Friðarsúlan ekki skökk Garðar Örn Úlfarsson og Björn Þorfinnsson skrifar 8. nóvember 2019 08:00 Frá tendrun Friðarsúlunnar í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Ernir Kostnaður við Friðarsúlu Yoko Ono í ár nemur um 5,8 milljónum króna. Það þykir frekar mikið enda hefur heildarkostnaður við verkið, síðan það var vígt árið 2007 til ársins 2018, numið rúmlega 40 milljónum króna. Hinn hái kostnaður orsakast af því að setja þurfti upp nýja spegla í verkinu sem mun gera súluna enn bjartari og fallegri en fyrr að sögn Sigurðar Trausta Traustasonar, deildarstjóra safneigna og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur. Friðarsúlan er langflóknasta útilistaverk höfuðborgarinnar og því fer fjarri að bara sé kveikt á ljósrofa þann 9. október ár hvert þegar kveikt er á súlunni með viðhöfn. „Á hverju ári fer hópur út í Viðey til að stilla ljóssúluna af. Það eru níu kastarar sem mynda súluna og þeir þurfa að vera beinir,“ segir Sigurður Trausti. Þetta er framkvæmt þannig að fimm manna teymi fer út í eyju. Einn starfsmaður fær það hlutverk að kveikja á fyrsta kastaranum og hinir fjórir leggja síðan mat á hvort ljósgeislinn sé beinn eða ekki. „Þetta er hægara sagt en gert þar sem verkið stendur á berangri og ekkert til að miða við. Það er sambærilegt stærra verk í New York, þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður, og þar hafa þeir öll þessu beinu háhýsi til að miða sig við,“ segir Sigurður Trausti. Hann bætir því við að iðulega sé einhver kunningi til taks á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að hringja í og fá álit á því hvort geislinn sé beinn. Að hans mati hefur nokkuð vel tekist til í gegnum árin við að hafa súluna beina. „Það þurfti ekkert að stilla hana af í ár þegar við kveiktum á súlunni. Það hefur einu sinni komið fyrir að við töldum okkur hafa klárað verkefnið en þegar við vorum komnir í smá fjarlægð sáum við að geislinn var ansi skakkur. Þá var klukkan bara orðin of margt þannig að við þurftum að fara aftur út í eyju daginn eftir og laga verkið,“ segir Sigurður Trausti kíminn. Hróður Friðarsúlunnar eykst ár frá ári og má með sanni segja að listaverkið sé að verða eitt af einkennistáknum höfuðborgarinnar. Sigurður Trausti segir starfsfólk Listasafns Reykjavíkur tvímælalaust verða vart við þennan áhuga. „Í ár voru tæplega 1.800 manns sem nýttu sér boð Yoko Ono um ókeypis siglingu út í Viðey til þess að verða vitni að tendrun súlunnar. Það er mesti fjöldi sem hefur mætt á þennan viðburð,“ segir Sigurður Trausti. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Kostnaður við Friðarsúlu Yoko Ono í ár nemur um 5,8 milljónum króna. Það þykir frekar mikið enda hefur heildarkostnaður við verkið, síðan það var vígt árið 2007 til ársins 2018, numið rúmlega 40 milljónum króna. Hinn hái kostnaður orsakast af því að setja þurfti upp nýja spegla í verkinu sem mun gera súluna enn bjartari og fallegri en fyrr að sögn Sigurðar Trausta Traustasonar, deildarstjóra safneigna og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur. Friðarsúlan er langflóknasta útilistaverk höfuðborgarinnar og því fer fjarri að bara sé kveikt á ljósrofa þann 9. október ár hvert þegar kveikt er á súlunni með viðhöfn. „Á hverju ári fer hópur út í Viðey til að stilla ljóssúluna af. Það eru níu kastarar sem mynda súluna og þeir þurfa að vera beinir,“ segir Sigurður Trausti. Þetta er framkvæmt þannig að fimm manna teymi fer út í eyju. Einn starfsmaður fær það hlutverk að kveikja á fyrsta kastaranum og hinir fjórir leggja síðan mat á hvort ljósgeislinn sé beinn eða ekki. „Þetta er hægara sagt en gert þar sem verkið stendur á berangri og ekkert til að miða við. Það er sambærilegt stærra verk í New York, þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður, og þar hafa þeir öll þessu beinu háhýsi til að miða sig við,“ segir Sigurður Trausti. Hann bætir því við að iðulega sé einhver kunningi til taks á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að hringja í og fá álit á því hvort geislinn sé beinn. Að hans mati hefur nokkuð vel tekist til í gegnum árin við að hafa súluna beina. „Það þurfti ekkert að stilla hana af í ár þegar við kveiktum á súlunni. Það hefur einu sinni komið fyrir að við töldum okkur hafa klárað verkefnið en þegar við vorum komnir í smá fjarlægð sáum við að geislinn var ansi skakkur. Þá var klukkan bara orðin of margt þannig að við þurftum að fara aftur út í eyju daginn eftir og laga verkið,“ segir Sigurður Trausti kíminn. Hróður Friðarsúlunnar eykst ár frá ári og má með sanni segja að listaverkið sé að verða eitt af einkennistáknum höfuðborgarinnar. Sigurður Trausti segir starfsfólk Listasafns Reykjavíkur tvímælalaust verða vart við þennan áhuga. „Í ár voru tæplega 1.800 manns sem nýttu sér boð Yoko Ono um ókeypis siglingu út í Viðey til þess að verða vitni að tendrun súlunnar. Það er mesti fjöldi sem hefur mætt á þennan viðburð,“ segir Sigurður Trausti.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira