jón Halldór segist ekki geta tjáð sig um tengsl mannanna við flugvöllinn. Rannsókn málsins sé í fullum gangi. „Ég myndi segja að þessi rannsókn væri vel á veg komin en á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Halldór.
Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. 16. október 2019 19:30 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. 16. október 2019 19:30