Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. nóvember 2019 16:21 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. Kjarasamingar blaða- og myndatökumanna í Blaðamannafélagi Íslands hafa verið lausir frá áramótum og hafa samningaviðræður undanfarna mánuði engan árangur borið. Félagið hefur því boðað stigvaxandi vinnustöðvun blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna á netmiðlum þeirra útgáfufyrirtækja sem eru í Samtökum atvinnulífsins þrjá föstudaga í röð. Fyrsta vinnustöðvunin hófst klukkan tíu í morgun og stendur í fjórar klukkustundir eða til klukkan tvö. Hún nær til Vísis, Mbl.is, fréttavefs Fréttablaðsins og þeirra fréttamanna RÚV sem skrifa fyrir vef Ríkisútvarpsins. Hafi ekki samist föstudaginn eftir viku leggja félagsmenn niður störf í átta klukkustundir og þriðja föstudag héðan í frá í tólf klukkustundir. Hafi samningar enn ekki tekist að eftir þessar vinnustöðvanir, munu blaðamenn á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu leggja niður störf allan fimmtudaginn hinn 28. nóvember.Blöskrar framkoma virtra miðla Formaður Blaðamannafélags Íslands var ekki ánægður með stöðu mála þegar rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. „Því miður eru verkfallsbrot í gangi, bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati, og það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að reyna að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér. Að menn láti sér detta það í hug að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.Í hverju felast verkfallsbrotin? „Það er verið að skrifa inn á vefinn á Morgunblaðinu og það eru verktakar að taka upp hjá RÚV. Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að farið yrði yfir framkvæmd verkfallsins en fékk engin svör. Ég fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það, þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar, og á Fréttablaðinu eftir því sem ég best veit. En engin svör frá hinum og svo brjóta þau löglega boðað verkfall. Þetta er með ólíkindum.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja meðal blaðamanna Mbl.is með þá staðreynd að blaðamenn Morgunblaðsins og verktakar hafi skrifað inn á vefinn á meðan vinnustöðvun stóð. Samtök atvinnulífsins hafa sent aðra túlkun á því hverjir mega vinna.Verið að brjóta niður blaðamenn „Okkar lögmaður er með aðra túlkun. En þetta er eitthvað sem ég hefði viljað fara yfir í aðdraganda verkfallsins svo það væri hægt að leysa þessi mál og það kæmu ekki leiðindi út úr þessu. Blaðamenn eru að berjast fyrir kröfum sínum, þeir hafa til þess heimild samkvæmt lögum að boða vinnustöðvun, og það er verið að brjóta það niður með þessum hætti.“ Samningar hafa náðst við minni miðla. „Það var samið við Stundina í gær. Ég á von á því að það verði niðurstaða af viðræðum við DV í dag. Ég var á viðræðufundi með Bændablaðinu í gær og hef verið á fundi með Viðskiptablaðinu. Þetta gengur mjög vel. Þessir litlu miðlar, þetta vefst þeim ekki í augum þessa hóflegu launabætur sem verið er að fara fram á.“Eru einhverjar viðræður í gangi eða framundan?„Það er ekkert boðað formlega. Ég hef verið í óformlegum samtölum við SA en það hefur ekkert komið út úr því og ég er mjög svartsýnn.“ Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. Kjarasamingar blaða- og myndatökumanna í Blaðamannafélagi Íslands hafa verið lausir frá áramótum og hafa samningaviðræður undanfarna mánuði engan árangur borið. Félagið hefur því boðað stigvaxandi vinnustöðvun blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna á netmiðlum þeirra útgáfufyrirtækja sem eru í Samtökum atvinnulífsins þrjá föstudaga í röð. Fyrsta vinnustöðvunin hófst klukkan tíu í morgun og stendur í fjórar klukkustundir eða til klukkan tvö. Hún nær til Vísis, Mbl.is, fréttavefs Fréttablaðsins og þeirra fréttamanna RÚV sem skrifa fyrir vef Ríkisútvarpsins. Hafi ekki samist föstudaginn eftir viku leggja félagsmenn niður störf í átta klukkustundir og þriðja föstudag héðan í frá í tólf klukkustundir. Hafi samningar enn ekki tekist að eftir þessar vinnustöðvanir, munu blaðamenn á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu leggja niður störf allan fimmtudaginn hinn 28. nóvember.Blöskrar framkoma virtra miðla Formaður Blaðamannafélags Íslands var ekki ánægður með stöðu mála þegar rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. „Því miður eru verkfallsbrot í gangi, bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati, og það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að reyna að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér. Að menn láti sér detta það í hug að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.Í hverju felast verkfallsbrotin? „Það er verið að skrifa inn á vefinn á Morgunblaðinu og það eru verktakar að taka upp hjá RÚV. Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að farið yrði yfir framkvæmd verkfallsins en fékk engin svör. Ég fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það, þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar, og á Fréttablaðinu eftir því sem ég best veit. En engin svör frá hinum og svo brjóta þau löglega boðað verkfall. Þetta er með ólíkindum.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja meðal blaðamanna Mbl.is með þá staðreynd að blaðamenn Morgunblaðsins og verktakar hafi skrifað inn á vefinn á meðan vinnustöðvun stóð. Samtök atvinnulífsins hafa sent aðra túlkun á því hverjir mega vinna.Verið að brjóta niður blaðamenn „Okkar lögmaður er með aðra túlkun. En þetta er eitthvað sem ég hefði viljað fara yfir í aðdraganda verkfallsins svo það væri hægt að leysa þessi mál og það kæmu ekki leiðindi út úr þessu. Blaðamenn eru að berjast fyrir kröfum sínum, þeir hafa til þess heimild samkvæmt lögum að boða vinnustöðvun, og það er verið að brjóta það niður með þessum hætti.“ Samningar hafa náðst við minni miðla. „Það var samið við Stundina í gær. Ég á von á því að það verði niðurstaða af viðræðum við DV í dag. Ég var á viðræðufundi með Bændablaðinu í gær og hef verið á fundi með Viðskiptablaðinu. Þetta gengur mjög vel. Þessir litlu miðlar, þetta vefst þeim ekki í augum þessa hóflegu launabætur sem verið er að fara fram á.“Eru einhverjar viðræður í gangi eða framundan?„Það er ekkert boðað formlega. Ég hef verið í óformlegum samtölum við SA en það hefur ekkert komið út úr því og ég er mjög svartsýnn.“
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira