OJ Simpson segir orðspor sitt hafa beðið hnekki eftir umfjöllun TMZ Andri Eysteinsson skrifar 9. nóvember 2019 12:29 OJ Simpson var látinn laus úr fangelsi sex vikum áður en atvikið átti sér stað. Getty/Pool Fyrrverandi ruðningskappinn Orenthal James Simpson, best þekktur sem OJ, hefur höfðað mál gegn hótel-spilavíti í Las Vegas og sakar starfsmenn hótelsins um ærumeiðingar eftir að þau láku upplýsingum í slúðurmiðilinn TMZ. AP greinir frá. Simpson hefur, eins og flestir vita, komist í kast við lögin áður á sinni lífsleið. Árið 1995 var Simpson sýknaður af morðinu á fyrrverandi eiginkonu sinni Nicole og vini hennar Ron Goldman. Þá sat Simpson inni í níu ár eftir vopnað mannrán í Las Vegas árið 2007. Simpson var dæmdur í allt að 33 ára fangelsi árið 2008 en var látinn laus í október 2017. Simpson, sem er enn á skilorði, segir að hann ásamt vini sínum hafi verið bannaðir frá Cosmopolitan hótelinu án þess að hafa verið gefin ástæða fyrir. Þeir hafi setið að snæðingi á steikhúsi hótelsins þegar þeim var gert að yfirgefa svæðið. Simpson segist hvorki hafa verið með ólæti né valdið skemmdum á eigum hótelsins.Lögmaður Simpson segir að orðspor skjólstæðings síns hafi beðið hnekki eftir að starfsfólk hótelsins sagði Simpson hafa verið ölvaðan og með ólæti á hótelbarnum í samtölum við slúðurmiðilinn TMZ.Atvikið sem um ræðir gerðist einungis um sex vikum eftir að Simpson var sleppt úr fangelsi. Í ákærunni stendur að Simpson hafi eingöngu verið til fyrirmyndar á meðan hann er á skilorði Bandaríkin Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Sjá meira
Fyrrverandi ruðningskappinn Orenthal James Simpson, best þekktur sem OJ, hefur höfðað mál gegn hótel-spilavíti í Las Vegas og sakar starfsmenn hótelsins um ærumeiðingar eftir að þau láku upplýsingum í slúðurmiðilinn TMZ. AP greinir frá. Simpson hefur, eins og flestir vita, komist í kast við lögin áður á sinni lífsleið. Árið 1995 var Simpson sýknaður af morðinu á fyrrverandi eiginkonu sinni Nicole og vini hennar Ron Goldman. Þá sat Simpson inni í níu ár eftir vopnað mannrán í Las Vegas árið 2007. Simpson var dæmdur í allt að 33 ára fangelsi árið 2008 en var látinn laus í október 2017. Simpson, sem er enn á skilorði, segir að hann ásamt vini sínum hafi verið bannaðir frá Cosmopolitan hótelinu án þess að hafa verið gefin ástæða fyrir. Þeir hafi setið að snæðingi á steikhúsi hótelsins þegar þeim var gert að yfirgefa svæðið. Simpson segist hvorki hafa verið með ólæti né valdið skemmdum á eigum hótelsins.Lögmaður Simpson segir að orðspor skjólstæðings síns hafi beðið hnekki eftir að starfsfólk hótelsins sagði Simpson hafa verið ölvaðan og með ólæti á hótelbarnum í samtölum við slúðurmiðilinn TMZ.Atvikið sem um ræðir gerðist einungis um sex vikum eftir að Simpson var sleppt úr fangelsi. Í ákærunni stendur að Simpson hafi eingöngu verið til fyrirmyndar á meðan hann er á skilorði
Bandaríkin Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Sjá meira