Skora á fjölmiðlafyrirtæki að hagræða ekki í launum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 17:24 Hjálmar Jónsson formaður blaðamannafélags Íslands, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Stundarinnar og Jón Trausti Reynisson ritstjóri og framkvæmdastjóri Stundarinnar skrifuðu undir kjarasamning síðdegis. Blaðamannafélag Íslands Blaðamannafélag Íslands og Útgáfufélag Stundarinnar skrifuðu síðdegis í dag undir kjarasamning. Hann er í öllum aðalatriðum eins og samningurinn sem gerður var við Birting og Kjarnann.Frá þessu er greint á vef Blaðamannafélagsins þar sem haft er eftir Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra Stundarinnar, að þau Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, skori á önnur fjölmiðlafyrirtæki að freista þess að hagræða með öðrum hætti en launum starfandi blaðmanna. Sem dæmi hafi Stundin takmarkað útgáfutíðni og reynt að halda yfirbyggingu og stjórnunarkostnaði í lágmarki. „Þó svo að fjölmiðlafyrirtæki eigi erfitt með að borga há laun er ýmislegt hægt að gera til þess að hindra atgervisflótta úr blaðamennsku. Það skiptir miklu máli fyrir allt samfélagið, því besta leiðin til að tryggja gagnsæi og gott upplýsingaflæði til almennings er að viðhalda sterkum kjarna af íslenskum fagblaðamönnum sem geta lifað fjárhagslega sjálfbæru lífi,“ segir Jón Trausti. Hann skoraði að lokum á stjórnvöld að tryggja að starfsaðstæður íslenskra fjölmiðla og blaðamanna nálgist aðrar norrænar þjóðir réttarfarslega og fjárhagslega. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Sýnar og RÚV og er svo komið að ráðist verður í fjögurra klukkustunda vinnustöðvun á vefmiðlunum á morgun sem hefst klukkan tíu.Blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sú sem þetta skrifar. Kjaramál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands og Útgáfufélag Stundarinnar skrifuðu síðdegis í dag undir kjarasamning. Hann er í öllum aðalatriðum eins og samningurinn sem gerður var við Birting og Kjarnann.Frá þessu er greint á vef Blaðamannafélagsins þar sem haft er eftir Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra Stundarinnar, að þau Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, skori á önnur fjölmiðlafyrirtæki að freista þess að hagræða með öðrum hætti en launum starfandi blaðmanna. Sem dæmi hafi Stundin takmarkað útgáfutíðni og reynt að halda yfirbyggingu og stjórnunarkostnaði í lágmarki. „Þó svo að fjölmiðlafyrirtæki eigi erfitt með að borga há laun er ýmislegt hægt að gera til þess að hindra atgervisflótta úr blaðamennsku. Það skiptir miklu máli fyrir allt samfélagið, því besta leiðin til að tryggja gagnsæi og gott upplýsingaflæði til almennings er að viðhalda sterkum kjarna af íslenskum fagblaðamönnum sem geta lifað fjárhagslega sjálfbæru lífi,“ segir Jón Trausti. Hann skoraði að lokum á stjórnvöld að tryggja að starfsaðstæður íslenskra fjölmiðla og blaðamanna nálgist aðrar norrænar þjóðir réttarfarslega og fjárhagslega. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Sýnar og RÚV og er svo komið að ráðist verður í fjögurra klukkustunda vinnustöðvun á vefmiðlunum á morgun sem hefst klukkan tíu.Blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sú sem þetta skrifar.
Kjaramál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira