Gervigreind gæti leitað upp ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks innan tveggja ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 10:30 Gervigreindin gæti hjálpað til í rannsóknum á ólöglegri lyfjanotkun. Getty/Frederic T Stevens Alþjóðalyfjaeftirlitið eltir uppi nýjustu tækniframfarir í baráttu sinni gegn ólöglegri lyfjanotkun í íþróttum. Nú hefur stefnan verið sett á að nýta sér gervigreind í allra næstu framtíð. Telegraph segir frá metnaðarfullu markmiði Wada að innan tveggja ára verði Alþjóðalyfjaeftirlitið farið að nota gervigreind við að leita upp íþróttamenn sem nota ólögleg efni.Exclusive: World Anti-Doping Agency hoping to use AI to target drugs cheats within two years @timwighttps://t.co/eJbneb1ZvB — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 5, 2019Alls eru yfir þrjú hundruð þúsund lyfjapróf framkvæmd á íþróttafólki á hverju ári út um allan heim en margir hafa áhyggjur af virkni prófanna og getunni að gera nákvæmar og allar nauðsynlegar rannsóknir á þeim. Svindlararnir eru oft nokkrum skrefum á undan eins og sést vel á því að Ólympíuverðlaunahafar eru að falla á lyfjaprófum mörgum árum seinna þegar tækni lyfjaeftirlitsins hefur loksins náð í skottið á þeiom. Hér gæti gervigreindin komið mjög sterk inn og aukið árangurinn í baráttunni. Með henni væri meiri líkur á því að uppgötva ólögleg efni í sýnum íþróttafólksins. „Gervigreindin býður upp á einn augljósan gróða sem er að taka saman mikið magn af upplýsingum og lesa úr þeim sem er eitthvað sem mannsheilinn ræður ekki við,“ sagði Olivier Rabin, yfirmaður á vísindasviði Wada. „Við viljum nota gervigreindina til að auka getu okkar að ná yfir fleiri próf. Með henni gætum við vaktað grunsamlega fylgni sem gæti verið vísbending um ólöglega lyfjanotkun hjá íþróttafólki,“ sagði Olivier Rabin. „Þetta boðar mjög gott og við erum hér með eitthvað sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á það hvernig við skipuleggjum og framkvæmum lyfjapróf í baráttunni gegn ólöglegri lyfjanotkun í íþróttum,“ sagði Rabin. Íþróttir Lyf Tækni Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Alþjóðalyfjaeftirlitið eltir uppi nýjustu tækniframfarir í baráttu sinni gegn ólöglegri lyfjanotkun í íþróttum. Nú hefur stefnan verið sett á að nýta sér gervigreind í allra næstu framtíð. Telegraph segir frá metnaðarfullu markmiði Wada að innan tveggja ára verði Alþjóðalyfjaeftirlitið farið að nota gervigreind við að leita upp íþróttamenn sem nota ólögleg efni.Exclusive: World Anti-Doping Agency hoping to use AI to target drugs cheats within two years @timwighttps://t.co/eJbneb1ZvB — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 5, 2019Alls eru yfir þrjú hundruð þúsund lyfjapróf framkvæmd á íþróttafólki á hverju ári út um allan heim en margir hafa áhyggjur af virkni prófanna og getunni að gera nákvæmar og allar nauðsynlegar rannsóknir á þeim. Svindlararnir eru oft nokkrum skrefum á undan eins og sést vel á því að Ólympíuverðlaunahafar eru að falla á lyfjaprófum mörgum árum seinna þegar tækni lyfjaeftirlitsins hefur loksins náð í skottið á þeiom. Hér gæti gervigreindin komið mjög sterk inn og aukið árangurinn í baráttunni. Með henni væri meiri líkur á því að uppgötva ólögleg efni í sýnum íþróttafólksins. „Gervigreindin býður upp á einn augljósan gróða sem er að taka saman mikið magn af upplýsingum og lesa úr þeim sem er eitthvað sem mannsheilinn ræður ekki við,“ sagði Olivier Rabin, yfirmaður á vísindasviði Wada. „Við viljum nota gervigreindina til að auka getu okkar að ná yfir fleiri próf. Með henni gætum við vaktað grunsamlega fylgni sem gæti verið vísbending um ólöglega lyfjanotkun hjá íþróttafólki,“ sagði Olivier Rabin. „Þetta boðar mjög gott og við erum hér með eitthvað sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á það hvernig við skipuleggjum og framkvæmum lyfjapróf í baráttunni gegn ólöglegri lyfjanotkun í íþróttum,“ sagði Rabin.
Íþróttir Lyf Tækni Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira