Innlent

Til­kynnt um eld í rusla­geymslu í Breið­holti

Atli Ísleifsson skrifar
Íbúi var búinn að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang.
Íbúi var búinn að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang. Vísir/vilhelm
Tilkynnt var um eld í ruslageymslu í fjölbýlishúsi í neðra Breiðholti í gærkvöldi.

Í dagbók lögreglu segir að útkallið hafi komið skömmu eftir klukkan 18 og hafi íbúi verið búinn að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang. Mikill reykur hafði þar myndast.

Einnig segir frá því að bíll hafi verið stöðvaður á Gullinbrú skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi vegir svigaakstur og hraðakstur. Bílnum hafi verið ekið á 94 kílómetra hraða, en hámarkshraðinn þar er 60. Ökumaðurinn var sautján ára og hafi málið verið afgreitt með aðkomu móður og tilkynningu til Barnaverndar.

Loks segir frá því að tveir hafi verið stöðvaðir í hverfi 104 í Reykjavík vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×