Minntu á bann við utanvegaakstri áður en þau óku sjálf utanvegar Andri Eysteinsson og Kjartan Kjartansson skrifa 6. nóvember 2019 20:00 "Það að menn sjái för, sem þeir kalla slóða réttlætir ekki akstur eftir þeim. Það er enginn slóði sem liggur upp á gígbarma okkur að vitandi,“ segir í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Instagram/ExpeditionEarth.live „Vinsamlegast athugið, þessi hluti gígsins er aðeins aðgengilegur með því að fara eftir slóða. Annars er akstur utan vegar á Íslandi bannaður vegna viðkvæmrar náttúru landsins.“ Þetta skrifa nýsjálensku áhrifavaldarnir Topher Richwhite og Bridget Thackwray undir mynd sína frá ferð upp Rauðuskál í nágrenni eldfjallsins Heklu. Richwhite og Thackwray halda úti vinsælli Instagram-síðu undir nafninu Expeditionearth.live. Á síðunni sýna þau frá ferðum sínum um heiminn í 4x4 ökutæki sínu sem þau kalla Gunther. Þrátt fyrir að hafa minnt fylgjendur sína á bann við utanvegaakstri virðist svo vera að þau hafi virt eigin orð að vettugi þegar þau sóttu Mælifell heim. View this post on InstagramWhile planning our route through Iceland, Topher and I saw an image online of a crater that was different to anything we had seen before. We spent hours looking at Iceland by satellite map, putting markers on all the craters we thought resembled a similar shape and colour. After two days of driving the highland 4x4 trails we finally located what we believed was the mysterious volcano. We sent the drone out and saw the fluorescent red and green colours emerge from the black, volcanic landscape. As we navigated our way up a trail to the rim of the crater, snow began to settle, which would hide its magnificent red and green colours for the winter we approach. Please note - This section of the crater is accessible by a weather service trail. 4x4’ing off designated trails is forbidden in Iceland due to sensitive environments. A post shared by EXPEDITION EARTH (@expeditionearth.live) on Oct 16, 2019 at 10:58am PDT „Leiðin að Mælifelli reyndist erfiðara en við bjuggumst við. Vegna mikillar snjókomu, yfirfullra áa og lokaðra slóða, tók það okkur þrjá daga að komast að hlíðum eldfjallsins mosaþakna,“ skrifa þau og birta myndir af sér á bílnum við fjallshlíðina og virðast hafa ekið utan vegar til þess að komast á áfangastað. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, að það hafi viðgengist að fólk keyri upp slóða til þess að horfa niður í gíg Rauðuskálar. Enginn vegur sé þar heldur einfaldlega slóði. „Allir slóðar/vegir sem má aka eftir eiga að vera merktir inn á kort. Það að menn sjái för, sem þeir kalla slóða réttlætir ekki akstur eftir þeim. Það er enginn slóði sem liggur upp á gígbarma okkur að vitandi,“ sagði Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar þegar leitað var eftir viðbrögðum frá stofnuninni. View this post on InstagramReaching Maelifell Volcano has been much more challenging than anticipated. Due to heavy snowfall, overflowing rivers and impassable access routes, it’s taken three days of seperate attempts to finally reach the base of this moss clad volcano. When we realised it would be possible to drive the planet, the first question was ‘in which vehicle?’. Although a van may have had more space, having 4x4 capabilities was an essential factor. Like Maelifell, there have been many places along our journey that would not have been accessible without our third companion. Thank you Gunther! A post shared by EXPEDITION EARTH (@expeditionearth.live) on Nov 3, 2019 at 10:30am PST „Svona háttalag er því ef til vill til þess fallið að fleiri fari að keyra í förum sem verða þá enn sýnilegri og þar með verður tjón á náttúru landsins. Það er ekki sú tegund ferðamennsku eða sú landkynning sem við sækjumst eftir,“ segir Björn. Fylgjendur Nýsjálendinganna á Instagram eru um 311 þúsund talsins og hafa 35,537 líkað við myndina frá Rauðuskál og 28,781 líkað við myndina frá Mælifelli. Auk þeirra mynda frá Íslandi hafa þau deilt myndböndum í Instagram Story sem leiða má líkur að mikill fjöldi hafi séð.Fréttablaðið birti í gærkvöldi myndbönd úr áðurnefndu Instagram Story sem sýna utanvegaakstur Richwhite og Thackwray bersýnilega. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem utanvegaakstur á Instagram kemst í umræðuna en mikið var fjallað um mál rússnesku instagramstjörnunnar Alexanders Tikhomirovs sem spændi um Bjarnarflag við Mývatn í byrjun júní. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Samfélagsmiðlar Umhverfismál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
„Vinsamlegast athugið, þessi hluti gígsins er aðeins aðgengilegur með því að fara eftir slóða. Annars er akstur utan vegar á Íslandi bannaður vegna viðkvæmrar náttúru landsins.“ Þetta skrifa nýsjálensku áhrifavaldarnir Topher Richwhite og Bridget Thackwray undir mynd sína frá ferð upp Rauðuskál í nágrenni eldfjallsins Heklu. Richwhite og Thackwray halda úti vinsælli Instagram-síðu undir nafninu Expeditionearth.live. Á síðunni sýna þau frá ferðum sínum um heiminn í 4x4 ökutæki sínu sem þau kalla Gunther. Þrátt fyrir að hafa minnt fylgjendur sína á bann við utanvegaakstri virðist svo vera að þau hafi virt eigin orð að vettugi þegar þau sóttu Mælifell heim. View this post on InstagramWhile planning our route through Iceland, Topher and I saw an image online of a crater that was different to anything we had seen before. We spent hours looking at Iceland by satellite map, putting markers on all the craters we thought resembled a similar shape and colour. After two days of driving the highland 4x4 trails we finally located what we believed was the mysterious volcano. We sent the drone out and saw the fluorescent red and green colours emerge from the black, volcanic landscape. As we navigated our way up a trail to the rim of the crater, snow began to settle, which would hide its magnificent red and green colours for the winter we approach. Please note - This section of the crater is accessible by a weather service trail. 4x4’ing off designated trails is forbidden in Iceland due to sensitive environments. A post shared by EXPEDITION EARTH (@expeditionearth.live) on Oct 16, 2019 at 10:58am PDT „Leiðin að Mælifelli reyndist erfiðara en við bjuggumst við. Vegna mikillar snjókomu, yfirfullra áa og lokaðra slóða, tók það okkur þrjá daga að komast að hlíðum eldfjallsins mosaþakna,“ skrifa þau og birta myndir af sér á bílnum við fjallshlíðina og virðast hafa ekið utan vegar til þess að komast á áfangastað. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, að það hafi viðgengist að fólk keyri upp slóða til þess að horfa niður í gíg Rauðuskálar. Enginn vegur sé þar heldur einfaldlega slóði. „Allir slóðar/vegir sem má aka eftir eiga að vera merktir inn á kort. Það að menn sjái för, sem þeir kalla slóða réttlætir ekki akstur eftir þeim. Það er enginn slóði sem liggur upp á gígbarma okkur að vitandi,“ sagði Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar þegar leitað var eftir viðbrögðum frá stofnuninni. View this post on InstagramReaching Maelifell Volcano has been much more challenging than anticipated. Due to heavy snowfall, overflowing rivers and impassable access routes, it’s taken three days of seperate attempts to finally reach the base of this moss clad volcano. When we realised it would be possible to drive the planet, the first question was ‘in which vehicle?’. Although a van may have had more space, having 4x4 capabilities was an essential factor. Like Maelifell, there have been many places along our journey that would not have been accessible without our third companion. Thank you Gunther! A post shared by EXPEDITION EARTH (@expeditionearth.live) on Nov 3, 2019 at 10:30am PST „Svona háttalag er því ef til vill til þess fallið að fleiri fari að keyra í förum sem verða þá enn sýnilegri og þar með verður tjón á náttúru landsins. Það er ekki sú tegund ferðamennsku eða sú landkynning sem við sækjumst eftir,“ segir Björn. Fylgjendur Nýsjálendinganna á Instagram eru um 311 þúsund talsins og hafa 35,537 líkað við myndina frá Rauðuskál og 28,781 líkað við myndina frá Mælifelli. Auk þeirra mynda frá Íslandi hafa þau deilt myndböndum í Instagram Story sem leiða má líkur að mikill fjöldi hafi séð.Fréttablaðið birti í gærkvöldi myndbönd úr áðurnefndu Instagram Story sem sýna utanvegaakstur Richwhite og Thackwray bersýnilega. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem utanvegaakstur á Instagram kemst í umræðuna en mikið var fjallað um mál rússnesku instagramstjörnunnar Alexanders Tikhomirovs sem spændi um Bjarnarflag við Mývatn í byrjun júní.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Samfélagsmiðlar Umhverfismál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira