Jón Axel er á hinum sögufræga Naismith lista Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 10:00 Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson. Getty/Mitchell Layton Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson er á listanum yfir þá fimmtíu sem menn eiga að fylgjast með í Bandaríkjunum í vetur Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er á Naismith listanum fyrir komandi tímabil í bandaríska háskólakörfuboltanum en þar eru samankomnir þeir fimmtíu leikmenn sem eru bundnar mestar væntingar til í vetur. Jón Axel er að hefja sitt fjórða og síðasta ár með Davidson háskólanum en hann hefur slegið í gegn með frammistöðu sinni undanfarin tímabil. Það er ljóst að bakvarðarsveit Davidson liðsins ætti að vera í fínu lagi í vetur því félagi Jóns Axels, Kellan Grady, er einnig á fyrrnefndum Naismith lista.Gudmundsson and Grady Named to Naismith Trophy Watch List#TCC - https://t.co/KyOGht1jurpic.twitter.com/aCmS5A2QfQ — Davidson Basketball (@DavidsonMBB) November 4, 2019 Naismith verðlaunin eru sögufræg og eftirsótt. Það er líka mikill heiður að vera tilnefndur til þeirrra. Í byrjun febrúar verður síðan gefinn út 30 manna listi og undir lok tímabilsins verða fyrst tíu menn tilnefndir og á endanum koma fjórir leikmenn til greina sem leikmaður ársins. Um leið og leikmenn eru settir á Naismith listann fyrir tímabil þá kemur pressa á að standa sig. Það verður ekki auðvelt fyrir Jón Axel að fylgja eftir mögnuðu tímabili sínu í fyrra. Jón Axel var þá með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik og var inn á topp sjö í öllum tölfræðiþáttunum þremur í Atlantic 10 deildinni. Jón Axel skráði sig í nýliðavali NBA-deildarinnar og æfði hjá nokkrum félögum en meiðsli komu í veg fyrir að hann héldi því áfram. Jón ákvað því að draga sig út og spila lokaárið sitt með Davidson. Jón Axel sýndi það í landsleikjunum í haust að hann er kominn í hóp bestu körfuboltamanna landsins og það munu örugglega margir fylgjast með honum í leikjum með Davidson í vetur. Körfubolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson er á listanum yfir þá fimmtíu sem menn eiga að fylgjast með í Bandaríkjunum í vetur Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er á Naismith listanum fyrir komandi tímabil í bandaríska háskólakörfuboltanum en þar eru samankomnir þeir fimmtíu leikmenn sem eru bundnar mestar væntingar til í vetur. Jón Axel er að hefja sitt fjórða og síðasta ár með Davidson háskólanum en hann hefur slegið í gegn með frammistöðu sinni undanfarin tímabil. Það er ljóst að bakvarðarsveit Davidson liðsins ætti að vera í fínu lagi í vetur því félagi Jóns Axels, Kellan Grady, er einnig á fyrrnefndum Naismith lista.Gudmundsson and Grady Named to Naismith Trophy Watch List#TCC - https://t.co/KyOGht1jurpic.twitter.com/aCmS5A2QfQ — Davidson Basketball (@DavidsonMBB) November 4, 2019 Naismith verðlaunin eru sögufræg og eftirsótt. Það er líka mikill heiður að vera tilnefndur til þeirrra. Í byrjun febrúar verður síðan gefinn út 30 manna listi og undir lok tímabilsins verða fyrst tíu menn tilnefndir og á endanum koma fjórir leikmenn til greina sem leikmaður ársins. Um leið og leikmenn eru settir á Naismith listann fyrir tímabil þá kemur pressa á að standa sig. Það verður ekki auðvelt fyrir Jón Axel að fylgja eftir mögnuðu tímabili sínu í fyrra. Jón Axel var þá með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik og var inn á topp sjö í öllum tölfræðiþáttunum þremur í Atlantic 10 deildinni. Jón Axel skráði sig í nýliðavali NBA-deildarinnar og æfði hjá nokkrum félögum en meiðsli komu í veg fyrir að hann héldi því áfram. Jón ákvað því að draga sig út og spila lokaárið sitt með Davidson. Jón Axel sýndi það í landsleikjunum í haust að hann er kominn í hóp bestu körfuboltamanna landsins og það munu örugglega margir fylgjast með honum í leikjum með Davidson í vetur.
Körfubolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira