Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2019 18:30 Flugvöllurinn á Egilsstöðum. Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart. Bráð aðkallandi sé að fara í framkvæmdir við flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri. Í breytingum á samgönguáætlun til næstu fimm ára sem er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er gert ráð fyrir fjórum milljörðum króna til viðbótar við fyrri áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja á Íslandi. Í áætluninni er hins vegar ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til framkvæmda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli sem báðir eru skilgreindir sem varaflugvellir í alþjóðaflugi. „Vegna ástands flugbrautarinnar á Egilsstöðum líta menn svo á að það sé í forgangi að ráðast í framkvæmdir þar. Það þarf að malbika flugbrautina. Hún er orðin tuttugu og sex ára gömul og liggur undir skemmdum. Það er líka samstaða um að samhliða akbraut verði byggð þar og flughlaðið stækkað að einhverju leyti,“ segir Ingvar Tryggvason formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.Visir/Egill Varaflugvellir fyrir alþjóðaflugið séu þrír á landinu, í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum sem allir hafi ólíka flugtæknilega eiginleika og enginn þeirra komi í stað hinna. Hvað þarf að gera á Akureyri? „Það þarf náttúrlega að stækka flughlaðið þar. Þetta hamlar raunverulega daglegum rekstri vallarins. Það er ekkert pláss þarna á flughlaðinu og það er ákveðin hætta fyrir hendi þarna vegna þess að það er bara ein tenging frá flughlaðinu inn á flugbrautina. Þannig að það þarf lítið út af að bera til að flugvöllurinn teppist,“ segir Ingvar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm Alþjóðleg flugumferð hefur aukist mjög mikið til og frá landinu á undanförnum örfáum árum og því gætu varaflugvellirnir þurft að taka við fjölda stórra flugvéla ef Keflavíkurflugvöllur verður ófær. „Þetta eru alvarlegir brestir sem stjórnvöld hafa sýnt sinnuleysi. Það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi og það er orðið mjög aðkallandi að ráðast í framkvæmdir,“ segir Ingvar. Undir þetta tekur Jón Gunnarsson varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. „Þetta þarf að koma fram í samgönguáætlun sem við erum að bíða eftir að fá inn í þingið. Við þurfum að vera með lausn á þessum málum þar og þar með binds það við fjárlögin,“ segir Jón. Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart. Bráð aðkallandi sé að fara í framkvæmdir við flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri. Í breytingum á samgönguáætlun til næstu fimm ára sem er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er gert ráð fyrir fjórum milljörðum króna til viðbótar við fyrri áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja á Íslandi. Í áætluninni er hins vegar ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til framkvæmda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli sem báðir eru skilgreindir sem varaflugvellir í alþjóðaflugi. „Vegna ástands flugbrautarinnar á Egilsstöðum líta menn svo á að það sé í forgangi að ráðast í framkvæmdir þar. Það þarf að malbika flugbrautina. Hún er orðin tuttugu og sex ára gömul og liggur undir skemmdum. Það er líka samstaða um að samhliða akbraut verði byggð þar og flughlaðið stækkað að einhverju leyti,“ segir Ingvar Tryggvason formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.Visir/Egill Varaflugvellir fyrir alþjóðaflugið séu þrír á landinu, í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum sem allir hafi ólíka flugtæknilega eiginleika og enginn þeirra komi í stað hinna. Hvað þarf að gera á Akureyri? „Það þarf náttúrlega að stækka flughlaðið þar. Þetta hamlar raunverulega daglegum rekstri vallarins. Það er ekkert pláss þarna á flughlaðinu og það er ákveðin hætta fyrir hendi þarna vegna þess að það er bara ein tenging frá flughlaðinu inn á flugbrautina. Þannig að það þarf lítið út af að bera til að flugvöllurinn teppist,“ segir Ingvar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm Alþjóðleg flugumferð hefur aukist mjög mikið til og frá landinu á undanförnum örfáum árum og því gætu varaflugvellirnir þurft að taka við fjölda stórra flugvéla ef Keflavíkurflugvöllur verður ófær. „Þetta eru alvarlegir brestir sem stjórnvöld hafa sýnt sinnuleysi. Það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi og það er orðið mjög aðkallandi að ráðast í framkvæmdir,“ segir Ingvar. Undir þetta tekur Jón Gunnarsson varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. „Þetta þarf að koma fram í samgönguáætlun sem við erum að bíða eftir að fá inn í þingið. Við þurfum að vera með lausn á þessum málum þar og þar með binds það við fjárlögin,“ segir Jón.
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira