Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2019 20:50 Frá því að Macron tók við embætti forseta Frakklands hefur hann ítrekað haft orð á því að ríki Evrópu eigi að starfa nánar saman í varnarmálum. EPA/MICK TSIKAS Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Atlantshafsbandalagið „heiladautt“ og segir ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin. Hann sagði þar að auki að mögulega þyrfti að endurskoða tilgang bandalagsins, með tilliti til viðhorfs yfirvalda Bandaríkjanna og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi. Macron sagðist ekki viss um hvort hann trúði enn því að 5. grein sáttmála NATO væri við lýði. Sú grein fjallar um að öll ríki bandalagsins komi ríki sem ráðist er á til aðstoðar. Þessi orð lét hann falla í viðtali við Economist. Vitnaði hann í það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði dregið hermenn sína til baka frá Sýrlandi um tíma í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem eru einnig í NATO, og uppreisnarhópa sem þeir styrkja gegn sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra. Sú ákvörðun var fordæmd af forsvarsmönnum margra Evrópuríkja, sem hafa starfað með Kúrdum gegn Íslamska ríkinu. Þar á meðal eru Frakkar. Ákvörðunin kom bandamönnum Bandaríkjanna á óvart. Macron sagði í kjölfar hennar, eins og bent er á í frétt Reuters, að Evrópa ætti að hætta að láta eins og undirtilla Bandaríkjanna varðandi Mið-Austurlönd.Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist ósammála Macron og segir ummæli hans hastarleg, samkvæmt frétt BBC. Þó ljóst væri að bandalagið ætti í vandræðum væru orð Macron óþörf.Hefur lengi talað um aukið samstarf Frá því að Macron tók við embætti forseta Frakklands hefur hann ítrekað haft orð á því að ríki Evrópu eigi að starfa nánar saman í varnarmálum. Yfirvöld annarra Evrópuríkja eins og Bretlands hafa þess í stað bent á mikilvægi NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið sterkt. Evrópuríki væru að auka fjárútlát til varnarmála, eins og Trump hefur krafist á undanförnum árum, og Bandaríkin væru þar að auki að auka umsvif sín í Evrópu og sameiginlegum heræfingum færi fjölgandi. Hann sagði allar tilraunir til að veikja tengslin yfir Atlantshafið kæmu ekki eingöngu niður á NATO heldur einnig öryggi Evrópu. Þeir einu sem virðast taka vel í orð Macron eru yfirvöld Rússlands. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, tjáði sig um ummælin á Facebook og sagði þau sönn. Macron hefði lýst stöðu NATO vel. Bandaríkin Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Atlantshafsbandalagið „heiladautt“ og segir ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin. Hann sagði þar að auki að mögulega þyrfti að endurskoða tilgang bandalagsins, með tilliti til viðhorfs yfirvalda Bandaríkjanna og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi. Macron sagðist ekki viss um hvort hann trúði enn því að 5. grein sáttmála NATO væri við lýði. Sú grein fjallar um að öll ríki bandalagsins komi ríki sem ráðist er á til aðstoðar. Þessi orð lét hann falla í viðtali við Economist. Vitnaði hann í það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði dregið hermenn sína til baka frá Sýrlandi um tíma í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem eru einnig í NATO, og uppreisnarhópa sem þeir styrkja gegn sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra. Sú ákvörðun var fordæmd af forsvarsmönnum margra Evrópuríkja, sem hafa starfað með Kúrdum gegn Íslamska ríkinu. Þar á meðal eru Frakkar. Ákvörðunin kom bandamönnum Bandaríkjanna á óvart. Macron sagði í kjölfar hennar, eins og bent er á í frétt Reuters, að Evrópa ætti að hætta að láta eins og undirtilla Bandaríkjanna varðandi Mið-Austurlönd.Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist ósammála Macron og segir ummæli hans hastarleg, samkvæmt frétt BBC. Þó ljóst væri að bandalagið ætti í vandræðum væru orð Macron óþörf.Hefur lengi talað um aukið samstarf Frá því að Macron tók við embætti forseta Frakklands hefur hann ítrekað haft orð á því að ríki Evrópu eigi að starfa nánar saman í varnarmálum. Yfirvöld annarra Evrópuríkja eins og Bretlands hafa þess í stað bent á mikilvægi NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið sterkt. Evrópuríki væru að auka fjárútlát til varnarmála, eins og Trump hefur krafist á undanförnum árum, og Bandaríkin væru þar að auki að auka umsvif sín í Evrópu og sameiginlegum heræfingum færi fjölgandi. Hann sagði allar tilraunir til að veikja tengslin yfir Atlantshafið kæmu ekki eingöngu niður á NATO heldur einnig öryggi Evrópu. Þeir einu sem virðast taka vel í orð Macron eru yfirvöld Rússlands. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, tjáði sig um ummælin á Facebook og sagði þau sönn. Macron hefði lýst stöðu NATO vel.
Bandaríkin Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira