Lögreglu var á ellefta tímanum í gærkvöldi tilkynnt um slagsmál utandyra í Hlíðunum í Reykjavík. Þar reyndust vera „óðamála vinir í innilegum faðmlögum,“ að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Ekki eru gefnar frekari upplýsingar um málið.
Þá var lögreglu tilkynnt um umferðaróhapp í miðbænum á níunda tímanum. Þar hafði ökumaður ætlað að rétta bifreið af í stæði en ekki fór betur en svo að hann missti stjórn á henni og ók í gegnum rúðu veitingastaðar. Engin slys urðu á fólki.
Lögregla stöðvaði svo sextán ára ökumann í Breiðholti í nótt. Ökumaðurinn var kærður fyrir akstur án ökuréttinda og eldri farþegi var kærður fyrir að fela honum stjórn bifreiðarinnar. Haft var samband við forráðamenn og málið tilkynnt til barnaverndar.
Óðamála vinir í innilegum faðmlögum
Kristín Ólafsdóttir skrifar
