Lufthansa aflýsir 1.300 flugferðum Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2019 10:30 Búið er að aflýsa sjö hundruð flugferðum í dag og sex hundruð á morgun, föstudag. EPA Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst um 1.300 flugferðum vegna kjaradeilu starfsmanna. Tveggja daga verkfall starfsmanna í áhöfn véla hófst á miðnætti að staðartíma, en þau berjast fyrir bættum kjörum og vinnuskilyrðum. Verkfallið hefur áhrif á um 180 þúsund viðskiptavini Lufthansa, og tekur til allra flugferða félagsins frá flugvöllum í Þýskalandi. Í yfirlýsingu segir að verkfallið hafi ekki áhrif á flugferðir annarra flugfélaga í eigu Lufthansa, meðal annars Eurowings, Swiss, Austrian Airlines og Brussels Airlines. Búið er að aflýsa sjö hundruð flugferðum í dag og sex hundruð á morgun, föstudag. Flugfélagið kveðst harma stöðuna og að allt verði gert til að draga úr áhrifum verkfallsins fyrir viðskiptavini. Þannig geti farþegar sem hugðust fljúga milli flugvalla í Þýskalandi skipt flugmiðunum úr fyrir lestarmiða. Félagsdómur í Frankfurt hafnaði í gærkvöldi kröfu flugfélagsins að setja lögbann á verkfallið. Varaformaður stéttarfélags starfsmanna, Daniel Flohr, segir að það geti komið til frekari verkfalla á hverri stundu. Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst um 1.300 flugferðum vegna kjaradeilu starfsmanna. Tveggja daga verkfall starfsmanna í áhöfn véla hófst á miðnætti að staðartíma, en þau berjast fyrir bættum kjörum og vinnuskilyrðum. Verkfallið hefur áhrif á um 180 þúsund viðskiptavini Lufthansa, og tekur til allra flugferða félagsins frá flugvöllum í Þýskalandi. Í yfirlýsingu segir að verkfallið hafi ekki áhrif á flugferðir annarra flugfélaga í eigu Lufthansa, meðal annars Eurowings, Swiss, Austrian Airlines og Brussels Airlines. Búið er að aflýsa sjö hundruð flugferðum í dag og sex hundruð á morgun, föstudag. Flugfélagið kveðst harma stöðuna og að allt verði gert til að draga úr áhrifum verkfallsins fyrir viðskiptavini. Þannig geti farþegar sem hugðust fljúga milli flugvalla í Þýskalandi skipt flugmiðunum úr fyrir lestarmiða. Félagsdómur í Frankfurt hafnaði í gærkvöldi kröfu flugfélagsins að setja lögbann á verkfallið. Varaformaður stéttarfélags starfsmanna, Daniel Flohr, segir að það geti komið til frekari verkfalla á hverri stundu.
Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira