Alvotech undirritar „sérstaklega ábatasaman“ samning Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 13:45 Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, segist ánægður með samninginn. Alvotech Stjórnendur líftæknifyrirtækisins Alvotech hafa undirritað samstarfssamning við STADA Arzneimittel AG, alþjóðlegt lyfjafyrirtæki, um markaðssetningu á sjö líftæknilyfjum Alvotech á öllum helstu „lykilmörkuðum“ í Evrópu og völdum mörkuðum utan álfunnar. Frá þessu er greint á vef Alvotech, án þess þó að greina frá áætluðu virði samningsins sem Mannlíf telur að geti hlaupið á tugum milljarða króna. Í útlistun Alvotechs er tekið fram að fyrirtækið muni bera ábyrgð á þróun, skráningu og framboði lyfjanna en markaðssetning þeirra verði á könnu STADA. Líftæknilyfin eru meðal annars sögð henta við meðhöndlun á krabbameini, göllum í ónæmiskerfi, bólgum, gigt og psoriasis. Alvotech áætlar í tilkynningu sinni að árlega seljist frumlyfin fyrir um 50 milljarða dala á heimsvísu og því sé samningur fyrirtækjanna tveggja „sérstaklega ábatasamur.“ Hann feli í sér fyrirframgreiðslu, auk áfangagreiðsla á næstu fjórum árum. Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda og stjórnarformanni Alvotech, að um „mikilvægt augnablik fyrir líftæknilyf“ sé að ræða. Samningurinn við STADA sé áfangi í frekari uppbyggingu Alvotech og markar lokahnykkinn á „stórfenglegu“ rekstrarári. Í því samhengi má nefna kaup fjárfestingafélagsins Yas Holding á hlutafé í Alvotech fyrir um 5,3 milljarðar króna, yfirlýsingar um ráðningu á 100 vísindamönnum og klínískar prófanir á fyrsta lyfi fyrirtækisins. Stjórnarformaður STADA er álíka ánægður. Samningurinn geri fyrirtækinu kleift að styrkja markaðsstöðu sína á sviði líftæknilyfja. Starfsmenn STADA hlakki til að færa sjúklingum hágæða lyf og hagkvæman valkost, að sögn Peter Goldschmidt, en hjá STADA starfa næstum 10.500 manns. Lyf Markaðir Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Stjórnendur líftæknifyrirtækisins Alvotech hafa undirritað samstarfssamning við STADA Arzneimittel AG, alþjóðlegt lyfjafyrirtæki, um markaðssetningu á sjö líftæknilyfjum Alvotech á öllum helstu „lykilmörkuðum“ í Evrópu og völdum mörkuðum utan álfunnar. Frá þessu er greint á vef Alvotech, án þess þó að greina frá áætluðu virði samningsins sem Mannlíf telur að geti hlaupið á tugum milljarða króna. Í útlistun Alvotechs er tekið fram að fyrirtækið muni bera ábyrgð á þróun, skráningu og framboði lyfjanna en markaðssetning þeirra verði á könnu STADA. Líftæknilyfin eru meðal annars sögð henta við meðhöndlun á krabbameini, göllum í ónæmiskerfi, bólgum, gigt og psoriasis. Alvotech áætlar í tilkynningu sinni að árlega seljist frumlyfin fyrir um 50 milljarða dala á heimsvísu og því sé samningur fyrirtækjanna tveggja „sérstaklega ábatasamur.“ Hann feli í sér fyrirframgreiðslu, auk áfangagreiðsla á næstu fjórum árum. Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda og stjórnarformanni Alvotech, að um „mikilvægt augnablik fyrir líftæknilyf“ sé að ræða. Samningurinn við STADA sé áfangi í frekari uppbyggingu Alvotech og markar lokahnykkinn á „stórfenglegu“ rekstrarári. Í því samhengi má nefna kaup fjárfestingafélagsins Yas Holding á hlutafé í Alvotech fyrir um 5,3 milljarðar króna, yfirlýsingar um ráðningu á 100 vísindamönnum og klínískar prófanir á fyrsta lyfi fyrirtækisins. Stjórnarformaður STADA er álíka ánægður. Samningurinn geri fyrirtækinu kleift að styrkja markaðsstöðu sína á sviði líftæknilyfja. Starfsmenn STADA hlakki til að færa sjúklingum hágæða lyf og hagkvæman valkost, að sögn Peter Goldschmidt, en hjá STADA starfa næstum 10.500 manns.
Lyf Markaðir Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira