„Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 14:38 Atli Rafn ásamt lögmanni sínum, Einari Þór Sverrissyni, við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttablaðið/ERNIR Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. Málið hafi verið ömurlegt og með dómnum sé ljóst að Borgarleikhússtjóri hafi brotið „með alvarlegum hætti“ gegn Atla Rafni. Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur voru í dag dæmd til að greiða Atla Rafni samtals 5,5 milljónir í bætur vegna uppsagnar hans úr Borgarleikhúsinu í desember 2017. Atli Rafn taldi uppsögnina hafa verið ólögmæta en leikhússtjóri byggði hana á tilkynningum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist 13 milljóna í bætur. Atli Rafn vildi ekki tjá sig um dóminn þegar Vísir náði af honum tali í dag en vísaði á lögmann sinn, Einar Þór Sverrisson. „Niðurstaðan er ánægjuleg. Það er ánægjulegt að það sé komin niðurstaða og hún sé eins og hún er,“ segir Einar í samtali við Vísi. „Maður taldi að þetta færi á þennan veg, fyrst að staðið var að þessu með þeim hætti sem var gert. Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta í málinu. Þetta var ömurlegt mál og ömurlegt að apparat eins og Leikfélag Reykjavíkur hafi hagað sér með þessum hætti.“Sjá einnig: Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algjöru myrkri um ásakanir Dómurinn í málinu hefur ekki verið birtur en Einar segir að með honum sé ljóst að Borgarleikhússtjóri hafi brotið gegn Atla Rafni. „Það sem er aðalatriðið í þessu er að Kristín er dæmd með leikfélaginu. Það þýðir það, eins og kemur fram í dómnum, að það var hún sem braut með þessum alvarlega hætti gegn Atla og fær að líða fyrir það með dómsorðinu.“ Í samþykkt stjórnar LR, sem send var til fjölmiðla eftir að dómur var kveðinn upp í dag, kemur fram að stjórnin líti svo á að „óvissa ríki um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öruggi starfsfólks“. Því sé til skoðunar að áfrýja dómnum til Landsréttar. Að öðru leyti muni stjórnendur Borgarleikhússins ekki tjá sig um málið. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. Málið hafi verið ömurlegt og með dómnum sé ljóst að Borgarleikhússtjóri hafi brotið „með alvarlegum hætti“ gegn Atla Rafni. Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur voru í dag dæmd til að greiða Atla Rafni samtals 5,5 milljónir í bætur vegna uppsagnar hans úr Borgarleikhúsinu í desember 2017. Atli Rafn taldi uppsögnina hafa verið ólögmæta en leikhússtjóri byggði hana á tilkynningum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist 13 milljóna í bætur. Atli Rafn vildi ekki tjá sig um dóminn þegar Vísir náði af honum tali í dag en vísaði á lögmann sinn, Einar Þór Sverrisson. „Niðurstaðan er ánægjuleg. Það er ánægjulegt að það sé komin niðurstaða og hún sé eins og hún er,“ segir Einar í samtali við Vísi. „Maður taldi að þetta færi á þennan veg, fyrst að staðið var að þessu með þeim hætti sem var gert. Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta í málinu. Þetta var ömurlegt mál og ömurlegt að apparat eins og Leikfélag Reykjavíkur hafi hagað sér með þessum hætti.“Sjá einnig: Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algjöru myrkri um ásakanir Dómurinn í málinu hefur ekki verið birtur en Einar segir að með honum sé ljóst að Borgarleikhússtjóri hafi brotið gegn Atla Rafni. „Það sem er aðalatriðið í þessu er að Kristín er dæmd með leikfélaginu. Það þýðir það, eins og kemur fram í dómnum, að það var hún sem braut með þessum alvarlega hætti gegn Atla og fær að líða fyrir það með dómsorðinu.“ Í samþykkt stjórnar LR, sem send var til fjölmiðla eftir að dómur var kveðinn upp í dag, kemur fram að stjórnin líti svo á að „óvissa ríki um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öruggi starfsfólks“. Því sé til skoðunar að áfrýja dómnum til Landsréttar. Að öðru leyti muni stjórnendur Borgarleikhússins ekki tjá sig um málið.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00
Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00
Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00
Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54