Báturinn sem strandaði á Rifstanga á leið til Raufarhafnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 07:23 Frá strandstað á Rifstungu. landsbjörg Uppfært kl. 08:59 með eftirfarandi tilkynningu frá Landhelgisgæslunni: Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning á sjöunda tímanum í morgun um að línubátur væri strandaður við Rifstanga á Melrakkasléttu. Tveir voru um borð. TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út sem og björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn auk sjóbjörgunarsveita á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þá voru bátar sem voru í grenndinni einnig beðinn um að halda á vettvang. Rúmri klukkustund eftir strandið tókst björgunarskipinu Gunnbjörgu að draga línubátinn af strandstað. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þá afturkölluð sem og aðrar bjargir. Línubáturinn er nú á leið til Raufarhafnar. Björgunarsveitir af Norðausturlandi, björgunarbáturinn Gunnbjörg frá Raufarhöfn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út á sjötta tímanum í morgun vegna báts sem hafði strandað á Rifstanga, um 100 metra frá fjörunni. Tanginn er nyrst á Melrakkasléttu. Fyrst var greint frá málinu á vef Morgunblaðsins. Tveir menn eru um borð í bátnum að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, og komu fyrstu aðilar á vettvang upp úr klukkan 07:45. Annars vegar voru það björgunarsveitarmenn frá Raufarhöfn og hins vegar fiskveiðibáturinn Geir. Þá er björgunarbáturinn Gunnbjörg kominn á staðinn en þyrlu Landhelgisgæsluna sem lagði af stað úr Reykjavík var snúið við. Alltaf er hætta á ferðum þegar bátur strandar en að sögn Davíðs Más er mesta hættan nú yfirstaðin. Um klukkan 08:30 tókst björgunarskipinu að draga bátinn á flot en talið er að ekki sé kominn leki að bátnum. Því verður það athugað hvort báturinn geti siglt til heimahafnar á eigin vélarafli og verður honum þá fylgt af björgunarskipinu en ef það gengur ekki mun björgunarskipið draga bátinn til hafnar. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Norðurþing Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira
Uppfært kl. 08:59 með eftirfarandi tilkynningu frá Landhelgisgæslunni: Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning á sjöunda tímanum í morgun um að línubátur væri strandaður við Rifstanga á Melrakkasléttu. Tveir voru um borð. TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út sem og björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn auk sjóbjörgunarsveita á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þá voru bátar sem voru í grenndinni einnig beðinn um að halda á vettvang. Rúmri klukkustund eftir strandið tókst björgunarskipinu Gunnbjörgu að draga línubátinn af strandstað. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þá afturkölluð sem og aðrar bjargir. Línubáturinn er nú á leið til Raufarhafnar. Björgunarsveitir af Norðausturlandi, björgunarbáturinn Gunnbjörg frá Raufarhöfn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út á sjötta tímanum í morgun vegna báts sem hafði strandað á Rifstanga, um 100 metra frá fjörunni. Tanginn er nyrst á Melrakkasléttu. Fyrst var greint frá málinu á vef Morgunblaðsins. Tveir menn eru um borð í bátnum að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, og komu fyrstu aðilar á vettvang upp úr klukkan 07:45. Annars vegar voru það björgunarsveitarmenn frá Raufarhöfn og hins vegar fiskveiðibáturinn Geir. Þá er björgunarbáturinn Gunnbjörg kominn á staðinn en þyrlu Landhelgisgæsluna sem lagði af stað úr Reykjavík var snúið við. Alltaf er hætta á ferðum þegar bátur strandar en að sögn Davíðs Más er mesta hættan nú yfirstaðin. Um klukkan 08:30 tókst björgunarskipinu að draga bátinn á flot en talið er að ekki sé kominn leki að bátnum. Því verður það athugað hvort báturinn geti siglt til heimahafnar á eigin vélarafli og verður honum þá fylgt af björgunarskipinu en ef það gengur ekki mun björgunarskipið draga bátinn til hafnar.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Norðurþing Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira